BREYTA

Pétur Pétursson. Kveðja frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minnast með virðingu Péturs Péturssonar sem borinn var til hinstu hvílu í dag og senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Pétur var alla tíð heitur andstæðingur erlendrar hersetu á Íslandi og meðal þeirra sem hófu baráttuna gegn herstöðvum Bandaríkjamanna hér. Með honum er nú genginn hinn síðasti af þeim sem skrifuðu undir „Ávarp um þjóðareiningu gegn her á Íslandi“ árið 1953. Pétur kom á landsráðstefnu SHA árið 2003 og rifjaði þetta upp. Í ávarpinu var lögð áhersla á: Að skipuleggja samstarf allra þeirra landsmanna sem hafa lýst sig andvíga her í landi. Að blása lífi í allsherjar þjóðernisvakningu, sem hafi á stefnuskrá sinni endurheimt réttinda úr höndum hersins og íslenzkra forsvarsmanna hans. Að ræða eftirgreind atriði: a) lagalegt gildi herverndarsamningsins. b) þjóðhættulega afleiðing þess, að Ísland gerðist aðili Atlantshafssáttmálans. c) árekstra milli hermanna og Íslendinga. Að gagnrýna alla þá, sem eru eða gerast kunna forsvarsmenn hers á Íslandi. Að kynna þjóðinni þá hættu, sem sjálfstæði Íslands stafar af hernaðarlegum samningum, sem Ísland gerist aðili að. Að kynna þjóðinni réttleysi Íslands til skaðabóta ef andstæðingar Bandaríkjanna sigra í styrjöld, sem háð kann að verða umhverfis Ísland eða í landinu. Að krefjast þess, að forystumenn þjóðarinnar haldi Íslandi utan við hernaðarleg átök stórveldanna, hver sem í hlut á. Við væntum þess að allir Íslendingar sameinist í þessu mikilvæga þjóðernismáli. Þetta var undirritað: Með vinsemd, Reykjavík, 8. apríl 1953. Aðalbjörg Sigurðardóttir, frú Einar Gunnar Einarsson, lögfræðingur. Guðjón Halldórsson, bankaritari. Gísli Ásmundsson, kennari. Gunnar J. Cortes, læknir. Gunnar M. Magnúss, rithöfundur. Jón Þórðarson frá Borgarholti. Marinó J. Erlendsson, afgreiðslumaður. Ólafur Jóh. Sigurðsson, rithöfundur. Pétur Pétursson, útvarpsþulur. Sigríður Eiríksdóttir, hjúkrunarkona. Skarhéðinn Njálsson, verkamaður. Þórarinn Guðnason, læknir. Þorsteinn Björnsson, fríkirkjuprestur. Þórunn Elfa Magnúsdóttir, rithöfundur.

Færslur

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA. Borðhald hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Því ber að fagna að utanríkisráðherra ítrekar í erindi sínu á ráðstefnu í Norræna húsinu …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Við leyfum okkur að birta hér hluta úr erindi sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt …

SHA_forsida_top

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

Um breytingar á stöðu Íslands og norðurlandanna í varnar- og öryggismálum Fyrirlestrar í samvinnu við …

SHA_forsida_top

Þingmenn deila um varnarmál

Þingmenn deila um varnarmál

Eftirfarandi grein Árna Páls Árnasonar þingmanns Samfylkingarinnar og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis birtist í Morgunblaðinu 23. …

SHA_forsida_top

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Vinur okkar, Milan Rai, hefur nú verið fangelsaður í annað sinn á tveimur árum. Milan …

SHA_forsida_top

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

eftir Árna Þór Sigurðsson alþingismann Birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst … börnum og …

SHA_forsida_top

Nató-fenið í Afganistan

Nató-fenið í Afganistan

eftir Steingrím J. Sigfússon Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Nató-leiðangurinn í Afganistan, …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning á vegum SHA og Slagsíðunnar.

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagskvöldið 23. ágúst standa Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kvikmyndasýningu í Friðarhúsi í samvinnu við aðstandendur bókabúðarinnar …

SHA_forsida_top

Útrýmum kjarnavopnum

Útrýmum kjarnavopnum

eftir Katrínu Jakobsdóttur Birtist í Fréttablaðinu 9. ágúst 2007 Í kvöld verður þess …

SHA_forsida_top

Hvenær hætta þeir að drepa?

Hvenær hætta þeir að drepa?

Eftirfarandi grein Guðmundar R. Jóhannssonar birtist á vefritinu ogmundur.is 19. ágúst 2007 Rússarnir eru komnir …

SHA_forsida_top

Vantar óvin

Vantar óvin

eftir Sigurð Flosason, gjaldkera SHA Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Við hvað …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla flugi rússneskra herþotna við strendur Íslands. Æfinga- og eftirlitsflug á borð við …