BREYTA

Pétur Pétursson. Kveðja frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minnast með virðingu Péturs Péturssonar sem borinn var til hinstu hvílu í dag og senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Pétur var alla tíð heitur andstæðingur erlendrar hersetu á Íslandi og meðal þeirra sem hófu baráttuna gegn herstöðvum Bandaríkjamanna hér. Með honum er nú genginn hinn síðasti af þeim sem skrifuðu undir „Ávarp um þjóðareiningu gegn her á Íslandi“ árið 1953. Pétur kom á landsráðstefnu SHA árið 2003 og rifjaði þetta upp. Í ávarpinu var lögð áhersla á: Að skipuleggja samstarf allra þeirra landsmanna sem hafa lýst sig andvíga her í landi. Að blása lífi í allsherjar þjóðernisvakningu, sem hafi á stefnuskrá sinni endurheimt réttinda úr höndum hersins og íslenzkra forsvarsmanna hans. Að ræða eftirgreind atriði: a) lagalegt gildi herverndarsamningsins. b) þjóðhættulega afleiðing þess, að Ísland gerðist aðili Atlantshafssáttmálans. c) árekstra milli hermanna og Íslendinga. Að gagnrýna alla þá, sem eru eða gerast kunna forsvarsmenn hers á Íslandi. Að kynna þjóðinni þá hættu, sem sjálfstæði Íslands stafar af hernaðarlegum samningum, sem Ísland gerist aðili að. Að kynna þjóðinni réttleysi Íslands til skaðabóta ef andstæðingar Bandaríkjanna sigra í styrjöld, sem háð kann að verða umhverfis Ísland eða í landinu. Að krefjast þess, að forystumenn þjóðarinnar haldi Íslandi utan við hernaðarleg átök stórveldanna, hver sem í hlut á. Við væntum þess að allir Íslendingar sameinist í þessu mikilvæga þjóðernismáli. Þetta var undirritað: Með vinsemd, Reykjavík, 8. apríl 1953. Aðalbjörg Sigurðardóttir, frú Einar Gunnar Einarsson, lögfræðingur. Guðjón Halldórsson, bankaritari. Gísli Ásmundsson, kennari. Gunnar J. Cortes, læknir. Gunnar M. Magnúss, rithöfundur. Jón Þórðarson frá Borgarholti. Marinó J. Erlendsson, afgreiðslumaður. Ólafur Jóh. Sigurðsson, rithöfundur. Pétur Pétursson, útvarpsþulur. Sigríður Eiríksdóttir, hjúkrunarkona. Skarhéðinn Njálsson, verkamaður. Þórarinn Guðnason, læknir. Þorsteinn Björnsson, fríkirkjuprestur. Þórunn Elfa Magnúsdóttir, rithöfundur.

Færslur

SHA_forsida_top

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Niðurstöðurnar af samningaviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda má nálgast á vefsíðu stjórnarráðsins. Um er …

SHA_forsida_top

Sagan öll

Sagan öll

Sagnfræðingurinn Vigfús Geirdal rifjar upp ýmsa þætti úr sögu bandarísku hersetunnar og herstöðvarinnar á Miðnesheiði. …

SHA_forsida_top

Dagskrá næstu daga

Dagskrá næstu daga

Það er margt á döfinni hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga í Friðarhúsi þessa vikuna. Föstudagskvöldið 29. september …

SHA_forsida_top

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

Nýlegar fréttir um símahleranir og aðra njósnastarfsemi um borgarana kemur þeim ekki verulega á óvart …

SHA_forsida_top

Sáttaferli á átakasvæðum heimsins - ráðstefna í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 22. september

Sáttaferli á átakasvæðum heimsins - ráðstefna í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 22. september

Frá Hafnarfjarðarkirkju Dr. Rodney Petersen forstöðumaður Guðfræðistofnunarinnar í Boston, Boston theological Institute og dr. Raymond …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO og Ísrael

NATO og Ísrael

Að undanförnu hafa tengsl milli NATO og Ísraels verið að styrkjast. Nánast engin tengsl voru …

SHA_forsida_top

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Í eftirfarandi grein, sem Ólafur Þór Gunnarsson læknir birti á vefsíðu sinni 16. mars 2006, …

SHA_forsida_top

Rannsóknarstöð í jarðvísindum reist á rústum herstöðvar

Rannsóknarstöð í jarðvísindum reist á rústum herstöðvar

Eftirfarandi hugmynd var birt á vefsíðu Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is, 8. september síðastliðinn: Hugmynd um …

SHA_forsida_top

Snautleg brottför

Snautleg brottför

Á vefritinu Múrnum 11. september fjallaði Ármann Jakobsson um snautlega brottför bandaríska hersins og tilgangsleysi …

SHA_forsida_top

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

Í dag eru fjölmiðlar uppteknir af atburðunum í Bandaríkjunum fyrir 5 árum, sem vonlegt er. …

SHA_forsida_top

Kók framleitt að nýju í Afganistan

Kók framleitt að nýju í Afganistan

Eftirfarandi frétt birtist í Fréttablaðinu og á visir.is í dag, 11. september: Fréttablaðið, 11. …

SHA_forsida_top

NATO: hernámslið í Afganistan

NATO: hernámslið í Afganistan

Fáir virðast sakna bandaríska hersins nú þegar hann er næstum farinn nema fáeinir staðnaðir kaldastríðsmenn …

SHA_forsida_top

Við hvað erum við hrædd?

Við hvað erum við hrædd?

eftir Sigurð Eyberg Jóhannesson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 3. september 2006 Þú og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.