BREYTA

Pétur Pétursson. Kveðja frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minnast með virðingu Péturs Péturssonar sem borinn var til hinstu hvílu í dag og senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Pétur var alla tíð heitur andstæðingur erlendrar hersetu á Íslandi og meðal þeirra sem hófu baráttuna gegn herstöðvum Bandaríkjamanna hér. Með honum er nú genginn hinn síðasti af þeim sem skrifuðu undir „Ávarp um þjóðareiningu gegn her á Íslandi“ árið 1953. Pétur kom á landsráðstefnu SHA árið 2003 og rifjaði þetta upp. Í ávarpinu var lögð áhersla á: Að skipuleggja samstarf allra þeirra landsmanna sem hafa lýst sig andvíga her í landi. Að blása lífi í allsherjar þjóðernisvakningu, sem hafi á stefnuskrá sinni endurheimt réttinda úr höndum hersins og íslenzkra forsvarsmanna hans. Að ræða eftirgreind atriði: a) lagalegt gildi herverndarsamningsins. b) þjóðhættulega afleiðing þess, að Ísland gerðist aðili Atlantshafssáttmálans. c) árekstra milli hermanna og Íslendinga. Að gagnrýna alla þá, sem eru eða gerast kunna forsvarsmenn hers á Íslandi. Að kynna þjóðinni þá hættu, sem sjálfstæði Íslands stafar af hernaðarlegum samningum, sem Ísland gerist aðili að. Að kynna þjóðinni réttleysi Íslands til skaðabóta ef andstæðingar Bandaríkjanna sigra í styrjöld, sem háð kann að verða umhverfis Ísland eða í landinu. Að krefjast þess, að forystumenn þjóðarinnar haldi Íslandi utan við hernaðarleg átök stórveldanna, hver sem í hlut á. Við væntum þess að allir Íslendingar sameinist í þessu mikilvæga þjóðernismáli. Þetta var undirritað: Með vinsemd, Reykjavík, 8. apríl 1953. Aðalbjörg Sigurðardóttir, frú Einar Gunnar Einarsson, lögfræðingur. Guðjón Halldórsson, bankaritari. Gísli Ásmundsson, kennari. Gunnar J. Cortes, læknir. Gunnar M. Magnúss, rithöfundur. Jón Þórðarson frá Borgarholti. Marinó J. Erlendsson, afgreiðslumaður. Ólafur Jóh. Sigurðsson, rithöfundur. Pétur Pétursson, útvarpsþulur. Sigríður Eiríksdóttir, hjúkrunarkona. Skarhéðinn Njálsson, verkamaður. Þórarinn Guðnason, læknir. Þorsteinn Björnsson, fríkirkjuprestur. Þórunn Elfa Magnúsdóttir, rithöfundur.

Færslur

SHA_forsida_top

Munið 18. mars! Alþjóðlegur baráttudagur gegn Íraksstríðinu

Munið 18. mars! Alþjóðlegur baráttudagur gegn Íraksstríðinu

Kl. 13: Háskólabíó. Almennur borgarafundur Kl. 15: Ingólfstorg. Útifundur Írak: Stöðvum stríðið strax! Íran: …

SHA_forsida_top

INNRÁSIN Í ÍRAK – EKKI Í OKKAR NAFNI!

INNRÁSIN Í ÍRAK – EKKI Í OKKAR NAFNI!

Háskólabíó – laugardaginn 18. mars kl 13:00-14:45 FRUMSÝNING HEIMILDARMYNDAR & UMRÆÐUR Þjóðarhreyfingin – með …

SHA_forsida_top

Íraksdagar í Friðarhúsi - þriðjudagur & miðvikudagur

Íraksdagar í Friðarhúsi - þriðjudagur & miðvikudagur

Þriðjudagskvöldið 14. mars mun Dagur Þorleifsson fjalla um þá ólíku trúarhópa og þjóðflokka sem byggja …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Sagnfræðingurinn Dagur Þorleifsson fjallar um sögulegan bakgrunn borgarastyrjaldarinnar í Írak.

SHA_forsida_top

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Mánudagskvöldið 13. mars verður sýnd heimildarmynd sem nefnist Private Warriors og fjallar um hinn einkavædda …

SHA_forsida_top

Dr. Michael Rubin, gestur Háskóla íslands, ákærður fyrir undirbúning árásarstríðs

Dr. Michael Rubin, gestur Háskóla íslands, ákærður fyrir undirbúning árásarstríðs

Nú í kvöld, 12. mars, var lögð fram ákæra á hendur dr. Michael Rubin frá …

SHA_forsida_top

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Samtök herstöðvaandstæðinga standa fyrir fjölbreyttri dagskrá alla þessa viku í tilefni að því að senn …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Sýnd verður heimildarmyndin Private Warriors úr Frontline-myndaröð PBS.

SHA_forsida_top

Álfyrirtækin og Ísland – fundur á Akureyri 11. mars

Álfyrirtækin og Ísland – fundur á Akureyri 11. mars

Stefna, félag vinstri manna, heldur umræðufund um efnið Álver og efnahagslegt sjálfstæði í Lárusarhúsi …

SHA_forsida_top

Stríðsæsingamaður heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands

Stríðsæsingamaður heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands

Mánudaginn 13. mars mun Bandaríkjamaður nokkur að nafni dr. Michael Rubin halda fyrirlestur á vegum …

SHA_forsida_top

Vinnufundur v. 18. mars

Vinnufundur v. 18. mars

Hópur nema úr framhaldsskólum og Háskólanum funda til að undirbúa mótmælin 18. mars.

SHA_forsida_top

Bandaríkin setja upp varanlegar herstöðvar í Írak

Bandaríkin setja upp varanlegar herstöðvar í Írak

Nýlega var einhver fréttaflutningur um það að Bandaríkjamenn hygðust draga allt sitt herlið út úr …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

8. mars: munið fundinn í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 17

8. mars: munið fundinn í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 17

Þróunaraðstoð – í þágu hverra? Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur …

SHA_forsida_top

18. mars: fundur í Háskólabíói kl 13, útifundur á Ingólfstorgi kl. 15

18. mars: fundur í Háskólabíói kl 13, útifundur á Ingólfstorgi kl. 15

Það verður mikið um að vera í Reykjavík 18. mars þegar þess verður minnst um …