BREYTA

Píningarbekkur á Austurvelli

Waterboarding 009Á morgun, föstudag, kemur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stutta heimsókn til Íslands til fundar með hérlendum ráðamönnum. Að þessu tilefni vilja Samtök hernaðarandstæðinga beina athygli að því hvernig bandarísk yfirvöld hafa kerfisbundið grafið undan mikilvægum mannréttindasáttmálum undir flaggi "stríðs gegn hryðjuverkum". Ein birtingarmynd þessa er notkun Bandaríkjahers og samherja hans á pyntingum, sem sætt hafa alþjóðlegri fordæmingu. Þekkt pyntingaraðferð af þessu tagi felst í því að binda fanga við planka og hella vatni yfir vit hans til að skapa drukkunartilfinningu. Bandarísk stjórnvöld þræta fyrir að sú aðferð teljist til pyntinga. Samtök hernaðarandstæðinga munu standa fyrir sýnikennslu með vatnspyntingarbekk á Austurvelli kl. 17 á föstudag. Condoleeza Rice er sérstaklega boðin velkomin þangað til að kynna sér hið raunverulega eðli þessarar píningaraðferðar. Sama máli gegnir um íslenska ráðamenn. Jafnframt hvetja Samtök hernaðarandstæðinga íslensk stjórnvöld til að nota tækifærið og fordæma pyntingar í viðræðum við bandaríska utanríkisráðherrann. Jafnframt er brýnt að ráðist verði í óháða rannsókn á umfangi þeirra pyntinga sem Bandaríkjaher hefur staðið fyrir og að hlutur fórnarlamba þeirra verði réttur. Ísland á að skipa sér í hóp þeirra ríkja sem standa vörð um frið og mannréttindi í stað þess að grafa undan þeim. Friðarsinnar eru hvattir til að láta sjá sig á Austurvelli kl. 17 á morgun.

Færslur

SHA_forsida_top

Við uppfærum vefinn

Við uppfærum vefinn

fridur.is liggur tímabundið niðri Við uppfærum vefinn

SHA_forsida_top

Contact form 1

Contact form 1

Your Name (required) Your Email (required) Subject Your Message Friður.is "" From: …

SHA_forsida_top

Fjölréttað á fjáröflunarmálsverði

Fjölréttað á fjáröflunarmálsverði

Fjáröflunarmánuður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 31. mars. Að þessu sinni munu félagar í miðnefd skipta …

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur miðnefndar

Nýkjörin miðnefnd SHA kemur saman til fundar í fyrsta sinn n.k. þriðjudagskvöld 28. mars í …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsfundar SHA

Ályktanir landsfundar SHA

Ályktun um herlaust land Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 18. mars 2017 minnir á hve jákvætt …

SHA_forsida_top

Ný miðnefndSHA

Ný miðnefndSHA

Ný miðnefnd SHA var kjörin á landsfundi samtakanna um liðna helgi. Hana skipa: Aðalmenn: Auður …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA 2017

Landsráðstefna SHA 2017

Landsráðstefna SHA erður haldinn laugardaginn 18. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 Dagskrá: 11:00 Hefðbundin aðalfundarstörf …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Eldamennskan á hinum mánaðarlega fjáröflunarmálsverði Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi, föstudaginn 24. febrúar, verður að þessu …

SHA_forsida_top

Hver er Chelsea Manning: fundur á þriðjudag

Hver er Chelsea Manning: fundur á þriðjudag

Eitt síðasta embættisverk Obama Bandaríkjaforseta var að stytta fangelsisdóminn yfir uppljóstraranum Chelsea Manning. Á sínum …

SHA_forsida_top

SHA sendir þingmönnum bréf

SHA sendir þingmönnum bréf

Samtök hernaðarandstæðinga sendu eftirfarandi bréf til allra þingmanna á Alþingi með hvatningu til að vinna …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins verður haldinn í Friðarhúsi föstudagskvöldið 27. janúar n.k. Freyr Rögnvaldsson sér um …

SHA_forsida_top

Friðargöngur í skugga ofbeldis og stríðsrekstrar - gengið í 37 ár

Friðargöngur í skugga ofbeldis og stríðsrekstrar - gengið í 37 ár

Fréttatilkynning frá Samstarfshópi friðarhreyfinga: Daglega berast fregnir af skelfilegum afleiðingum styrjalda víðs vegar um veröldina. …

SHA_forsida_top

Það er löngu komið nóg!

Það er löngu komið nóg!

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Á liðnum dögum hafa borist fregnir af …

SHA_forsida_top

Jólamálsverður Friðarhúss

Jólamálsverður Friðarhúss

Hinn árlegur jólamálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður föstudaginn 2. desember. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina …

SHA_forsida_top

Friðarfundur: SHA í Listasafni Reykjavíkur

Friðarfundur: SHA í Listasafni Reykjavíkur

Fimmtudagskvöldið 24. nóvember býður Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu Samtökum hernaðarandstæðinga til samtals, en á þessu …