BREYTA

Píningarbekkur á Austurvelli

Waterboarding 009Á morgun, föstudag, kemur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stutta heimsókn til Íslands til fundar með hérlendum ráðamönnum. Að þessu tilefni vilja Samtök hernaðarandstæðinga beina athygli að því hvernig bandarísk yfirvöld hafa kerfisbundið grafið undan mikilvægum mannréttindasáttmálum undir flaggi "stríðs gegn hryðjuverkum". Ein birtingarmynd þessa er notkun Bandaríkjahers og samherja hans á pyntingum, sem sætt hafa alþjóðlegri fordæmingu. Þekkt pyntingaraðferð af þessu tagi felst í því að binda fanga við planka og hella vatni yfir vit hans til að skapa drukkunartilfinningu. Bandarísk stjórnvöld þræta fyrir að sú aðferð teljist til pyntinga. Samtök hernaðarandstæðinga munu standa fyrir sýnikennslu með vatnspyntingarbekk á Austurvelli kl. 17 á föstudag. Condoleeza Rice er sérstaklega boðin velkomin þangað til að kynna sér hið raunverulega eðli þessarar píningaraðferðar. Sama máli gegnir um íslenska ráðamenn. Jafnframt hvetja Samtök hernaðarandstæðinga íslensk stjórnvöld til að nota tækifærið og fordæma pyntingar í viðræðum við bandaríska utanríkisráðherrann. Jafnframt er brýnt að ráðist verði í óháða rannsókn á umfangi þeirra pyntinga sem Bandaríkjaher hefur staðið fyrir og að hlutur fórnarlamba þeirra verði réttur. Ísland á að skipa sér í hóp þeirra ríkja sem standa vörð um frið og mannréttindi í stað þess að grafa undan þeim. Friðarsinnar eru hvattir til að láta sjá sig á Austurvelli kl. 17 á morgun.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarbaráttan og SHA

Friðarbaráttan og SHA

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa hugvekju um stöðu friðarhreyfinga. Aðsendar …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Sem kunnugt er, þurfti að fresta landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga um liðna helgi. Hann verður því …

SHA_forsida_top

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

Í ljósi þess að strætisvagnar ganga ekki í fárviðrinu og fólk er varað við að …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Fresta þurfti landsfundi SHA vegna óveðursins á laugardag. Nýr fundartími hefur nú verið ákveðinn: miðvikudagskvöldið …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 14. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Dagskrá: 11:00 Hefðbundin …

SHA_forsida_top

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga árið 2015 verður haldinn laugardaginn 14. mars n.k. í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Freistandi febrúarmálsverður

Freistandi febrúarmálsverður

Næsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 27. febúar nk. Það verða félagar í Alþýðufylkingunni sem …

SHA_forsida_top

Hin óþarfa sviðsetning

Hin óþarfa sviðsetning

Stefán Pálsson bregst við grein Þórarins Hjartarsonar hér á Friðarvefnum. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru …

SHA_forsida_top

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á því hvernig óttinn …

SHA_forsida_top

Öberg um Úkraínu

Öberg um Úkraínu

Íslandsvinurinn Jan Öberg er merkur sérfræðingur á sviði friðarmála og lausnar deilumála. Hann heldur úti …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Það verður miðausturlenskt þema í matseðli fjáröflunarmálsverðarins í Friðarhúsi föstudagskvöldið 30. janúar. Daníel Haukar …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok friðargöngu

Ávarp í lok friðargöngu

Eyrún Ósk Jónsdóttir flutti ávarp í lok friðargöngu á Þorláksmessu í Reykjavík. Í sumar …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Að venju stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir friðargöngu í Reykjavík þann 23.desember. Safnast verður saman …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Fullveldisfögnuður SHA, hið rómaða jólahlaðborð Friðarhúss, verður haldið föstudagskvöldið 28. nóvember nk. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …