BREYTA

Píningarbekkur á Austurvelli

Waterboarding 009Á morgun, föstudag, kemur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stutta heimsókn til Íslands til fundar með hérlendum ráðamönnum. Að þessu tilefni vilja Samtök hernaðarandstæðinga beina athygli að því hvernig bandarísk yfirvöld hafa kerfisbundið grafið undan mikilvægum mannréttindasáttmálum undir flaggi "stríðs gegn hryðjuverkum". Ein birtingarmynd þessa er notkun Bandaríkjahers og samherja hans á pyntingum, sem sætt hafa alþjóðlegri fordæmingu. Þekkt pyntingaraðferð af þessu tagi felst í því að binda fanga við planka og hella vatni yfir vit hans til að skapa drukkunartilfinningu. Bandarísk stjórnvöld þræta fyrir að sú aðferð teljist til pyntinga. Samtök hernaðarandstæðinga munu standa fyrir sýnikennslu með vatnspyntingarbekk á Austurvelli kl. 17 á föstudag. Condoleeza Rice er sérstaklega boðin velkomin þangað til að kynna sér hið raunverulega eðli þessarar píningaraðferðar. Sama máli gegnir um íslenska ráðamenn. Jafnframt hvetja Samtök hernaðarandstæðinga íslensk stjórnvöld til að nota tækifærið og fordæma pyntingar í viðræðum við bandaríska utanríkisráðherrann. Jafnframt er brýnt að ráðist verði í óháða rannsókn á umfangi þeirra pyntinga sem Bandaríkjaher hefur staðið fyrir og að hlutur fórnarlamba þeirra verði réttur. Ísland á að skipa sér í hóp þeirra ríkja sem standa vörð um frið og mannréttindi í stað þess að grafa undan þeim. Friðarsinnar eru hvattir til að láta sjá sig á Austurvelli kl. 17 á morgun.

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK laugardaginn 15. desember 2007 kl.14:00 MÍR-sal, Hverfisgötu 105 (á horni Snorrabrautar) …

SHA_forsida_top

SHA og 11. september

SHA og 11. september

Hér að neðan gefur að líta grein eftir Þórarinn Hjartarson, félaga í SHA til fjölda …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

eftir Þórarinn Hjartarson Ég er orðinn nokkurn veginn sannfærður um að voðaverkin í New York …

SHA_forsida_top

Rússar troða illsakir við granna sína

Rússar troða illsakir við granna sína

eftir Einar Ólafsson Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 6. des. var sagt frá auknum hernaðarumsvifum Rússa. „Rússar …

SHA_forsida_top

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

1. desember var haldin í London alþjóðleg ráðstefna hernaðaraandstæðinga. 1200 manns sóttu ráðstefnuna og fulltrúar …

SHA_forsida_top

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Föstudaginn 30. nóvember birtust tvær litlar en athyglisverðar fréttir í Fréttablaðinu. Hin fyrri bar fyrirsögnina: …

SHA_forsida_top

Dagfari á netinu

Dagfari á netinu

Tímarit SHA, Dagfari, kom út í nóvember og hefur verið borið út til félagsmanna. Blaðið …

SHA_forsida_top

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Elías Davíðsson 26. nóvember 2007 Við erum öll samherjar gegn hernaðarhyggju og hernaði. Þess vegna …

SHA_forsida_top

Upplestur á málsverði

Upplestur á málsverði

Staðfest hefur verið að rithöfundurinn Óskar Árni Óskarsson mun lesa úr verkum sínum á fjáröflunarmálsverði …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi

Málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðurinn í Friðarhúsi, föstudagskvöldið 30. nóvember er glæsilegt jólahlaðborð, en matseðillinn er á þessa leið: …

SHA_forsida_top

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …