BREYTA

Píningarbekkur á Austurvelli

Waterboarding 009Á morgun, föstudag, kemur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stutta heimsókn til Íslands til fundar með hérlendum ráðamönnum. Að þessu tilefni vilja Samtök hernaðarandstæðinga beina athygli að því hvernig bandarísk yfirvöld hafa kerfisbundið grafið undan mikilvægum mannréttindasáttmálum undir flaggi "stríðs gegn hryðjuverkum". Ein birtingarmynd þessa er notkun Bandaríkjahers og samherja hans á pyntingum, sem sætt hafa alþjóðlegri fordæmingu. Þekkt pyntingaraðferð af þessu tagi felst í því að binda fanga við planka og hella vatni yfir vit hans til að skapa drukkunartilfinningu. Bandarísk stjórnvöld þræta fyrir að sú aðferð teljist til pyntinga. Samtök hernaðarandstæðinga munu standa fyrir sýnikennslu með vatnspyntingarbekk á Austurvelli kl. 17 á föstudag. Condoleeza Rice er sérstaklega boðin velkomin þangað til að kynna sér hið raunverulega eðli þessarar píningaraðferðar. Sama máli gegnir um íslenska ráðamenn. Jafnframt hvetja Samtök hernaðarandstæðinga íslensk stjórnvöld til að nota tækifærið og fordæma pyntingar í viðræðum við bandaríska utanríkisráðherrann. Jafnframt er brýnt að ráðist verði í óháða rannsókn á umfangi þeirra pyntinga sem Bandaríkjaher hefur staðið fyrir og að hlutur fórnarlamba þeirra verði réttur. Ísland á að skipa sér í hóp þeirra ríkja sem standa vörð um frið og mannréttindi í stað þess að grafa undan þeim. Friðarsinnar eru hvattir til að láta sjá sig á Austurvelli kl. 17 á morgun.

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr Nató, herinn . . .

Ísland úr Nató, herinn . . .

Eftirfarandi grein Jóns Torfasonar birtist í Morgunpósti VG 10. október Fyrsti október var mikill gleðidagur. …

SHA_forsida_top

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Þeim tíðindum ber að fagna, sem berast frá utanríkisráðuneytinu, að nú eigi að mýkja ásýnd …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í kvöld í útleigu til félagasamtaka.

SHA_forsida_top

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Ályktun Þjóðarhreyfingin - með lýðræði minnir á, að þótt varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna 1951 væri …

SHA_forsida_top

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Við minnum á friðarfundinn á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.

SHA_forsida_top

Ofbeldi leysir engan vanda

Ofbeldi leysir engan vanda

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist í styttri útgáfu í Fréttablaðinu Oft er hamrað á því …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuógn núna?

Kjarnorkuógn núna?

Alþjóðlegt átak til afvopnunar Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15 Við minnum á …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Samtök herstöðvaandstæðinga lýsa vanþóknun sinni á svokallaðri vináttuheimsókn bandaríska herskipsins USS Wasp. Íslenskt land, íslenskar …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Mánaðarlegur fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Borðhald hefst kl. 19 en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

SHA_forsida_top

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Fimmtudaginn 12. október er áætlað að bandaríska herskipið USS Wasp komi til Reykjavíkur og leggist …

SHA_forsida_top

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

Frá MFÍK Opinn félagsfundur miðvikudaginn 11.október kl. 19 í Friðarhúsi (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar). …

SHA_forsida_top

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

CTBT-samningurinn Samningurinn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBT-samningurinn) var gerður árið 1996. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Það eru ill tíðindi sem berast nú frá Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu sprengdu í nótt …

SHA_forsida_top

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Húmanistahreyfingin beitir sér fyrir friðarfundi á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október n.k. kl. 15.00. Þetta er …

SHA_forsida_top

Herinn farinn

Herinn farinn

Steinar Harðarson skrifar á Morgunpósti VG 3. október: Í sumar gerði ég þá ánægjulegu …