BREYTA

Plógjárn úr sverðum...

Um framtíð Keflavíkurflugvallar Þessi grein séra Halldórs Reynissonar birtist í Morgunblaðinu 3. október og er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar. halldor reynissonNú er á enda yfir hálfrar aldar nærvera hers á Íslandi. Bandaríski herínn á Keflavíkurflugvelli er hefur slíðrað hertygi sin og er á förum Íslendingum til misjafnrar ánægju. Og hvað skal gera við herfangið sem eftir verður? Um það hafa menn skeggrætt frá vordögum þegar Bandaríkjamönnum þóknaðist að segja okkur að þeir væru á förum. Á Miðnesheiði stendur nú eftir heil draugabyggð sem hýst gæri þúsundir manna og heilan her stofnanna. Draugabyggð sem eitt sinn var aðgangur okkar Íslendinga að Ameríku, með öllum þeim gæðum sem okkur dreymdi um í bernsku, okkur sem nú erum á miðjum aldri. Draumurinn er orðinn að eyðibyggð með blóðrauðu sólarlagi. Heyrst hefur að gera byggðina að miðstöð öryggismála. Ekki skal það lastað. Lítil dúfa með ólífuviðarblað í goggi hvíslaði því hins vegar að mér að best væri að breyta herstöðinni miklu í ratsjárstöð friðarins. Hvernig setjum við niður deilur? Hvernig lægjum við öldur haturs og óvildar? Hvernig stuðlum við að sáttum og friði í heimi sem tærist af vígaferlum, djöfulgangi og heimsku? Hvað með að stofna alþjóðlegt friðarsetur, akademíu friðarrannsókna, vígi þeirra sem vilja tryggja frið og farsæld jarðarbúa? Íslendingar hafa kjörið tækifæri til að láta gott af sér leiða á tímum sem einkennast af óöryggi og ófriði. Það eitt að við erum fyrrverandi nýlenda, fyrrum fátækt þróunarland og afskaplega lítil þjóð gerir okkur fýsilega sáttarsemjara. Svo eigum við efnin nóg. Og við erum vön að láta verkin tala. Hvað með að þróa útrás til friðar og mannúðar? Hvernig væri að geta sér orðstír sem friðelskandi þjóð sem er reiðubúin að leggja fé, kalda skynsemi og heita velvild í því að gera heiminn öruggari? Ýmsar spurningar vakna reyndar um framlag okkar til heimsfriðarins. Var rétt að ljá lið vafasamri herför vesturheimskra hauka til landa sem fóstruðu siðmenninguna í bernsku hennar? Er rétt að afhenda ungum mönnum sem gaman hafa af því að munda byssur friðarvörslu? Eigum við ekki að byggja upp friðinn frekar en að verja hann í herbúningum? Norðmenn hafa lagt áherslu á „peacebuilding“ frekar en „peacekeeping“. Ef þeir geta það þá ennfrekar Íslendingar. Við erum enn minni ógn við heimsfriðinn en fjórar milljónir Norðmanna með sinn her og olíu. Sé sverð þitt stutt þá gakk feti framar, sagði hernaðarþjóðinn Spartverjar. Hvernig væri að ganga fetir framar og fram fyrir skjöldu sem friðarstillar. Nota herstöðina fyrrverandi sem „basa“ fyrir slíkt? Það er svosem ekkert nýtt við þessa hugmynd. Hún er tæplega þrjú þúsund ára gömul. Hebreski þjóðfélagsrýnirinn Jesaja dreymdi í riti sínu um samskipti þjóðanna: „Og þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum“. Kannski getur þessi forni draumur ræst í herstöðinni á Miðnesheiði. Höfundur er prestur og fyrrverandi forsetaritari.

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Vísindaferð í Friðarhúsi?

Vísindaferð í Friðarhúsi?

Friðarhús er frátekið þennan dag v. vís.ferðar háskólanema.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK verður haldinn þann 30. janúar kl. 19:00 í Friðarhúsinu (á horni Snorrabrautar og …

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Friðarhús er opið á löngum laugardegi. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni í dag.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn 26. janúar

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn 26. janúar

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn (World Social Forum) er að þessu sinni ekki stór samkoma á …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Ísafirði

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Ísafirði

Í tólfta sinn var farin friðarganga á Þorláksmessu á Ísafirði. Þátttakendum hefur fjölgað ár frá …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Akureyri

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Akureyri

Blysför gegn stríði var farin í sjöunda sinn í röð á Akureyri á Þorláksmessu kl. …

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn og Samtök hernaðarandstæðinga óska landsmönnum árs og friðar

Friðarvefurinn og Samtök hernaðarandstæðinga óska landsmönnum árs og friðar

Því miður hafa vonir um heim án styrjalda og stríðsæsinga, án vígtóla og gegndarlausra hernaðarútgjalda, …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu

Hér gefur að líta ávarp Höllu Gunnarsdóttur blaðamanns, sem flutt var á Ingólfstorgi í lok …

SHA_forsida_top

Stóri sannleikur varnarmálanna

Stóri sannleikur varnarmálanna

eftir Einar Ólafsson Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 20. desember, en var send …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Samstarfshópur Friðarhreyfinga efnir til friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði

Friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði

Íslenskir friðarsinnar munu að venju standa að friðargöngum á Þorláksmessu. Tilkynnt hefur verið um friðargöngur …