BREYTA

Plógjárn úr sverðum...

Um framtíð Keflavíkurflugvallar Þessi grein séra Halldórs Reynissonar birtist í Morgunblaðinu 3. október og er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar. halldor reynissonNú er á enda yfir hálfrar aldar nærvera hers á Íslandi. Bandaríski herínn á Keflavíkurflugvelli er hefur slíðrað hertygi sin og er á förum Íslendingum til misjafnrar ánægju. Og hvað skal gera við herfangið sem eftir verður? Um það hafa menn skeggrætt frá vordögum þegar Bandaríkjamönnum þóknaðist að segja okkur að þeir væru á förum. Á Miðnesheiði stendur nú eftir heil draugabyggð sem hýst gæri þúsundir manna og heilan her stofnanna. Draugabyggð sem eitt sinn var aðgangur okkar Íslendinga að Ameríku, með öllum þeim gæðum sem okkur dreymdi um í bernsku, okkur sem nú erum á miðjum aldri. Draumurinn er orðinn að eyðibyggð með blóðrauðu sólarlagi. Heyrst hefur að gera byggðina að miðstöð öryggismála. Ekki skal það lastað. Lítil dúfa með ólífuviðarblað í goggi hvíslaði því hins vegar að mér að best væri að breyta herstöðinni miklu í ratsjárstöð friðarins. Hvernig setjum við niður deilur? Hvernig lægjum við öldur haturs og óvildar? Hvernig stuðlum við að sáttum og friði í heimi sem tærist af vígaferlum, djöfulgangi og heimsku? Hvað með að stofna alþjóðlegt friðarsetur, akademíu friðarrannsókna, vígi þeirra sem vilja tryggja frið og farsæld jarðarbúa? Íslendingar hafa kjörið tækifæri til að láta gott af sér leiða á tímum sem einkennast af óöryggi og ófriði. Það eitt að við erum fyrrverandi nýlenda, fyrrum fátækt þróunarland og afskaplega lítil þjóð gerir okkur fýsilega sáttarsemjara. Svo eigum við efnin nóg. Og við erum vön að láta verkin tala. Hvað með að þróa útrás til friðar og mannúðar? Hvernig væri að geta sér orðstír sem friðelskandi þjóð sem er reiðubúin að leggja fé, kalda skynsemi og heita velvild í því að gera heiminn öruggari? Ýmsar spurningar vakna reyndar um framlag okkar til heimsfriðarins. Var rétt að ljá lið vafasamri herför vesturheimskra hauka til landa sem fóstruðu siðmenninguna í bernsku hennar? Er rétt að afhenda ungum mönnum sem gaman hafa af því að munda byssur friðarvörslu? Eigum við ekki að byggja upp friðinn frekar en að verja hann í herbúningum? Norðmenn hafa lagt áherslu á „peacebuilding“ frekar en „peacekeeping“. Ef þeir geta það þá ennfrekar Íslendingar. Við erum enn minni ógn við heimsfriðinn en fjórar milljónir Norðmanna með sinn her og olíu. Sé sverð þitt stutt þá gakk feti framar, sagði hernaðarþjóðinn Spartverjar. Hvernig væri að ganga fetir framar og fram fyrir skjöldu sem friðarstillar. Nota herstöðina fyrrverandi sem „basa“ fyrir slíkt? Það er svosem ekkert nýtt við þessa hugmynd. Hún er tæplega þrjú þúsund ára gömul. Hebreski þjóðfélagsrýnirinn Jesaja dreymdi í riti sínu um samskipti þjóðanna: „Og þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum“. Kannski getur þessi forni draumur ræst í herstöðinni á Miðnesheiði. Höfundur er prestur og fyrrverandi forsetaritari.

Færslur

SHA_forsida_top

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma …

SHA_forsida_top

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum fyrirlestri Shyams Tekwamis um áhrif …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Um síðustu helgi stóð hópur námsmanna frá ýmsum bæjum og borgum í Englandi og Skotlandi …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari …

SHA_forsida_top

Menning og morðvopn

Menning og morðvopn

eftir Stefán Pálsson formann SHA Birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2007 Á sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn, 14. júní, lögðust þrjú herskip úr þeim flota NATO, sem kallast sem …

SHA_forsida_top

Uppbyggingin

Uppbyggingin

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2007 Nú á dögunum kom …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. …

SHA_forsida_top

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

Frá Félaginu Ísland-Palestína: Félagið Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningarkvöld fimmtudaginn 14. júní …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp …

SHA_forsida_top

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Dagskrá í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 9. júní kl 14.00 - helguð 40 ára hernámi …

SHA_forsida_top

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur og myndasýning á vegum Íslands-Palestínu á afmæli sex daga stríðsins.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2007. Rétt er að geta þess …