BREYTA

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Að vanda var fjölmenni í friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu þrátt fyrir kulda og norðannepju. Ganga fór frá Hlemmi klukkan sex og endaði með útifundi á Ingólfstorgi. Fundarstjóri var Helga Baldvins- og Bjargardóttir, Einar Már Guðmundsson flutti ræðu og söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng í göngunni og við lok fundar undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Ræða Einars Más Guðmundssonar: Góðir áheyrendur! Á hinum myrku tímum fasismans orti Bertolt Brecht hið fræga kvæði Til hinna óbornu. Þar segir:
    Hvílíkir eru þessir tímar, þegar gengur næst glæpi að tala um tré. Því það boðar þögn um svo margar ódáðir. Sá sem gengur þarna rólegur yfir götuna er víst ekki lengur tiltækur vinum sínum sem í nauðum eru staddir. Það er satt: ég vinn ennþá fyrir brauði mínu. En trúið mér: Það er aðeins tilviljun. Ekkert það sem ég geri veitir mér rétt til að eta mig mettan. Af tilviljun er mér hlíft. (Þegar heppni mín dvínar er ég glataður.)
Og síðar í ljóðinu segir:
    Einnig hatrið á svívirðunni afskræmir andlitið. Einnig heiftin vegna óréttlætisins gerir röddina hása Ó, við, sem vildum búa jarðveginn undir vináttu, gátum sjálf ekki verið vingjarnleg. En þegar svo langt verður komið að maður réttir manni hjálparhönd, minnist okkar þá með umburðarlyndi.
Já, minnist okkar þá, því ...
    Um hjarta okkar þvert er hræelduð víglínan dregin og orustan geisar í heitu höfði okkar ...
Þannig orti annað skáld, Sigfús Daðason, um huga okkar andspænis veruleikanum ... eða er það veruleikinn sem stendur andspænis huganum? Nei, við fáum ekki miklar fréttir úr ljóðum, en samt deyja margir á ömurlegan hátt vegna skorts á því sem þar er að finna. Þetta sagði aftur á móti William Carlos Williams, sem ekki var bara skáld heldur líka læknir og vissi því um hvað hann var að tala ... Og okkar skáld, Halldór Laxness, hvað sagði hann? Jú, hann sagði að menn ættu ekki að drepa fleiri en þeir gætu étið. Já, friðarboðskapurinn er margvíslegur. Hjálparhöndin sem Bertolt Brecht talar um hvarf um hríð úr lífi okkar, eða réttara sagt, það var ekki hún sem átti upp á pallborðið á góðæristímum frjálshyggjunnar, í faðmi gróðahyggjunnar, sem stjórnvöld okkar fóstruðu einsog hvítvoðung við brjóst sér – já líktog mannætan á fyrsta farrými í flugvélinni sem sér ekkert bitastætt á matseðlinum og biður um farþegalistann, þannig var auðstétt þess lands afhent þjóðskráin og veð tekið í okkur öllum. Nei, sannarlega átti hjálparhöndin ekki upp á pallborðið, ekki umhyggjan, ekki réttlætið. Þvert á móti fól frjálshyggjan í sér nánast lögboðna sjálfselsku, þetta viðhorf að græða á daginn og grilla á kvöldin ... og að öðru leyti komi okkur þjóðfélagið ekki við. Og alltaf var samkeppnin af hinu góða ... Hvaðan kom þetta góða? ... Frá guði ... Og guð, var hann kannski í Viðskiptaráði með fólkinu sem rændi völdum á Íslandi en biður okkur nú að vera svo kurteis að gleyma fortíðinni? ... Af hverju var ekki samvinnan af hinu góða? ... Og hjálpin! ... Sá dagur þegar maður réttir manni hjálparhönd ... Nei, hjálparhönd auðvaldsins, alþjóðagjaldeyrissjóðsins og valdhafa heimsins felst í því að gleypa allt í heilu lagi og sölsa allt undir sig ... Hið nýliðna góðæri, tímabil frjálshyggjunnar, var líf án ljóðlistar, innihaldslaus eltingaleikur við tómleikann ... við fútsí og nastakk sem voru einsog leirtöflur fjölmiðlanna ... kvöldbæn sem nú er horfin af því að uppeldisgildi hennar er líklega lokið ... þeir sem engin verðmæti skópu hirtu allan gróðann ... en störf allra hinna voru lítils metin ... Um hús íslensku fátæklinganna sem settust að í Ameríku sagði skáldið og vinur minn Bill Holm: „Litla húsið var einsog geimskip á förum frá jörðinni, fermt því besta sem við höfum gefið hvert öðru á síðustu 4000 árum í sögu mannlegrar vitundar. Og ekkert af því var tíu króna virði í hinum harða heimi frjálsrar samkeppni!“ ... Og stríðin sem háð eru snúast um að festa þennan heim í sessi ... þess vegna þurfum við að velta þeim sem honum stjórna úr sessi ... Þeir hafa rænt okkur ... sóað okkar sameiginlegu eignum, verðmætum sem fyrri kynslóðir höfðu skapað, og auðlindum og fyrirtækjum sem við áttum, þessu var öllu sóað; gróðinn var einkavæddur en nú er verið að þjóðnýta tapið ... og gömlu refirnir vilja komast inn um bakdyrnar ... einsog í gömlum kreppurómönum eða einsog segir í Vefaranum mikla frá Kasmír: „Í lok illæranna má alltaf ganga að því vísu að ísmeygilegur longintes með gull í munni læðist inn um bakdyrnar í baunkunum. ... Hann fer utan að því með ákaflega hæverskum orðum hvort ekki muni vera hyggilegra að bánkarnir tæmi fjárhirslur sínar handa fyrirtækjum hans en ríkið verði gjaldþrota ... Hann stingur uppá því með djúpri virðingu fyrir almenningi hvort ekki geti komið til mála að sér mætti leyfast að fara oní vasa hvers mannsbarns á landinu og hnupla þriðjungnum af gildi hverrar krónu ...“ Ívitnun lýkur .... Kreppan sýnir okkur hvert hömlulaus viðskipti og máttur markaðarins leiðir okkar ... Um þetta snerist í raun nýliðin loftslagsráðstefna í Kaupmannahöfn eða um það átti hún að snúast .... þótt enginn nefndi það sínu rétta nafni ... Við þurfum að koma á lýðræðislegu eftirliti með mörkuðum og alþjóðlegri samvinnu í stað þeirrar stórskaðlegu samkeppni sem ríkt hefur ... Á næstu misserum ætlum við að fá stjórnmála og embættismenn sem segja: Samvinna er af hinu góða ... því sá dagur kemur að maður réttir manni hjálparhönd ... Þess vegna er Jesús, afmælisbarn morgundagsins, með okkur í baráttunni, hann sem ruddist inn í kauphöllina og sagði víxlurunum til syndanna .... og er bróðir allra þeirra sem þjást á jörðinni ... og við munum kalla hann til vitnis á meðan við færum heiminn í betra horf ... Ekki tala um stórar þjóðir og litlar þjóðir, útkjálka, heimshorn og jaðra. Miðjan hvílir undir iljum þínum, færist úr stað og eltir þig hvert sem þú ferð. Þetta er hin eðlilega landafræði vegna þessa að við búum á hnetti, og ef þessari eðlilegu landafræði væri fylgt byggjum við í betri heimi og þá væru voldugar og vanmáttugar þjóðir ekki til. Engin Afríka, engin Ameríka, engin Evrópa, engar heimsálfur byggðar á valdahlutföllum. Auðvitað svæðisbundin sérkenni en allar þjóðir sameinaðar. Enginn maður væri ólöglegur. Þá væri hægt að tala um sameinuðu þjóðirnar, ekki bara sem stofnun heldur raunveruleika. Þá væri ekkert Öryggisráð, enginn Alþjóðagjaldeyrissjóður, ekkert NATO. Enginn Georg Bush, enginn Gordon Brown, enginn Geir Haarde, ekki af því að við þyrftum að passa okkur á ráðamönnum sem byrja á bókstafnum G heldur þyrftum við einfaldlega enga ráðamenn. Ekkert G8. Ekkert G20, heldur G192 þar sem allar þjóðir koma að borðinu, ekki bara ríku voldugu þjóðirnar … Þú getur sagt að ég sé draumóramaður, en ég er ekki sá eini. Hér í gamla daga sögðu baráttumennirnir. Við getum ekki flutt byltinguna út en við bönnum engum að fylgja góðu fordæmi. Ef við hættum að elta fjármagnið hættum við að elta vopnin og ofbeldið hverfur. Já, kallið okkur draumóramenn, við erum ekki þau einu.
    Þú sem býrð með eyju í hjartanu og víðáttur geimsins stétt undir iljunum: Réttu mér norðurljósin! Ég ætla að dansa við unglinginn sem heldur á stjörnunum. Við roðflettum myrkrið og afhausum eymdina.
... Ég trúi á annað líf og önnur, að hér og nú sé þar og þá og þar og þá sé hér og nú. Ég trúi á annað líf og önnur, fyrir dauðann og eftir, á framvinduna og fortíðina sem liggur undir koju í káetu heimsins og læðist hjá tollvörðum tímans. ... Þess vegna trúum við á spurningamerkið, á hring lífsins sem er síðasta núllið í síðustu krónunni og ekkert getur bjargað okkur nema öll þessi ef og öll þessi kannski, trúin í trúleysinu og trúleysið í trúnni, amen. Takk fyrir og gleðileg jól!

Færslur

Kænugarður eftir sprengjuregn Rússa

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Við undirritaðir friðarsinnar á Íslandi skorum á leiðtoga evrópskra ríkja að stöðva stríðið í Úkraínu …

kertafleyting_2014

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Leiðtogar Evrópuráðsins koma saman í Reykjavík á sama tíma og blóðugt stríð fer fram í …

1.-maí-kaffi-2

1. maí kaffi SHA 2023

1. maí kaffi SHA 2023

Hitið upp fyrir kröfugönguna með hinu hefðbundna og einkar veglega 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga föstudaginn 28. apríl verður glæsilegur að þessu sinni. Daníel E. Arnarson er frábær …

USA-Rússland

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd tekur til starfa

Ný miðnefnd tekur til starfa

Það var vel mætt á landsfund og málsverð …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Stríðið í Úkraínu hefur reynst vatn á myllu hernaðarsinna og þeirra afla sem telja að …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga krefst þess að samið verði um vopnahlé í stríðinu í Úkraínu án …

SHA_forsida_top

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Föstudaginn 31. mars verður fjáröflunarmálsverður SHA haldinn í Friðarhúsi og um leið verður landsfundur samtakanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, laugardaginn 1. apríl. Dagskrá hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Í tengslum við yfirstandandi stríð í Úkraínu hefur mörgum orðið tíðrætt um mikilvægi þess að …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður að venju síðasta föstudagskvöld í mánuðinum, 24. febrúar að …

SHA_forsida_top

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Mótmælum innrás Rússa í Úkraínu og krefjumst tafarlauss friðar. Mótmæli við rússneska sendiherrabústaðinn, Túngötu 24, …

SHA_forsida_top

Birtingar­mynd sturlunar

Birtingar­mynd sturlunar

Hlutverk Íslendinga er að bera klæði á vopnin Fyrir um þremur áratugum …

Herfer1

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur: Mótmælagöngur og aðgerðir 1960-69 í Friðarhúsi föstudaginn 3. febrúar kl. 18:00-23:00. …