BREYTA

Ræða frá heræfingamótmælum

Garðar Stefánsson, róttæklingur og hagfræðinemi, flutti ræðustúf fyrir framan norska sendiráðið á mótmælum SHA í dag, 14. ágúst. Ræðan birtist hér í heild sinni: Kæru vinir, gardarÉg sem ungur skattgreiðandi - skil ekki þörf íslenskra ráðamanna til að halda heræfingu á Íslandi. Það hefur margt verið sagt og skrifað, en það hefur enginn getað útskýrt fyrir mér af hverju við þurfum að halda flug og sérsveitaræfingu gegn hryðjuverkum. Hverjar eru líkurnar á hryðjuverkum og hvað eru eiginlega hryðjuverk? Sumir íslenskir stjórnmálamenn hafa gengið svo langt að kalla náttúruverndaraðgerðasinna, sem hlekkja sig við vélar og stoppa umferð, hryðjuverkamenn! Er það kannski tilgangur æfingarinnar? Að alþjóðlega NATO sérsveitin æfi sig í kringum virkjanir og álver landsins? Miði hríðskotabyssum á alla þá sem á einhvern hátt hlusta á Bob Marley eða minnast á Ghandi! Hver er þeirra skilgreining á hryðjuverkamönnum? Finnst þeim virkilega náttúrverndaraðgerðasinnar vera hættulegri hryðjuverkamenn en þúsundir manna í herliði Bandaríkjanna sem hafa hlotið heimsfrægð fyrir pyntingar og dráp í Írak? Erum við bara búin að gleyma Íraksstríðinu? Þessi heræfing staðfestir pólítískt dugleysi ríkisstjórnarinnar – sem enn hefur ekki axlað ábyrgð á sínum þætti í Íraksstríðinu, þrátt fyrir stjórnarskiptin í vor. Engin hugfarsbreyting hefur orðið meðal íslenskra ráðamanna heldur virðist áframhaldandi stríðsrekstur vera framundan. Enn fremur blöskrar mér þeir fjármunir sem reiddir eru fram án frekari umræðu eða málalengingar. 45 milljónir! Dýrasta Paintball mót Íslandssögunnar! Hvaða skilaboð eru verið að senda til íslensku þjóðarinnar? Að það sé ekkert mál að reiða fram 45 milljónir fyrir eina heræfingu á sama tíma og framlög til mannréttindaskrifstofu Íslands eru lækkuð úr 8 milljónum í 2! Það þykir mér undarleg forgangsröðun. Að setja “ósýnilega” hryðjuverkógn ofar mannréttindum. Eftir situr hafsjór af ósvöruðum spurningum. Spurningar eins og hvernig eru hryðjuverk skilgreind? Eigum við að fórna mannréttindum til að berjast gegn þessari “hryðjuverkaógn”? Hver er staða mannréttinda á Íslandi? Og hvað í fjáranum borða þessir hermenn eiginlega? Íslenska ríkið greiðir 45 milljónir fyrir uppihald og gistingu fyrir 300 hermenn, 150.000 krónur á mann í uppihald og gistingu! -Eru þessir menn að baða sig í rauðvíni og rjómaís tólf tíma á dag? Er hver einasta lúxussvíta á landinu uppbókuð, og búið að opna reikning á hótelbarnum? Satt best að segja hljómar þetta meira eins og tilgangslaust ferðalag 300 hermanna á kostnað ríkisins og saklauss fólks víða um heim heldur en öryggisráðstöfun. Ekki beint hagstæður Túrismi. Framlag okkar Íslendinga á ekki að snúast um hernaðarbrölt og óhjákvæmileg mannréttindabrot sem slíku fylgir. Það á að snúast um að efla mannréttindi og friðarumleitanir– styðja fórnarlömb árása og flóttafólk, óbreytta borgara. Mikið vildi ég óska þess að ríkisstjórn Íslands tæki á málefnum stríðs, friðar og mannréttinda með reisn. Ríkisstjórn herlauss lands sem hefur svo margt fram að færa.

Færslur

SHA_forsida_top

Fótbolti í friðarhúsi

Fótbolti í friðarhúsi

HM í knattspyrnu stendur nú sem hæst. Ákveðið hefur verið að allir leikir keppninnar frá …

SHA_forsida_top

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

Þann 19. júní 1960 var í fyrsta sinn efnt til Keflavíkurgöngu frá hlið herstöðvarinnar á …

SHA_forsida_top

Stýrihópur Feministafélagsins

Stýrihópur Feministafélagsins

Stýrihópur Feministafélagsins fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Dagskráin á 1.maí

Dagskráin á 1.maí

Fyrsti maí er alltaf stór dagur hjá Samtökum hernaðarandstæðinga. Hið víðfræga morgunkaffi SHA verður haldið …

SHA_forsida_top

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

Fregnir frá hernumdu svæðunum - rabbfundur SHA um Palestínu og Ísrael Miðvikudagskvöldið 28. apríl …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA á 1.maí.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

SHA_forsida_top

1.maí-málsverður í Friðarhúsi

1.maí-málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA, 1.maí.

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK 4. maí í Friðarhúsi kl. 19.00

Opinn félagsfundur MFÍK 4. maí í Friðarhúsi kl. 19.00

Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur fjallar um líf og reynslu flóttamanna út frá ljósmyndasýningunni heima - heiman …

SHA_forsida_top

Athyglisverð könnun

Athyglisverð könnun

„Margan hefur auður apað“, segir í Sólarljóðunum. Ekki er laust við að þessi spakmæli leiti …

SHA_forsida_top

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (VS)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (VS)

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (DÁ)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (DÁ)

SHA_forsida_top

Ólýsanleg grimmd

Ólýsanleg grimmd

Upptakan af drápum bandaríska hersins á íröskum borgurum sem birt var um helgina á uppljóstraravefnum …

SHA_forsida_top

Þétt dagskrá framundan

Þétt dagskrá framundan

Það er margt á döfinni hjá hernaðarandstæðingum næstu daga. Dagskráin hefst föstudagskvöldið 26. mars með …