BREYTA

Ræða frá heræfingamótmælum

Garðar Stefánsson, róttæklingur og hagfræðinemi, flutti ræðustúf fyrir framan norska sendiráðið á mótmælum SHA í dag, 14. ágúst. Ræðan birtist hér í heild sinni: Kæru vinir, gardarÉg sem ungur skattgreiðandi - skil ekki þörf íslenskra ráðamanna til að halda heræfingu á Íslandi. Það hefur margt verið sagt og skrifað, en það hefur enginn getað útskýrt fyrir mér af hverju við þurfum að halda flug og sérsveitaræfingu gegn hryðjuverkum. Hverjar eru líkurnar á hryðjuverkum og hvað eru eiginlega hryðjuverk? Sumir íslenskir stjórnmálamenn hafa gengið svo langt að kalla náttúruverndaraðgerðasinna, sem hlekkja sig við vélar og stoppa umferð, hryðjuverkamenn! Er það kannski tilgangur æfingarinnar? Að alþjóðlega NATO sérsveitin æfi sig í kringum virkjanir og álver landsins? Miði hríðskotabyssum á alla þá sem á einhvern hátt hlusta á Bob Marley eða minnast á Ghandi! Hver er þeirra skilgreining á hryðjuverkamönnum? Finnst þeim virkilega náttúrverndaraðgerðasinnar vera hættulegri hryðjuverkamenn en þúsundir manna í herliði Bandaríkjanna sem hafa hlotið heimsfrægð fyrir pyntingar og dráp í Írak? Erum við bara búin að gleyma Íraksstríðinu? Þessi heræfing staðfestir pólítískt dugleysi ríkisstjórnarinnar – sem enn hefur ekki axlað ábyrgð á sínum þætti í Íraksstríðinu, þrátt fyrir stjórnarskiptin í vor. Engin hugfarsbreyting hefur orðið meðal íslenskra ráðamanna heldur virðist áframhaldandi stríðsrekstur vera framundan. Enn fremur blöskrar mér þeir fjármunir sem reiddir eru fram án frekari umræðu eða málalengingar. 45 milljónir! Dýrasta Paintball mót Íslandssögunnar! Hvaða skilaboð eru verið að senda til íslensku þjóðarinnar? Að það sé ekkert mál að reiða fram 45 milljónir fyrir eina heræfingu á sama tíma og framlög til mannréttindaskrifstofu Íslands eru lækkuð úr 8 milljónum í 2! Það þykir mér undarleg forgangsröðun. Að setja “ósýnilega” hryðjuverkógn ofar mannréttindum. Eftir situr hafsjór af ósvöruðum spurningum. Spurningar eins og hvernig eru hryðjuverk skilgreind? Eigum við að fórna mannréttindum til að berjast gegn þessari “hryðjuverkaógn”? Hver er staða mannréttinda á Íslandi? Og hvað í fjáranum borða þessir hermenn eiginlega? Íslenska ríkið greiðir 45 milljónir fyrir uppihald og gistingu fyrir 300 hermenn, 150.000 krónur á mann í uppihald og gistingu! -Eru þessir menn að baða sig í rauðvíni og rjómaís tólf tíma á dag? Er hver einasta lúxussvíta á landinu uppbókuð, og búið að opna reikning á hótelbarnum? Satt best að segja hljómar þetta meira eins og tilgangslaust ferðalag 300 hermanna á kostnað ríkisins og saklauss fólks víða um heim heldur en öryggisráðstöfun. Ekki beint hagstæður Túrismi. Framlag okkar Íslendinga á ekki að snúast um hernaðarbrölt og óhjákvæmileg mannréttindabrot sem slíku fylgir. Það á að snúast um að efla mannréttindi og friðarumleitanir– styðja fórnarlömb árása og flóttafólk, óbreytta borgara. Mikið vildi ég óska þess að ríkisstjórn Íslands tæki á málefnum stríðs, friðar og mannréttinda með reisn. Ríkisstjórn herlauss lands sem hefur svo margt fram að færa.

Færslur

SHA_forsida_top

SHA heldur á fund Sýslumanns

SHA heldur á fund Sýslumanns

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: .Klukkan 14 í dag, föstudag, munu …

SHA_forsida_top

Hinn eitraði arfur hersetunnar

Hinn eitraði arfur hersetunnar

Í tengslum við lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði hafa verið talsverðar umræður um mengun á herstöðvasvæðunum, …

SHA_forsida_top

Umræðum um SHA haldið áfram

Umræðum um SHA haldið áfram

Í þessari grein heldur Þórarinn Hjartarson áfram þeirri umræðu birt er hér á vefnum undir …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Umræður um hlutverk og framtíð Samtaka herstöðvaandstæðinga

Umræður um hlutverk og framtíð Samtaka herstöðvaandstæðinga

Dagana 15.-20. mars fóru fram í tölvuskeytum allmiklar umræður um hlutverk og framtíð SHA. Þeir …

SHA_forsida_top

Ferðasaga frá fjarlægu landi

Ferðasaga frá fjarlægu landi

Nokkuð er um að vinir og velunnarar Friðarhúss fái þar inni með fundi um ýmis …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð í Friðarhúsi

Jólahlaðborð í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss er að þessu sinni jólahlaðborð með glæsilegum matseðli. Matseðill: Heimalöguð sænsk jólaskinka með …

SHA_forsida_top

MFÍK: Fundur um málefni Vestur-Sahara 15. nóv. kl. 20

MFÍK: Fundur um málefni Vestur-Sahara 15. nóv. kl. 20

MFÍK heldur fund í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 15. nóv. kl. 20 um ástandið í Vestur-Sahara, en …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar um málefni Vestur-Sahara.

SHA_forsida_top

Íslensk stjórnvöld ákærð vegna ábyrgðar þeirra á kjarnorkuvopnaáætlun NATO

Íslensk stjórnvöld ákærð vegna ábyrgðar þeirra á kjarnorkuvopnaáætlun NATO

Belgísku friðarsamtökin Forum voor Vredesactie og Bombspotting hafa í samvinnu við Greenpeace hvatt til þess …

SHA_forsida_top

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Nokkur hópur fólks, sennilega á annað hundrað manns, söfnuðust saman við utanríkisráðuneytið laust fyrir kl. …

SHA_forsida_top

Mótmælum fjöldamorðum Ísraelshers!

Mótmælum fjöldamorðum Ísraelshers!

við komu sendiherra Ísraels í Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg þriðjudag 14. nóv. kl. 10:45.

SHA_forsida_top

Breyting á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga?

Breyting á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga?

Árið 1972 voru Samtök herstöðvaandstæðinga stofnuð. Félagið var reist á grunni Samtaka hernámsandstæðinga sem legið …

SHA_forsida_top

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

Það er eitt og annað á döfinni í Friðarhúsi um þessar mundir. Unnið hefur verið …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Myndin The Chicken Commander eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson sýnd í Friðarhúsi.