BREYTA

Ræða við Minjasafnstjörnina á Akureyri

Ragnheiður Skúladóttir leikstjóri flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri þann 6. ágúst sl. Kæra samferðafólk Við erum hér saman komin til að minnast þess að atómsprengju var varpað á Hiroshima 6. ágúst 1945 kl. 08:15. 80.000 manns dóu þá þegar. Sprengjan hét “Little boy” eða lítill drengur. Þremur dögum síðar var plútóníum sprengju varpað á Nagasaki. Hún hét “Fat man” eða feitur maður. Tölur eru eitthvað á reiki en talið er að á milli 39000 og 80000 manns létust vegna þeirrar sprengingar. Þessi voðaverk mörkuðu upphaf notkunar vopna sem kölluð hafa verið gereyðingarvopn. Ég efast um að sú grýla sem unglingar í dag eru andvaka yfir sé atómsprengjan en það var vissulega tilhugsunin um að slíkri sprengju yrði varpað á Ísland sem hélt mér vöku á yngri árum. Fyrsta heimild um stríðsátök er frá 2700 fyrir krist en gera má ráð fyrir að stríðsátök í einhverri mynd hafi fylgt mannkyni frá því að það byrjaði að skipta sér í ættbálka eða flokka. Það er því barnalegt að ætla sér að útrýma stríði því eins og Susan Sontag segir: “að engum ekki einu sinni friðarsinna detti það til hugar. Hún heldur áfram: Við vonumst aðeins til þess (fram að þessu til einskis) að við getum stöðvað þjóðarmorð og leitt fyrir dóm þá sem brjóta gróflega gegn stríðslögum (því til eru stríðslög sem á að láta stríðsmenn lúta) og bundið enda á einstök stríð með því að knýja fram málamiðlanir í stað vopnaðra átaka.” (þýð. Uggi Jónsson) En hvernig stendur á því á okkar upplýstu tímum að sjálfshatur okkar er svo mikið að við eyðum gáfum okkar færasta vísindafólks í að búa til vopn sem geta úrtrýmt sem flestum okkar á sem skemmstum tíma? Það er áætlað að 75.000.000 hafi látist í síðari heimstyrjöldinni. 75.000.000! Hvernig stendur á því að Ísraelar, þjóð sem missti um 6.000.000 manns í útrýmingarbúðum Hitlers í þessarri sömu heimstyrjöld, reynir viðstöðulaust að útrýma íbúum Gazastrandarinnar? Varhugavert er að vísu að nefna heilar þjóðir í þessu samhengi þar sem það eru í flestum tilfellum öfgafullir, valdasjúkir einstaklingar sem nota sína eigin meðborgara sem mannlega skyldi. Menn og konur sem eru dugleg við að búa til skepnur úr óvinunum, afmennska blásaklaust fólk sem á þá ósk helsta að geta lifað eðlilegan hvunndag. Bandarísk hernaðaryfirvöld viðhöfðu þau orð um Japani að þeir væru nafnlaus massi af skordýrum. Meðalaldur Bandarískra hermanna er 29 ár þar af eru 39% þeirra er tilheyra sjóhernum 18-21 árs. Það er erfitt ef ekki ómögulegt fyrir menn og konur sem náð hafa 35 ára aldri að hefja starfsframa í hernum. Yfirmenn eru eðli málsins samkvæmt í eldri kantinum og þeir yngstu, óbreyttir hermenn, sendir á vígvöllinn af sér eldra fólki. Í fyrri heimstyrjöldinni börðust menn á aldrinum 16-36 ára. Það eru þeir yngstu sem eru byssufóðrið á meðan hinir eldri, sem lifað hafa af fyrri stríð, stýra orustum fjarri vígvellinum. Ungt fólk, komist það lífs af, sem snýr aftur heim, skemmt fyrir lífstíð. Ég lýk máli mínu með því að vitna aftur í Sontag og hennar stórgóðu ritgerð Um sársauka annarra: “Spurningin er: Á hvern viljum við skella skuldinni? Eða svo nákvæmni sé gætt: Á hvern höldum við að við höfum rétt til að skella skuldinni? Börnin í Hiroshima og Nagasaki voru ekki síður saklaus en ungu afrískættuðu Bandaríkjamennirnir (að ógleymdum nokkrum konum) sem voru drepnir og hengir upp í tré í smábæjarsamfélögum Norður Ameríku. Yfir hundrað þúsund óbreyttir borgarar, þrír af hverjum fjórum konur, voru drepnar í sprengjuárás breska flughersins á Dresden að kvöldi 13. febrúar 1945; sjötíu og tvöþúsund óbreyttir borgarar voru brenndir til ösku á fáeinum sekúndum þegar Bandaríkjamenn vörpuðu sprengju sinni á Hiroshima. Svona mætti lengi telja. En einsog áður sagði: Á hvern viljum við skella skuldinni? Hvaða ódæðisverkum úr ólæknanlegri fortíðinni teljum við okkur skylt að beina athygli okkar að á nýjan leik?” (þýð. Uggi Jónsson) Ávarp flutt 6. ágúst 2014 við kertafleytingu á Akureyri þar sem minnst var fórnarlambanna í Hiroshima og Nagasaki 6. og 9. ágúst 1945

Færslur

SHA_forsida_top

Þroskumst sem þjóð

Þroskumst sem þjóð

Eftirfarandi grein eftir Stefán Þorgrímsson birtist í Morgunblaðinu 23. október Við Íslendingar höfum nú fengið …

SHA_forsida_top

Varnir Íslands upp á náð Kínverja?

Varnir Íslands upp á náð Kínverja?

Frétt í Morgunblaðinu 22. október hófst svo: „Íslendingar munu fagna áramótunum með hefðbundnum hætti. Það …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA v. Bretaflugs

Ályktun frá SHA v. Bretaflugs

Samtök hernaðarandstæðinga fagna orðum starfandi utanríkisráðherra um að heimsóknir breskra herþotna verði afþakkaðar á næstunni …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Annar heimur er mögulegur - European Social Forum í Málmey

Annar heimur er mögulegur - European Social Forum í Málmey

Sjá frásögn Guðríðar Sigurbjörnsdóttur og Önnu Sigríðar Hróðmarsdóttur á vef MFÍK: www.mfik.is/European%20Social%20Forum%202008.htm …

SHA_forsida_top

Fundur um „European Social Forum“

Fundur um „European Social Forum“

Opinn félagsfundur MFÍK þriðjudaginn 7. október kl. 19 í Friðarhúsinu (á horni Njálsgötu og …

SHA_forsida_top

Málsverður, föstudagskvöld

Málsverður, föstudagskvöld

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 3. október. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina og …

SHA_forsida_top

Stjórn Friðarhúss fundar

Stjórn Friðarhúss fundar

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

SHA_forsida_top

Evrópski samfélagsvettvangurinn í Malmö 17.-21. september

Evrópski samfélagsvettvangurinn í Malmö 17.-21. september

Dagana 17. til 21. september síðastliðinn var fimmti Evrópski samfélagsvettvangurinn (Europan Social Forum - …

SHA_forsida_top

Málsverðurinn frestast!

Málsverðurinn frestast!

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss sem vera átti í dag, föstudag, frestast um viku vegna veikinda. Ný dagsetning …

SHA_forsida_top

Komum taumhaldi á vopnin

Komum taumhaldi á vopnin

Amnesty International hefur undanfarin fimm ár staðið að herferðinni „Komum taumhaldi á vopni“ ásamt samtökunum …

SHA_forsida_top

Málsverðurinn frestast!

Málsverðurinn frestast!

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss sem vera átti á morgun, föstudag, frestast um viku vegna veikinda. Ný dagsetning …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Hinir feykivinsælu fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hefjast á ný n.k. föstudagskvöld, 26. september. Systa sér um …

SHA_forsida_top

Gagnflaugakerfið og „virka utanríkisstefnan“

Gagnflaugakerfið og „virka utanríkisstefnan“

eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 12. september Ein glórulausasta hervæðingarárátta …