BREYTA

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

Fregnir frá hernumdu svæðunum - rabbfundur SHA um Palestínu og Ísrael Miðvikudagskvöldið 28. apríl kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Gestur fundarins, Sigríður Víðis Jónsdóttir blaðamaður, er vel að sér um samskipti Ísraels og Palestínu og er nýkomin úr ferð um svæðið. Hún mun ræða um upplifun sína af hernáminu, aðskilnaðarmúrnum, landtökubyggðunum og ástandinu í Hebron. Meðal þess sem hún kynnti sér í ferðinni voru verkefni sem Rauði kross Íslands hefur stutt og ísraelsku samtökin Machsom Watch, sem fylgjast með framferði hersins og fræða samlanda sína um stöðu mála. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. * * * Samtök hernaðarandstæðinga bjóða að venju upp á þétta dagskrá á 1. maí, sem að þessu sinni ber upp á laugardegi. Hið víðfræga morgunkaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11 og stendur fram að göngu verkalýðsfélaganna. Verðið er það sama og frá myntbreytingu, 500 kr. Um kvöldið verður svo fjáröflunarmálsverður Friðarhúss með verkalýðsívafi. (Athugið að málsverðurinn er að þessu sinni haldinn á laugardegi en ekki föstudegi.) Matseldin verður á mexíkóskum nótum og miðnefndarfólk stýrir pottum og pönnum. Boðið verður upp á skemmtiatriði og Ármann Jakobsson flytur hugvekju í tilefni dagsins. Borðhald hefst að venju kl. 19. Verð 1.500 kr.

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Okkur hefur borist yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar sem lauk 26. mars og getið var hér. …

SHA_forsida_top

Nú er lag

Nú er lag

Eftirfarandi grein eftir gamlan félaga okkar í Samtökum herstöðvaandstæðinga, Sævar Sigbjarnarson frá Rauðholti, birtist …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fagnar fregnum af fyrirhugaðri brottför bandaríska hersins frá Íslandi. Sagan hefur þegar …

SHA_forsida_top

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í heimsókn í Bretlandi. Ekki verður sagt að henni …

SHA_forsida_top

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir var í Friðarhúsi að kvöldi 30. mars og var haft að orði að ekki …

SHA_forsida_top

Nýtt efni á Friðarvefnum

Nýtt efni á Friðarvefnum

Ályktun frá SHA Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars Ályktun þingflokks VG um …

SHA_forsida_top

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs: 30. mars 2006 Það …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi. Fundurinn er öllum opinn.

SHA_forsida_top

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Þingmaður heimsækir Alcoa John P. Murtha heitir þingmaður í fulltrúadeild bandaríska þingsins. Hann er …

SHA_forsida_top

30. mars

30. mars

Þann 30. mars 1949 var innganga Íslands í NATO samþykkt á Alþingi. Friðarsinnar hafa upp …

SHA_forsida_top

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Nú um helgina, 23.-26. mars, var haldin fjórða Kaíró-ráðstefnan. Þessar ráðstefnur hafa verið haldnar árlega …

SHA_forsida_top

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Ein af þversögnum nútímafjölmiðla er sú staðreynd að þótt fréttatímum og umræðuþáttum um þjóðmál fjölgi …

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Þegar við fögnum því að herinn sé líklega á förum er rétt að hafa í …

SHA_forsida_top

Fundur í stjórn Friðarhúss

Fundur í stjórn Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar. Á dagskrá er m.a. undirbúningur aðalfundar.