BREYTA

Ráðherra efast um eldflaugar í A-Evrópu

Við sögðum frá því hér á Friðarvefnum 9. desember að utanríkisráðherrar NATO hefðu samþykkt á fundi sínum í Bussel 2.-3. desember að styðja gagnflaugaáætlun Bandaríkjanna, en slíkur stuðningur var reyndar líka samþykktur á leiðtogafundi NATO í Búkarest apríl 2008, sem forsætis- og utanríkisráðherrar Íslands sátu. Það er fagnaðarefni að í Fréttablaðinu 29, desember er haft eftir aðstoðarmanni utanríkisráðherra, Kristrúnu Heimisdóttur, að Ísland sé í hópi þeirra ríkja sem hafi lýst yfir efasemdum um málið:
    „Utanríkisráðherra hefur ekki stutt þetta mál og Ísland var í hópi þeirra ríkja sem lögðu áherslu á að þessir samningar fengu ekki stóran sess í yfirlýsingunni frá Brussel, en rétt er að halda til haga að utanríkisráðherra sótti þann fund ekki." Ingibjörg Sólrún sat þó fundinn í Búkarest í vor þar sem sams konar yfirlýsing var samþykkt og fulltrúi Íslands skrifaði undir yfirlýsinguna í Brussel. „Við höfum skipað okkur í lið með Norðmönnum, Þjóðverjum og fleiri þjóðum sem hafa lýst yfir efasemdum um þessi mál," segir Kristrún. Hún segir aðferðafræðina sem að baki eldflaugavörnunum býr ekki treysta sameiginlegt öryggi í Evrópu og víðar. „Utanríkisráðherra hefur aldrei skipað sér í flokk þeirra sem vilja magna, í orðum eða verki, kaldastríðsnálgun gagnvart Rússlandi."
Þessu ber að fagna, þótt ekki verði horft framhjá því að yfirlýsingarnar í Búkarest og Brussel voru sameiginlegar yfirlýsingar allra NATO-ríkjanna. Þótt það sé góðra gjalda vert að þetta sé haft eftir aðstoðarmanni utanríkisráðherra í blaðafrétt, þá þurfum við öllu ákveðnari yfirlýsingu frá utanríkisráðherra. Snemma í október var lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga þriggja þingmanna Vinstri grænni svohljóðandi:
    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggjast eindregið gegn áformum Bandaríkjanna og eftir atvikum NATO um að koma upp eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu. Skal þessari afstöðu komið skýrt til skila á vettvangi NATO og annars staðar þar sem við á í alþjóðasamstarfi. Jafnframt ályktar Alþingi að Ísland beiti sér fyrir því með virkum hætti að gildandi samningar um afvopnun eða takmörkun vígbúnaðar verði virtir. Eru þar einkum mikilvægir ABM-samningurinn um takmörkun gagneldflauga og gegn vígbúnaði í geimnum, samningurinn um takmörkun hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu og NPT-samningurinn um bann við frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna, sér í lagi 6. gr. samningsins sem kveður á um kjarnorkuafvopnun.
Tillagan hefur ekki enn komið til umræðu í þinginu, en vert væri að flýta afgreiðslu hennar þannig að utanríkisráðherra hefði í höndunum ályktun Alþingis. Hún yrði ráðherranum ómetanlegur stuðningur í andstöðunni við gagnflaugaáætlun bandaríkjanna og NATO. Frétt Fréttablaðsins Þingsályktunartillagan

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Vísindaferð í Friðarhúsi?

Vísindaferð í Friðarhúsi?

Friðarhús er frátekið þennan dag v. vís.ferðar háskólanema.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK verður haldinn þann 30. janúar kl. 19:00 í Friðarhúsinu (á horni Snorrabrautar og …

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Friðarhús er opið á löngum laugardegi. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni í dag.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn 26. janúar

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn 26. janúar

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn (World Social Forum) er að þessu sinni ekki stór samkoma á …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Ísafirði

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Ísafirði

Í tólfta sinn var farin friðarganga á Þorláksmessu á Ísafirði. Þátttakendum hefur fjölgað ár frá …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Akureyri

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Akureyri

Blysför gegn stríði var farin í sjöunda sinn í röð á Akureyri á Þorláksmessu kl. …

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn og Samtök hernaðarandstæðinga óska landsmönnum árs og friðar

Friðarvefurinn og Samtök hernaðarandstæðinga óska landsmönnum árs og friðar

Því miður hafa vonir um heim án styrjalda og stríðsæsinga, án vígtóla og gegndarlausra hernaðarútgjalda, …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu

Hér gefur að líta ávarp Höllu Gunnarsdóttur blaðamanns, sem flutt var á Ingólfstorgi í lok …

SHA_forsida_top

Stóri sannleikur varnarmálanna

Stóri sannleikur varnarmálanna

eftir Einar Ólafsson Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 20. desember, en var send …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Samstarfshópur Friðarhreyfinga efnir til friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði

Friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði

Íslenskir friðarsinnar munu að venju standa að friðargöngum á Þorláksmessu. Tilkynnt hefur verið um friðargöngur …