BREYTA

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

WAWtoptableweb 1. desember var haldin í London alþjóðleg ráðstefna hernaðaraandstæðinga. 1200 manns sóttu ráðstefnuna og fulltrúar frá 26 löndum ávörpuðu hana. Það voru bresku samtökin Stop the War Coalition sem stóðu fyrir ráðstefnunni, en þau voru stofnuð í september 2001 og hafa staðið í fararbroddi ásamt bandarískum friðarsamtökum gegn stríðsæsingum og aðgerðum Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra. Fulltrúar á ráðstefnunni samþykktu að stuðla að mótmælaaðgerðum um allan heim gegn hernámi Íraks og Afganistans og stríðshótunum gagnvart Íran dagana 15.-22. mars 2008 í tilefni af því að 19.-20. mars verða liðin fimm ár frá innrásinni í Írak. Hvatt er til að undirbúningur verði hafinn sem fyrst. Stop the War Coalition ákvað fyrir sitt leyti að stefna að aðgerðum laugardaginn 15. mars 2008. Sjá frétt á heimasíðu Stop the War Coalition. Sjá myndbandsupptökur af ræðum og ávörpum. Á ráðstefnunni var samþykkt eftirfarandi ályktun (sjá enskan texta):
    „Þessi ráðstefna, sem sótt er af fulltrúum frelsishreyfinga og hreyfinga friðar, stríðsandstöðu og andheimsvaldastefnu víðs vegar um heim, lýsir yfir andstöðu sinni við hið „endalausa stríð“ Bandaríkjastjórnar gegn ríkjum, þjóðum og hreyfingum hvarvetna á jörðinni. Við andæfum íhlutun Bandaríkanna og bandamanna þeirra í sjálfstæð ríki og höldum fram rétti allra þjóða til sjálfsákvörðunar. Við styðjum alla þá sem berjast fyrir friði og gegn heimsvaldastefnu. Sérstaklega krefjumst við: Að tafalaust verði bundinn endir á hið ólöglega hernámi Íraks, sem hefur valdið dauða hundruða þúsunda og hrakið milljónir manns á flótta, að allt erlent herlið verði þegar dregið til baka og íraska þjóðin og fulltrúar henni fái fullt fullveldi. Að hætt verði hverskyns undirbúningi að árás á Íran og því heitið að öll deilumál verði leyst algerlega eftir diplómatískum leiðum. Að erlent herlið verði dregið til baka frá Afganistan og afgönsku þjóðinni leyft að ákveða framtíð sína. Að palestínsku þjóðinni verði tryggt réttlæti og að endir verði bundinn á árásarstefnu Ísraels í Mið-Austurlöndum. Að bundinn verði endir á áætlanir Bandaríkjanna um eldflugavarnir og að öll ríki taki virkan þátt í að hamla gegn kjarnorkuvopnum. Við lýsum yfir samstöðu með öllum sem berjast fyrir friði, félagslegu réttlæti og sjálfsákvörðunrétti um allan heim, og við skuldbinum okkur til að styrkja einingu okkar og þróa ný form samstarfs. Þess vegna lýsum við því yfir að dagur innrásarinnar í Írak verði aðgerðadagur um allan heim til stuðnings kröfunum: GEGN ÁRÁS Á ÍRAN og ERLENDUR HER BURT ÚR ÍRAK og AFGANISTAN. Við skorum á allar hreyfingar gegn stríði að skipuleggja fjöldamótmæli og aðgerðir þann dag.“

Færslur

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Kertafleyting á Tjörninni í Reykjavík og á Akureyri miðvikudagskvöldið 6.ágúst 2014. Frá árinu 1985 hafa …

SHA_forsida_top

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Ástandið í heimsmálunum sumarið 2014 er sérlega viðsjárvert og hefur ekki verið ófriðvænlegra í langan …

SHA_forsida_top

Jafn réttur til að drepa?

Jafn réttur til að drepa?

Auður Lilja Erlingsdóttir á sæti í miðnefnd SHA. Greinin birtist áður á vefritinu Knúz. …

SHA_forsida_top

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Söngvaskáldið og aðgerðasinninn Hörður Torfason er hernaðarandstæðingum að góðu kunnur. Hann brást við nýlegu ákalli …

SHA_forsida_top

Mótmælum drápunum á Gaza!

Mótmælum drápunum á Gaza!

Félagið Ísland-Palestína efnir til mótmælafundar á Lækjartorgi mánudaginn 14. júlí kl. 17. Þar gefst almenningi …

SHA_forsida_top

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, mun í kvöld fimmtudagskvöldið 10. júlí hafa umsjón …

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn uppi á ný

Friðarvefurinn uppi á ný

Eins og dyggir lesendur Friðarvefsins hafa vafalítið tekið eftir, hefur verið mikið ólag á vefnum …

SHA_forsida_top

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Landsfundur SHA lýsir furðu á …

SHA_forsida_top

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar með yfirskriftinni „Friðarborgin Reykjavík? - Hver er afstaða framboðanna …

SHA_forsida_top

Fáfróðir vilja stríð

Fáfróðir vilja stríð

Í gegnum tíðina hafa íslenskir friðarsinnar lengi haldið því fram að einhver besta leiðin til …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2014

1. maí kaffi SHA 2014

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi er kokkur aprílmánaðar í málsverðinum föstudagskvöldið 25. apríl. Matseðillinn er ekki af …

SHA_forsida_top

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Hinn 11. apríl sendum við bréfið hér að neðan til ritstjórnar Knuz.is og báðum um …

SHA_forsida_top

Ályktun um NATÓ

Ályktun um NATÓ

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Áætlað er að á þessu …

SHA_forsida_top

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum þessa grein til birtingar. Nú er hafið efnahagslegt …