BREYTA

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

WAWtoptableweb 1. desember var haldin í London alþjóðleg ráðstefna hernaðaraandstæðinga. 1200 manns sóttu ráðstefnuna og fulltrúar frá 26 löndum ávörpuðu hana. Það voru bresku samtökin Stop the War Coalition sem stóðu fyrir ráðstefnunni, en þau voru stofnuð í september 2001 og hafa staðið í fararbroddi ásamt bandarískum friðarsamtökum gegn stríðsæsingum og aðgerðum Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra. Fulltrúar á ráðstefnunni samþykktu að stuðla að mótmælaaðgerðum um allan heim gegn hernámi Íraks og Afganistans og stríðshótunum gagnvart Íran dagana 15.-22. mars 2008 í tilefni af því að 19.-20. mars verða liðin fimm ár frá innrásinni í Írak. Hvatt er til að undirbúningur verði hafinn sem fyrst. Stop the War Coalition ákvað fyrir sitt leyti að stefna að aðgerðum laugardaginn 15. mars 2008. Sjá frétt á heimasíðu Stop the War Coalition. Sjá myndbandsupptökur af ræðum og ávörpum. Á ráðstefnunni var samþykkt eftirfarandi ályktun (sjá enskan texta):
    „Þessi ráðstefna, sem sótt er af fulltrúum frelsishreyfinga og hreyfinga friðar, stríðsandstöðu og andheimsvaldastefnu víðs vegar um heim, lýsir yfir andstöðu sinni við hið „endalausa stríð“ Bandaríkjastjórnar gegn ríkjum, þjóðum og hreyfingum hvarvetna á jörðinni. Við andæfum íhlutun Bandaríkanna og bandamanna þeirra í sjálfstæð ríki og höldum fram rétti allra þjóða til sjálfsákvörðunar. Við styðjum alla þá sem berjast fyrir friði og gegn heimsvaldastefnu. Sérstaklega krefjumst við: Að tafalaust verði bundinn endir á hið ólöglega hernámi Íraks, sem hefur valdið dauða hundruða þúsunda og hrakið milljónir manns á flótta, að allt erlent herlið verði þegar dregið til baka og íraska þjóðin og fulltrúar henni fái fullt fullveldi. Að hætt verði hverskyns undirbúningi að árás á Íran og því heitið að öll deilumál verði leyst algerlega eftir diplómatískum leiðum. Að erlent herlið verði dregið til baka frá Afganistan og afgönsku þjóðinni leyft að ákveða framtíð sína. Að palestínsku þjóðinni verði tryggt réttlæti og að endir verði bundinn á árásarstefnu Ísraels í Mið-Austurlöndum. Að bundinn verði endir á áætlanir Bandaríkjanna um eldflugavarnir og að öll ríki taki virkan þátt í að hamla gegn kjarnorkuvopnum. Við lýsum yfir samstöðu með öllum sem berjast fyrir friði, félagslegu réttlæti og sjálfsákvörðunrétti um allan heim, og við skuldbinum okkur til að styrkja einingu okkar og þróa ný form samstarfs. Þess vegna lýsum við því yfir að dagur innrásarinnar í Írak verði aðgerðadagur um allan heim til stuðnings kröfunum: GEGN ÁRÁS Á ÍRAN og ERLENDUR HER BURT ÚR ÍRAK og AFGANISTAN. Við skorum á allar hreyfingar gegn stríði að skipuleggja fjöldamótmæli og aðgerðir þann dag.“

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning Feministafélagsins

Bókmenntakynning Feministafélagsins

SHA_forsida_top

Njósnað um gest SHA!

Njósnað um gest SHA!

Martyn Lowe, bókavörður, friðarsinni og aktívisti, verður gestur á félagsfundi SHA miðvikudaginn 26. október …

SHA_forsida_top

Málsverður frestast

Málsverður frestast

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa yfirleitt verið haldnir síðasta föstudagskvöld í mánuði. Næstu tvö skiptin verður breyting …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar í Friðarhúsi. Tilefnið er …

SHA_forsida_top

Ríkisfang: Ekkert

Ríkisfang: Ekkert

Opinn félagsfundur MFÍK verður í Friðarhúsi miðvikudaginn 19. október kl. 19.00. Sigríður Víðis Jónsdóttir mun …

SHA_forsida_top

Málþing í þágu friðar

Málþing í þágu friðar

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar: Á morgun laugardaginn 15. október verður …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

Samtök hernaðarandstæðinga og MFÍK efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, mánudagskvöldið 10. október …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Þann 26. sept var haldinn á Akureyri aðalfundur hjá Norðurlandsdeild SHA sem jafnframt var opinn …

SHA_forsida_top

Mannlegt friðarmerki, 2. október

Mannlegt friðarmerki, 2. október

2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi og hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað daginn baráttunni fyrir tilveru …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. september. Kokkar kvöldsins …

SHA_forsida_top

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir félagsfundi á Akureyri sk. mánudagskvöld. Umræðuefnið var „Nýja Nató og þátttaka …

SHA_forsida_top

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Vakin er athygli á mótmælastöðu Íslands-Palestínu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna fimmtudaginn 22.september klukkan 17:00. Elva …

SHA_forsida_top

Farsinn í héraðsdómi

Farsinn í héraðsdómi

Mánudaginn 19. september kl. 15 hefst næsti þáttur í farsanum Ákæruvaldið gegn Lalla sjúkraliða. …

SHA_forsida_top

Hiroshima

Hiroshima

(Ljóð þetta var flutt á kertafleytingu friðarsinna á Egilsstöðum í ágúst sl.) Og enn þann …

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …