BREYTA

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

WAWtoptableweb 1. desember var haldin í London alþjóðleg ráðstefna hernaðaraandstæðinga. 1200 manns sóttu ráðstefnuna og fulltrúar frá 26 löndum ávörpuðu hana. Það voru bresku samtökin Stop the War Coalition sem stóðu fyrir ráðstefnunni, en þau voru stofnuð í september 2001 og hafa staðið í fararbroddi ásamt bandarískum friðarsamtökum gegn stríðsæsingum og aðgerðum Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra. Fulltrúar á ráðstefnunni samþykktu að stuðla að mótmælaaðgerðum um allan heim gegn hernámi Íraks og Afganistans og stríðshótunum gagnvart Íran dagana 15.-22. mars 2008 í tilefni af því að 19.-20. mars verða liðin fimm ár frá innrásinni í Írak. Hvatt er til að undirbúningur verði hafinn sem fyrst. Stop the War Coalition ákvað fyrir sitt leyti að stefna að aðgerðum laugardaginn 15. mars 2008. Sjá frétt á heimasíðu Stop the War Coalition. Sjá myndbandsupptökur af ræðum og ávörpum. Á ráðstefnunni var samþykkt eftirfarandi ályktun (sjá enskan texta):
    „Þessi ráðstefna, sem sótt er af fulltrúum frelsishreyfinga og hreyfinga friðar, stríðsandstöðu og andheimsvaldastefnu víðs vegar um heim, lýsir yfir andstöðu sinni við hið „endalausa stríð“ Bandaríkjastjórnar gegn ríkjum, þjóðum og hreyfingum hvarvetna á jörðinni. Við andæfum íhlutun Bandaríkanna og bandamanna þeirra í sjálfstæð ríki og höldum fram rétti allra þjóða til sjálfsákvörðunar. Við styðjum alla þá sem berjast fyrir friði og gegn heimsvaldastefnu. Sérstaklega krefjumst við: Að tafalaust verði bundinn endir á hið ólöglega hernámi Íraks, sem hefur valdið dauða hundruða þúsunda og hrakið milljónir manns á flótta, að allt erlent herlið verði þegar dregið til baka og íraska þjóðin og fulltrúar henni fái fullt fullveldi. Að hætt verði hverskyns undirbúningi að árás á Íran og því heitið að öll deilumál verði leyst algerlega eftir diplómatískum leiðum. Að erlent herlið verði dregið til baka frá Afganistan og afgönsku þjóðinni leyft að ákveða framtíð sína. Að palestínsku þjóðinni verði tryggt réttlæti og að endir verði bundinn á árásarstefnu Ísraels í Mið-Austurlöndum. Að bundinn verði endir á áætlanir Bandaríkjanna um eldflugavarnir og að öll ríki taki virkan þátt í að hamla gegn kjarnorkuvopnum. Við lýsum yfir samstöðu með öllum sem berjast fyrir friði, félagslegu réttlæti og sjálfsákvörðunrétti um allan heim, og við skuldbinum okkur til að styrkja einingu okkar og þróa ný form samstarfs. Þess vegna lýsum við því yfir að dagur innrásarinnar í Írak verði aðgerðadagur um allan heim til stuðnings kröfunum: GEGN ÁRÁS Á ÍRAN og ERLENDUR HER BURT ÚR ÍRAK og AFGANISTAN. Við skorum á allar hreyfingar gegn stríði að skipuleggja fjöldamótmæli og aðgerðir þann dag.“

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …