BREYTA

Raunir lygarans

Munið samkomuna í Austurbæ mánudagskvöldið 19. mars! * * * Grein þessi birtist í Dagfara, tímariti SHA, sem út kom í mars 2007. Hið klassíska vandamál lygarans er að þurfa að muna öll þau ósannindi sem hann lætur sér um munn fara. Hverju laug hann, hvenær og að hverjum? Lökustu lygararnir eru hinir minnislausu, sem freistast til að breyta frásögn sinni í sífellu. Þeir fara undan í flæmingi, verða margsaga og að viðundrum þegar saga málsins er rifjuð upp. Málflutningur Framsóknarflokksins á fjórum árum sem liðin eru frá upphafi Íraksstríðsins ber öll merki hins lélega lygara. Frá því að þáverandi formaður Framsóknarflokksins ákvað í samvinnu við kollega sinn úr Sjálfstæðisflokknum, að lýsa yfir stuðningi við innrás Bandaríkjamanna, hafa Framsóknarmenn verið á flótta og reynt að endurrita söguna eftir því sem hentar hverju sinni. Um þessar mundir reyna leiðtogar Framsóknarflokksins einkum að halda sig við tvær útgáfur af sögunni. Annars vegar er það túlkun Guðna Ágústssonar varaformanns, að listi “staðfastra stuðningsþjóða stríðsins” hafi verið raunverulegur – en að bandarískir ráðamenn hafi sett nafn Íslands á hann í heimildarleysi. Hins vegar er það skýring formannsins, Jóns Sigurðssonar, sem segir að ekki hafi verið um neinn formlegan lista stuðningsþjóða að ræða. Þess í stað hafi birst merkingarlaus fréttatilkynning á heimasíðu Hvíta hússins, með upptalningu á nöfnum nokkurra ríkja, sem ekki hafi neitt sérstakt gildi. Götin í þessari röksemdafærslu eru slík að erfitt er að vita hvar skal byrja. Ef við ímyndum okkur í augnablik að þeir Guðni og Jón segi rétt frá, hlyti það að kalla á hörð viðbrögð íslenskra stjórnvalda ef meint vinaþjóð Íslendinga, Bandaríkin, sendu upplogna tilkynningu um stuðning við hernaðaraðgerðir. Eðlileg viðbrögð væru þau að vekja athygli alþjóðasamfélagsins á þessum blekkingum og krefja Bandaríkjastjórn skýringa. Auðvitað var ekki um neina slíka sviksemi að ræða, enda þrættu foringjar íslensku ríkisstjórnarinnar aldrei fyrir það á vordögum 2003 að leitað hefði verið eftir formlegum stuðningi Íslendinga. Stuðningslistinn alræmdi var margoft ræddur í aðdraganda Alþingiskosninganna 2003. Stjórnarflokkarnir voru harðlega gagnrýndir fyrir að setja Ísland á listann, en þeir svöruðu því til að stríðið væri óhjákvæmilegt og að sannanir um gereyðingavopnaframleiðslu Íraka ættu eftir að koma í ljós. Þegar þessar umræður eru rifjaðar upp kemur glöggt í ljós hversu fráleitur uppspuni formanns og varaformanns Framsóknarflokksins er nú. En var stuðningsþjóðalistinn raunverulegt fyrirbæri – eða bara merkingarlaus fréttatilkynning sem engum orðum er eyðandi í? Í bandarísku forsetakosningunum 2004 var meðal annars tekist á um listann, þar sem John Kerry frambjóðandi Demókrata hæddist að því hversu fáar “öflugar vinaþjóðir Bandaríkjanna” þar væri að finna. Bush forseti reyndi að malda í móinn og benti á að Kerry hefði gleymt Póllandi. Þau ummæli urðu fleyg, en voru fremur talin forsetanum til háðungar. Eftir stendur að foerseti Bandaríkjanna og mótframbjóðandi hans töldu báðir að listinn hefði raunverulegt gildi þegar komið var vel fram á árið 2004. Í umræðum um stuðningsyfirlýsinguna dæmalausu, grípur ríkisstjórnin oft til þeirra raka að fráleitt sé að afturkalla stuðninginn – og raunar óframkvæmanlegt. Gegn því má benda á að ráðamenn í Kosta Ríka álpuðust til að lýsa stuðningi við stríðsreksturinn, en urðu afturreka með þá ákvörðun þegar andstaða heima fyrir og ströng lagaákvæði reyndust standa í veginum. Í september 2004 óskaði Kosta Ríka-stjórn eftir því að vera tekið af stuðningslistanum og varð Hvíta húsið við þeirri beiðni. Stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnar Íslands við innrásina í Írak var raunveruleg. Bandaríkjastjórn sóttist eftir samþykki hérlendra ráðamanna og fékk það. Auðvitað sögðu Bandaríkjamenn ekki alla söguna um tilefni og tilgang stríðsins, en það gátu allir séð í gegnum sem á annað borð kærðu sig um það. Staðreyndin er sú að það ekkert að koma á óvart við stuðningsyfirlýsinguna frá 2003. Hún er í rökréttu samhengi við þá utanríkisstefnu sem Íslendingar hafa fylgt á undanförnum áratugum. Megineinkenni hennar er blindur stuðningur við hernaðarhagsmuni Bandaríkjanna og NATO, hvar sem er í heiminum. Þessi afstaða á sér margslungnar skýringar, þar á meðal efnahagslegar og stjórnmálalegar. Einn veigamesti þátturinn var þó lengi vel herstöðin á Miðnesheiði og áhugi íslenskra valdhafa að tryggja sem mest umsvif hennar með tilheyrandi hermangi. Með brottför hersins sl. haust jukust því líkurnar á að Íslendingar muni á komandi árum geta myndað sér sjálfstæða utanríkisstefnu og sleppi takinu á pilsfaldi risaveldisins. Að tryggja að svo verði er eitt stærsta og brýnasta verkefni íslenskra stjórnmála. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Ávarp flutt af Bjarna E. Guðleifssyni á Ráðhústorginu á Akureyri í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Ávarp flutt af Bjarna E. Guðleifssyni á Ráðhústorginu á Akureyri í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Góðir tilheyrendur. Stundum er hugtökum best lýst með andstæðum eða andheitum sínum. Andstæða ljóss er …

SHA_forsida_top

Vísindaferð HÍ

Vísindaferð HÍ

Vísindaferð háskólanema í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir hernaðarandstæðingar standa fyrir friðargöngum á Þorláksmessu líkt og undanfarin ár. Í Reykjavík verður gengið …

SHA_forsida_top

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Samkvæmt fjárlögum 2009 er gert ráð fyrir að tæplega einn og hálfur milljarður fari í …

SHA_forsida_top

Bulletin á netinu

Bulletin á netinu

Bulletin of the Atomic Scientists er líklega kunnasta og virtasta tímarit heims á sviði afvopnunarmála. …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum og fagnar gagnflaugakerfi Bandaríkjanna

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum og fagnar gagnflaugakerfi Bandaríkjanna

Utanríkisráðherra Íslands var á annasömu ferðalagi í byrjun desember. Dagana 4. til 5. desember sat …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK, 13.desember

Bókmenntakynning MFÍK, 13.desember

Hin árvissa bókmenntakynning MFÍK verður haldin laugardaginn 13. des. n.k. kl. 14 í MÍR-salnum Hverfisgötu …

SHA_forsida_top

Glæsileg menningardagskrá

Glæsileg menningardagskrá

Það verður boðið upp á vandaða menningardagskrá á fjáröflunarmálsverði og fullveldishátíð SHA n.k. föstudag (sjá …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 28. nóvember n.k. Matseðillinn verður venju fremur glæsilegur, enda um …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Vísindaferð SHA

Vísindaferð SHA

Háskólastúdentar í vísindaferð í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Í dag, 17. nóvember, var í níunda sinn lagt fram á Alþingi frumvarp um friðlýsingu …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Nú miðnefnd SHA var kjörinn á landsráðstefnu þann 15. nóvember. Hana skipa: Aðalmenn: Auður Lilja …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - I

Ályktanir landsráðstefnu SHA - I

Ályktun landsráðstefnu SHA, 15. nóvember 2008, um málefni Atlantshafsbandalagsins: Næstkomandi vor verða liðin 60 ár …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - II

Ályktanir landsráðstefnu SHA - II

Ályktun um breskar herþotur og "loftrýmisgæslu": Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 15. nóvember, fagnar því …