BREYTA

Reykjanesbær hyggst ekki komast yfir kjarnorkuvopn

43808 Reykjanesbaer kjarnorka Eftirfarandi frétt birtist í Víkurfréttum 11. jan. 2006, sjá: http://vf.is/frettir/numer/29830/default.aspx „Íbúar Reykjanesbæjar geta sofið rólegir því Böðvar Jónsson, forseti bæjarráðs, upplýsti það á síðasta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ að sveitarfélagið hygðist ekki koma sér upp kjarnorkuvopnum. Til snarpra orðaskipta kom á fundinum vegna afgreiðslu meirihluta bæjarráðs á erindi Samtaka herstöðvarandstæðinga um að Reykjanesbær lýsi sveitarfélagið opinberlega kjarnorkuvopnalaust svæði, líkt og bæjaryfirvöld í Vogum gerðu nýverið. Á fundi bæjarráðs síðla í desember lá fyrir erindi frá Samtökum herstöðvarandstæðinga þess efnis að Reykjanesbær slæist í hóp „hinna friðlýstu sveitarfélaga á Íslandi sem hafa friðlýst sín svæði fyrir kjarnorkuvopnum og krafist útrýmingar allra slíkra vopna í heiminum,“ eins og segir í tillögunni. Afgreiðsla bæjarráð fór á þann veg að samþykkt var með þremur atkvæðum meirihlutans að vísa erindinu til afgreiðslu Utanríkisráðuneytisins. Guðbrandur Einarsson, A-lista, greiddi atkvæði á móti þeirri afgreiðslu og Eysteinn Jónsson (A) sat hjá. Guðbrandur tók málið til umfjöllunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og kvað þessa afstöðu meirihlutans með öllu óskiljanlega þar sem fjölmörg sveitarfélög vítt og breitt um landið hefðu gefið út slíkar yfirlýsingar. Böðvar Jónsson varð til svara fyrir meirihlutann og sagði það einfaldlega ekki í verkahring bæjaryfirvalda að gefa út yfirlýsingar sem þessar þar sem það hlyti að falla undir utanríkisstefnu landsins. Þess vegna hefði erindinu verið vísað til Utanríkisráðuneytisins. „Ég get hins vegar upplýst það hér, ef mönnun líður eitthvað betur, að Reykjanesbær á engin kjarnorkuvopn, hefur ekki átt og hyggst ekki koma sér upp slíkum vopnum,“ sagði Böðvar. Þá vitum við það.“

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning Feministafélagsins

Bókmenntakynning Feministafélagsins

SHA_forsida_top

Njósnað um gest SHA!

Njósnað um gest SHA!

Martyn Lowe, bókavörður, friðarsinni og aktívisti, verður gestur á félagsfundi SHA miðvikudaginn 26. október …

SHA_forsida_top

Málsverður frestast

Málsverður frestast

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa yfirleitt verið haldnir síðasta föstudagskvöld í mánuði. Næstu tvö skiptin verður breyting …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar í Friðarhúsi. Tilefnið er …

SHA_forsida_top

Ríkisfang: Ekkert

Ríkisfang: Ekkert

Opinn félagsfundur MFÍK verður í Friðarhúsi miðvikudaginn 19. október kl. 19.00. Sigríður Víðis Jónsdóttir mun …

SHA_forsida_top

Málþing í þágu friðar

Málþing í þágu friðar

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar: Á morgun laugardaginn 15. október verður …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

Samtök hernaðarandstæðinga og MFÍK efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, mánudagskvöldið 10. október …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Þann 26. sept var haldinn á Akureyri aðalfundur hjá Norðurlandsdeild SHA sem jafnframt var opinn …

SHA_forsida_top

Mannlegt friðarmerki, 2. október

Mannlegt friðarmerki, 2. október

2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi og hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað daginn baráttunni fyrir tilveru …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. september. Kokkar kvöldsins …

SHA_forsida_top

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir félagsfundi á Akureyri sk. mánudagskvöld. Umræðuefnið var „Nýja Nató og þátttaka …

SHA_forsida_top

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Vakin er athygli á mótmælastöðu Íslands-Palestínu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna fimmtudaginn 22.september klukkan 17:00. Elva …

SHA_forsida_top

Farsinn í héraðsdómi

Farsinn í héraðsdómi

Mánudaginn 19. september kl. 15 hefst næsti þáttur í farsanum Ákæruvaldið gegn Lalla sjúkraliða. …

SHA_forsida_top

Hiroshima

Hiroshima

(Ljóð þetta var flutt á kertafleytingu friðarsinna á Egilsstöðum í ágúst sl.) Og enn þann …

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …