BREYTA

Reykjanesbær hyggst ekki komast yfir kjarnorkuvopn

43808 Reykjanesbaer kjarnorka Eftirfarandi frétt birtist í Víkurfréttum 11. jan. 2006, sjá: http://vf.is/frettir/numer/29830/default.aspx „Íbúar Reykjanesbæjar geta sofið rólegir því Böðvar Jónsson, forseti bæjarráðs, upplýsti það á síðasta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ að sveitarfélagið hygðist ekki koma sér upp kjarnorkuvopnum. Til snarpra orðaskipta kom á fundinum vegna afgreiðslu meirihluta bæjarráðs á erindi Samtaka herstöðvarandstæðinga um að Reykjanesbær lýsi sveitarfélagið opinberlega kjarnorkuvopnalaust svæði, líkt og bæjaryfirvöld í Vogum gerðu nýverið. Á fundi bæjarráðs síðla í desember lá fyrir erindi frá Samtökum herstöðvarandstæðinga þess efnis að Reykjanesbær slæist í hóp „hinna friðlýstu sveitarfélaga á Íslandi sem hafa friðlýst sín svæði fyrir kjarnorkuvopnum og krafist útrýmingar allra slíkra vopna í heiminum,“ eins og segir í tillögunni. Afgreiðsla bæjarráð fór á þann veg að samþykkt var með þremur atkvæðum meirihlutans að vísa erindinu til afgreiðslu Utanríkisráðuneytisins. Guðbrandur Einarsson, A-lista, greiddi atkvæði á móti þeirri afgreiðslu og Eysteinn Jónsson (A) sat hjá. Guðbrandur tók málið til umfjöllunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og kvað þessa afstöðu meirihlutans með öllu óskiljanlega þar sem fjölmörg sveitarfélög vítt og breitt um landið hefðu gefið út slíkar yfirlýsingar. Böðvar Jónsson varð til svara fyrir meirihlutann og sagði það einfaldlega ekki í verkahring bæjaryfirvalda að gefa út yfirlýsingar sem þessar þar sem það hlyti að falla undir utanríkisstefnu landsins. Þess vegna hefði erindinu verið vísað til Utanríkisráðuneytisins. „Ég get hins vegar upplýst það hér, ef mönnun líður eitthvað betur, að Reykjanesbær á engin kjarnorkuvopn, hefur ekki átt og hyggst ekki koma sér upp slíkum vopnum,“ sagði Böðvar. Þá vitum við það.“

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

SHA_forsida_top

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Keith McHenry, stofnandi samtakanna Food Not Bombs, heldur fund í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, …

SHA_forsida_top

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Að vanda var fjölmenni í friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu þrátt fyrir kulda og norðannepju. …

SHA_forsida_top

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Á Þorláksmessu var gengið til friðar niður Laugaveginn í Reykjavík í þrítugasta sinn. Þar flutti …

SHA_forsida_top

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Félagið Ísland-Palestína efnir til fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 sunnudaginn 27. desember kl. 16. …

SHA_forsida_top

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til blysfarar niður Laugaveginn á Þorláksmessu á hverju ári undanfarna þrjá …

SHA_forsida_top

Kongen og de to smedene

Kongen og de to smedene

Norski fræðimaðurinn Fredrik Heffermehl hefur skrifað talsvert um störf norsku Nóbelsnefndarinnar á liðnum áratugum og …

SHA_forsida_top

Obama og friðarverðlaunin

Obama og friðarverðlaunin

Obama Bandaríkjaforseti hefur nú bæst í hóp furðulegra ákvarðanna norsku Nóbelsnefndarinnar sem útnefnir friðarverðlaunahafa. Að …

SHA_forsida_top

Engar herstöðvar suður með sjó

Engar herstöðvar suður með sjó

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um hernaðarmannvirki: Landsráðstefna SHA …

SHA_forsida_top

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um málefni Varnarmálastofnunnar: Landsráðstefna …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um aðildina að NATO: …

SHA_forsida_top

Fundur um Wiki-leaks

Fundur um Wiki-leaks

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.