BREYTA

Reykjanesbær hyggst ekki komast yfir kjarnorkuvopn

43808 Reykjanesbaer kjarnorka Eftirfarandi frétt birtist í Víkurfréttum 11. jan. 2006, sjá: http://vf.is/frettir/numer/29830/default.aspx „Íbúar Reykjanesbæjar geta sofið rólegir því Böðvar Jónsson, forseti bæjarráðs, upplýsti það á síðasta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ að sveitarfélagið hygðist ekki koma sér upp kjarnorkuvopnum. Til snarpra orðaskipta kom á fundinum vegna afgreiðslu meirihluta bæjarráðs á erindi Samtaka herstöðvarandstæðinga um að Reykjanesbær lýsi sveitarfélagið opinberlega kjarnorkuvopnalaust svæði, líkt og bæjaryfirvöld í Vogum gerðu nýverið. Á fundi bæjarráðs síðla í desember lá fyrir erindi frá Samtökum herstöðvarandstæðinga þess efnis að Reykjanesbær slæist í hóp „hinna friðlýstu sveitarfélaga á Íslandi sem hafa friðlýst sín svæði fyrir kjarnorkuvopnum og krafist útrýmingar allra slíkra vopna í heiminum,“ eins og segir í tillögunni. Afgreiðsla bæjarráð fór á þann veg að samþykkt var með þremur atkvæðum meirihlutans að vísa erindinu til afgreiðslu Utanríkisráðuneytisins. Guðbrandur Einarsson, A-lista, greiddi atkvæði á móti þeirri afgreiðslu og Eysteinn Jónsson (A) sat hjá. Guðbrandur tók málið til umfjöllunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og kvað þessa afstöðu meirihlutans með öllu óskiljanlega þar sem fjölmörg sveitarfélög vítt og breitt um landið hefðu gefið út slíkar yfirlýsingar. Böðvar Jónsson varð til svara fyrir meirihlutann og sagði það einfaldlega ekki í verkahring bæjaryfirvalda að gefa út yfirlýsingar sem þessar þar sem það hlyti að falla undir utanríkisstefnu landsins. Þess vegna hefði erindinu verið vísað til Utanríkisráðuneytisins. „Ég get hins vegar upplýst það hér, ef mönnun líður eitthvað betur, að Reykjanesbær á engin kjarnorkuvopn, hefur ekki átt og hyggst ekki koma sér upp slíkum vopnum,“ sagði Böðvar. Þá vitum við það.“

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr NATÓ strax!

Ísland úr NATÓ strax!

eftir Rúnar Sveinbjörnsson Samkvæmt mínum upplýsingum eru 13 Íslendingar nú að störfum hjá Nató í …

SHA_forsida_top

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Eftir Jan Öberg framkvæmdastjóra Transnational Foundation for Peace and Future Reasearch, Lundi 31. júlí …

SHA_forsida_top

Eftirlit NATO – nei takk!

Eftirlit NATO – nei takk!

Frá því Ísland gerðist aðili að NATO 30. mars 1949 hefur nokkur breyting orðið á …

SHA_forsida_top

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Samkvæmt fréttum Stöðvar tvö nú undir kvöldið hefur verið hætt við að fara fram á …

SHA_forsida_top

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Það er ekki oft sem Friðarvefurinn eða Samtök hernaðarandstæðinga sjá ástæðu til að taka undir …

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum NATO-ríkjanna Noregs, Danmerkur, Bandaríkjanna, Lettlands og Íslands sem ætlunin er …

SHA_forsida_top

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Frá Saving Iceland, 24. 7. 2007 TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU Málmur frá Rio Tinto-ALCAN …

SHA_forsida_top

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Fréttatilkynning 22. júlí, 2007 SAVING ICELAND: REYKJAVÍKURBORG, HÆTTIÐ AÐ STYÐJA VOPNAIÐNAÐINN OG STÓRIÐJU. BORÐI Á …

SHA_forsida_top

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Í Morgunblaðinu í dag, 19. júlí, er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem …

SHA_forsida_top

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson er látinn. Við minnumst Baldvins sem eins merkasta leikara og leikstjóra hér á …

SHA_forsida_top

Ótrúleg bráðabirgðalög

Ótrúleg bráðabirgðalög

Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 14. júlí. Eina skynsamlega skýringin sem ég hef heyrt …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga hittist og undirbýr kertafleytingu á Tjörninni.

SHA_forsida_top

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag eru nú 13 hermenn í Afganistan á vegum Íslands. …