BREYTA

Reykjanesbær hyggst ekki komast yfir kjarnorkuvopn

43808 Reykjanesbaer kjarnorka Eftirfarandi frétt birtist í Víkurfréttum 11. jan. 2006, sjá: http://vf.is/frettir/numer/29830/default.aspx „Íbúar Reykjanesbæjar geta sofið rólegir því Böðvar Jónsson, forseti bæjarráðs, upplýsti það á síðasta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ að sveitarfélagið hygðist ekki koma sér upp kjarnorkuvopnum. Til snarpra orðaskipta kom á fundinum vegna afgreiðslu meirihluta bæjarráðs á erindi Samtaka herstöðvarandstæðinga um að Reykjanesbær lýsi sveitarfélagið opinberlega kjarnorkuvopnalaust svæði, líkt og bæjaryfirvöld í Vogum gerðu nýverið. Á fundi bæjarráðs síðla í desember lá fyrir erindi frá Samtökum herstöðvarandstæðinga þess efnis að Reykjanesbær slæist í hóp „hinna friðlýstu sveitarfélaga á Íslandi sem hafa friðlýst sín svæði fyrir kjarnorkuvopnum og krafist útrýmingar allra slíkra vopna í heiminum,“ eins og segir í tillögunni. Afgreiðsla bæjarráð fór á þann veg að samþykkt var með þremur atkvæðum meirihlutans að vísa erindinu til afgreiðslu Utanríkisráðuneytisins. Guðbrandur Einarsson, A-lista, greiddi atkvæði á móti þeirri afgreiðslu og Eysteinn Jónsson (A) sat hjá. Guðbrandur tók málið til umfjöllunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og kvað þessa afstöðu meirihlutans með öllu óskiljanlega þar sem fjölmörg sveitarfélög vítt og breitt um landið hefðu gefið út slíkar yfirlýsingar. Böðvar Jónsson varð til svara fyrir meirihlutann og sagði það einfaldlega ekki í verkahring bæjaryfirvalda að gefa út yfirlýsingar sem þessar þar sem það hlyti að falla undir utanríkisstefnu landsins. Þess vegna hefði erindinu verið vísað til Utanríkisráðuneytisins. „Ég get hins vegar upplýst það hér, ef mönnun líður eitthvað betur, að Reykjanesbær á engin kjarnorkuvopn, hefur ekki átt og hyggst ekki koma sér upp slíkum vopnum,“ sagði Böðvar. Þá vitum við það.“

Færslur

SHA_forsida_top

SHA heldur á fund Sýslumanns

SHA heldur á fund Sýslumanns

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: .Klukkan 14 í dag, föstudag, munu …

SHA_forsida_top

Hinn eitraði arfur hersetunnar

Hinn eitraði arfur hersetunnar

Í tengslum við lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði hafa verið talsverðar umræður um mengun á herstöðvasvæðunum, …

SHA_forsida_top

Umræðum um SHA haldið áfram

Umræðum um SHA haldið áfram

Í þessari grein heldur Þórarinn Hjartarson áfram þeirri umræðu birt er hér á vefnum undir …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Umræður um hlutverk og framtíð Samtaka herstöðvaandstæðinga

Umræður um hlutverk og framtíð Samtaka herstöðvaandstæðinga

Dagana 15.-20. mars fóru fram í tölvuskeytum allmiklar umræður um hlutverk og framtíð SHA. Þeir …

SHA_forsida_top

Ferðasaga frá fjarlægu landi

Ferðasaga frá fjarlægu landi

Nokkuð er um að vinir og velunnarar Friðarhúss fái þar inni með fundi um ýmis …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð í Friðarhúsi

Jólahlaðborð í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss er að þessu sinni jólahlaðborð með glæsilegum matseðli. Matseðill: Heimalöguð sænsk jólaskinka með …

SHA_forsida_top

MFÍK: Fundur um málefni Vestur-Sahara 15. nóv. kl. 20

MFÍK: Fundur um málefni Vestur-Sahara 15. nóv. kl. 20

MFÍK heldur fund í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 15. nóv. kl. 20 um ástandið í Vestur-Sahara, en …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar um málefni Vestur-Sahara.

SHA_forsida_top

Íslensk stjórnvöld ákærð vegna ábyrgðar þeirra á kjarnorkuvopnaáætlun NATO

Íslensk stjórnvöld ákærð vegna ábyrgðar þeirra á kjarnorkuvopnaáætlun NATO

Belgísku friðarsamtökin Forum voor Vredesactie og Bombspotting hafa í samvinnu við Greenpeace hvatt til þess …

SHA_forsida_top

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Nokkur hópur fólks, sennilega á annað hundrað manns, söfnuðust saman við utanríkisráðuneytið laust fyrir kl. …

SHA_forsida_top

Mótmælum fjöldamorðum Ísraelshers!

Mótmælum fjöldamorðum Ísraelshers!

við komu sendiherra Ísraels í Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg þriðjudag 14. nóv. kl. 10:45.

SHA_forsida_top

Breyting á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga?

Breyting á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga?

Árið 1972 voru Samtök herstöðvaandstæðinga stofnuð. Félagið var reist á grunni Samtaka hernámsandstæðinga sem legið …

SHA_forsida_top

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

Það er eitt og annað á döfinni í Friðarhúsi um þessar mundir. Unnið hefur verið …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Myndin The Chicken Commander eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson sýnd í Friðarhúsi.