BREYTA

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

Steinunn Þóra Árnadóttir flutti ræðu fyrir framan danska sendiráðið í gær. Hún fylgir hér á eftir: Kæru félagar, Yfirleitt er ánægjulegt að fara í gönguferðir um miðbæjarsvæðið á blíðviðrisdögum. Það þarf þó sérdeilis mikla Pollýönnu-lund til þess að finna eitthvað við tilefni gönguferðar okkar í dag sem talist getur gleðiefni. Enn einu sinni eru haldnar hér heræfingar, æfingar sem klæddar eru í fallegan búning með fagurgala um það að við séum að „sýna hæfni okkar til að vinna saman“ eins og haft er eftir Thomas F. Hall aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Fréttablaðinu í dag. Enn einu sinni er orðskrúð og áhersla á tæknileg útfærsluatriði notuð til að drepa umræðunni á dreyf. Fjöldi þyrlna og orustuþotna sem taka þátt í darraðadansinum eru tíunduð, sem og það hvernig loftbardagar – án byssuskota! – verða sviðsettir. Allri umræðu er vísvitandi haldið á tæknilegum nótum en það að einskorða alla umfjöllun við tæknileg atriði og framkvæmd á tæknilegum hlutum losar einmitt ráðamenn að miklum hluta undan því að fjalla um þær beinu afleiðingar sem stríð og hernaður – sem eru einmitt þættir nátengdir heræfingum – hafa í för með sér. Eins og það að fólk sé drepið, heimili lögð í rúst og stoðkerfi samfélaga brotin niður. Á þetta höfum við friðarsinnar bent áratugum saman – en alltaf skulu fylgismenn hernaðarhyggjunnar vera samir við sig og halda umræðunni fjarri hinum raunverulegu afleiðingum vígbúnaðarins . Nú sem endranær mótmælum við þessu vopnabrölti og minnum á það að aðrar og heilbrigðari leiðir eru færar í alþjóðasamvinnu en þær að æfa um leið manndráp og limlestingar. Ef ráðamenn skortir hugmyndir um það hvernig best sé að bera að sig að í slíkum samskiptum erum við boðin og búin til ráðlegginga. Kære amerikanske, nordiske og baltiske gæster. Vi Islendinger har lenge sagt med stolt at vi er en nation uden militær. Det beder vi jer om at respektere og holde jeres våben borte fra os. Vi vil gjerne arbejde sammen med jer, men kun i civile omgivelser og uden at træne på samme gang drab og vold mod andre mennesker. Hvis I ikke kan finde ud af det må vi venligst bede jer om at holde jer væk.

Færslur

SHA_forsida_top

1949 - Austurvöllur - 2019

1949 - Austurvöllur - 2019

Sjötíu ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið í skjóli …

SHA_forsida_top

Ályktun um Gólanhæðir

Ályktun um Gólanhæðir

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga 2019 fordæmir þau áform Bandaríkjastjórnar að viðurkenna innlimun Gólanhæða í Ísrael. Allt …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður SHA í friðarhúsi verður föstudagskvöldið 29. mars. Mikið stendur til enda daginn eftir 70 …

SHA_forsida_top

Góður gestur á landsfundi SHA

Góður gestur á landsfundi SHA

Dr. Edward Horgan er gestur landsfundar SHA á laugardag. Hann er lykilmaður í PANA, írsku …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Laugardaginn 23. mars verður landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn í Friðarhúsi og hefst kl. 11. Á …

SHA_forsida_top

Hvatningarbréf til þingmanna

Hvatningarbréf til þingmanna

Kæri þingmaður Til hamingju með það verkefni sem þér hefur verið falið að sitja á …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúar er stuttur mánuður og málsverðurinn lendir að þessu sinni á föstudagkvöldinu 22. feb. Kokkarnir …

SHA_forsida_top

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins umræðufundar um Venesúela þriðjudagskvöldið 19. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga varar eindregið við öllum áformum hernaðaríhlutun í Venesúela og fordæmir ákvörðun ríkja …

SHA_forsida_top

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir einhliða uppsögn Bandaríkjastjórnar á INF-samkomulaginu um takmörkun kjarnorkuvopna sem hefur stuðlað …

SHA_forsida_top

Miðnefnd

Miðnefnd

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Loksins, eftir alltof langa bið, er Friðarvefur Samtaka hernaðarandstæðinga kominn í loftið á ný. Síðan …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA 2018-19

Miðnefnd SHA 2018-19

Á landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga þann 26. mars síðastliðinn var ný miðnefnd kjörin, líkt og lög …

SHA_forsida_top

Hvalamorðingjar háloftanna?

Hvalamorðingjar háloftanna?

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum þeim sem fylgdust með fréttum að …

SHA_forsida_top

Fréttayfirlit

Fréttayfirlit