BREYTA

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

eftir Magnús Má Guðmundsson formann Ungra jafnaðarmanna Magnús Már Guðmundsson, form. Ungra jafnaðarmanna Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. mars og á vef Ungra jafnaðarmanna, Politik.is, 19. mars. Um miðjan febrúar árið 2003 vildi Tony Blair að vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fengu lengri tíma til að sinna starfi sínu í Írak. Nokkrum dögum síðar sagði Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlitsnefndar SÞ, að Írakar sýndu raunveruleg merki um samvinnu. Í framhaldinu fór hann fram á að vopnaeftirlitsmenn fengu nokkra mánuði til viðbótar við störf sín í landinu. Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra sagði á Alþingi 3. mars að hann undirstrikaði nauðsyn þess að ályktanir SÞ héldu annars væri hætta á að öryggishlutverk samtakanna yrði dregið niður og að lokum myndu SÞ verða fyrir álitshnekkjum. Skömmu fyrir innrásina Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 7. mars sagði Mohamed El Baradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, að engar vísbendingar hefðu komið fram um að Írakar hefðu endurnýjað kjarnorkuvopnaáætlun sína. Stuttu síðar sagði hann stofnuna þurfa ,,tvo til þrjá mánuði til viðbótar til þess að geta slegið því föstu að Írakar vinni ekki, og hafi ekki unnið, að þróun kjarnorkuvopna.” George Bush, Tony Blair og José María Aznar, þáverandi forsætisráðherra Spánar, hittust og funduðu á Azoreyjum 17. mars. Þar gaf Bandaríkjaforseti SÞ sólarhringsfrest til að ákveða hvort samtökin styddu stríð gegn Írak undir forystu Bandaríkjanna. Skömmu síðar sagðist Davíð Oddsson styðja yfirlýsinguna. Stuðningur Íslands við stríðið var ákveðin af tveimur mönnum sem sýndi og sýnir ótrúlega vanvirðingu þeirra manna gagnvart lýðræði í landinu og um leið sinni eigin þjóð. Þetta var gert án þess að utanríkismálanefnd Alþingis kæmi saman, en nefndin á að vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um ,,meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum.” Ef stuðningur við stríð er ekki meiri háttar utanríkismál – hvað er þá meiri háttar utanríkismál? Skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma þann 20. mars hófst stríð í Írak. SÞ og alþjóðasamfélaginu sýnd vanvirðing Ísland var og er á lista sem gengur þvert gegn samþykktum alþjóðasamfélagsins, heimilaði aðgerðir sem ekki voru studdar af Sameinuðu þjóðunum og tóku ekki mið af upplýsingum manna eins og Hans Blix og Mohamed El Baradei. Hvað sem fólki finnst um SÞ og það hversu svifaþung samtökin geta verið þá geta þjóðir, líkt og þjóðirnar á lista hinna viljugu gerðu, ekki hegðað sér á þennan hátt. Það er óábyrgt. Með þessum gjörningi sýndu Íslendingar í samvinnu við félaga okkar á listanum Sameinuðu þjóðunum og alþjóðasamfélaginu í heild sinni gífurlega vanvirðingu og um leið drógu við úr áhrifamætti SÞ. Hroki Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna Kofi Annan, þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fullyrti um miðjan september 2004 að árásarstríðið í Írak hefði ekki verið í samræmi við stofnsáttmála SÞ og væri í því ljósi ólöglegt. Ákvörðun sem þessa væri ekki hægt að taka fram hjá öryggisráði SÞ. Í framhaldinu sagðist Halldór Ásgrímsson ekki hafa skipt um skoðun hvað varðaði lögmæti innrásarinnar í Írak þrátt fyrir yfirlýsingu aðalritara SÞ. Halldór sagði að fólk ætti ekki að vera að ,,dvelja svona mikið við fortíðana eins og er verið að gera” og sagði hann jafnframt að það ætti frekar að horfa til framtíðar. Varðandi gjöreyðingarvopnin sagðist Halldór hafa orðið ,,a.m.k. fyrir miklum vonbrigðum” með að upplýsingar sem hann hafði haft undir höndum hafi ekki verið réttar. Í byrjun árs 2005 kom í ljós í könnun sem Gallup framkvæmdi að 84% Íslendinga voru á móti því að við séum á lista hinna viljugu þjóða. Davíð Oddsson skildi ekkert í því að Gallup skyldi spyrja ,,svona” og taka þátt í ,,uppþoti stjórnarandstöðunnar”. Þáverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, reyndi að gera lítið úr lista hinna vilju og sagði listann ekki skipta máli. Siv Friðleifsdóttir reyndi einnig að draga úr mikilvægi lista hinna viljugu og sagði aukinheldur að nú væri aðeins uppbyggingin eftir og að ,,fólk ekki átta sig á því.” Uppbyggingin eftir. Er það raunin? Hvernig er ástandið í Írak í dag? Ekkert lát virðist vera á óöldinni í Írak og sífellt fleirum verður ljóst hvaða hörmungar stríðið hefur kallað yfir írösku þjóðina. Samt sem áður stendur Sjálfstæðisflokkurinn fast á því að stuðningur við innrásina hafi verið réttur. Afstaða Framsóknarflokksins er óljós en Jón Sigurðsson formaður flokksins hefur farið ófáa hringi í málinu eftir að hann kom fram á sjónarsviðið sem handvalinn eftirmaður Halldórs Ásgrímssonar sl. sumar. Hinir staðföstu stríðsandstæðingar Um þessar mundir eru liðin fjögur ár frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja þeirra í Írak hófst með formlegum stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar. Mánudagskvöldið 19. mars kl. 20 munu hinir staðföstu stríðsandstæðingar efna til baráttusamkomu í Austurbæ þar sem allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Þar verður innrásinni mótmælt og þess krafist að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð vegna hins svívirðilega stuðnings við hið ólöglega árásarstríð. Ungir jafnaðarmenn tilheyra hinum staðföstu stríðsandstæðingum.

Færslur

SHA_forsida_top

About Us - Basic

About Us - Basic

How We Got Started Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Lorem quam, …

SHA_forsida_top

Amazing standard post

Amazing standard post

In varius varius justo, eget ultrices mauris rhoncus non. Morbi tristique, mauris eu imperdiet bibendum, …

SHA_forsida_top

Skömmin

Skömmin

Tíu ár eru um þessar mundir frá innrásinni í Írak. Innrásin og vargöldin sem braust …

SHA_forsida_top

Auctor consectetur ligula gravida

Auctor consectetur ligula gravida

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Morbi vitae dui et nunc ornare vulputate …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf, eignarhaldsfélags Friðarhússins á Njálsgötu 87, verður haldið sunnudaginn 17. mars kl. …

SHA_forsida_top

Ambrose Redmoon

Ambrose Redmoon

SHA_forsida_top

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna verður haldinn hátíðlegur þann 8. mars. Samtök hernaðarandstæðinga eru samkvæmt venju meðal …

SHA_forsida_top

Málsverður, 1. mars

Málsverður, 1. mars

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður að þessu sinni haldinn föstudagskvöldið 1. mars að Njálsgötu 87. Kokkurinn að …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. janúar. Matseld verður að þessu sinni í höndum stjórnarkvenna …

SHA_forsida_top

Friðargöngur í Reykjavík, Ísafirði og Akureyri

Friðargöngur í Reykjavík, Ísafirði og Akureyri

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu í rúmlega þrjá áratugi. Óhætt …

SHA_forsida_top

Ályktun um kjarnorkufriðlýsingu

Ályktun um kjarnorkufriðlýsingu

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA sl. sunnudag: Á dögunum fjölgaði enn í hópi …

SHA_forsida_top

Ályktun um herflugsæfingar

Ályktun um herflugsæfingar

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA sl. sunnudag: Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Ályktun um Nató og alþjóðamál

Ályktun um Nató og alþjóðamál

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA sl. sunnudag: Tólf ár eru liðin frá …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA var kjörin á landsfundi samtakanna í dag, sunnudaginn 2. desember. Hana skipa: …

SHA_forsida_top

Landsfundarhelgi SHA + málsverður

Landsfundarhelgi SHA + málsverður

Samtök hernaðarandstæðinga standa í stórræðum um þessa helgi. Föstudagskvöldið 30. nóvember verður fáröflunarmálsverðurinn mánaðarlegi. Glæsilegt …