BREYTA

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

kana300706 Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður bréf Valgerðar Sverrisdóttur til utanríkisráðherra Ísraels frá 28. júlí. Þess má geta að þingflokkur Vinstrigrænna hefur farið fram á fund í utanríkismálanefnd og verður hann haldinn á morgun, 2. ágúst. Ríkisstjórn Íslands hefur sent utanríkisráðherra Ísraels bréf þar sem Ísraelsstjórn er hvött til að „leita leiða“ til að láta af árásum í Líbanon þegar í stað. Í mörgum fjölmiðlum hefur verið vísað í bréfið á þann hátt að það sé mjög harðort og í fréttum Sjónvarps sl. föstudag sagði Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra að ef til vill væri nokkuð „langt gengið“ með þessu bréfi. Ekki veit ég í hvaða heimi ríkisstjórn Íslands lifir og þar með talinn utanríkisráðherrann. Ísraelsstjórn hefur stundað stórfelld mannréttindabrot um áratugaskeið, haldið heilli þjóð hernuminni og umlukið hana kynþáttamúrum, brotið gegn ákvæðum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna, margoft ráðist inn í grannríkin, nú síðast í Líbanon með þeim afleiðingum að ein milljón manna er komin á vergang, mörg hundruð manns, flestir óbreyttir borgarar drepnir, sjúkrahús, samgöngumannvirki, vatnsveitur og skólar jafnaðir við jörðu, samdóma álit að með þessu séu framdir stórfelldir stríðsglæpir; allt þetta og ríkisstjórn Íslands vill að Ísraelar "leiti leiða" til að stöðva stríðsglæpina og telur að þar með gangi hún hugsanlega of langt! Í bréfi Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra er uppi sama framsetningin og Bandaríkjastjórn og sú ísraelska leggja mest upp úr: „Réttur“ Ísraels til að verja sig. Þessi „réttur“ er rækilega tíundaður í hinu „harðorða“ bréfi. Hvergi er minnst á „rétt“ Palestínumanna, hvorki til að verja sig né hafa sjálfsforræði yfir eigin málum. Nýkjörin stjórn Palestínu hefur þannig ekki fengið leyfi til að starfa, þingmenn og ráðherrar verið fangelsaðir af ísraelska hernámsliðinu, skatttekjum haldið frá lýðræðislega kjörinni stjórn þannig að hún hefur ekki getað rekið velferðarþjónustu og aðra samfélagsþjónustu. Allt þetta og utanríkisráðherra Íslands á varla nógu sterk orð til að lýsa vináttu Íslands í garð Ísraelsríkis og leyfir sér þar í ofanálag að segja í þessu samhengi að „aldrei (sé) einum að kenna þegar tveir deila“, eins og Valgerður Sverrisdóttir gerði í viðtali við Sjónvarpið þegar bréfið „harðorða“ var til umfjöllunar í fréttum. Nei, utanríkisráðherrann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hafa gengið of langt með bréfi sínu til ísraelskra stjórnvalda. Ríkisstjórnin mætti hins vegar ganga lengra og sýna í verki vilja Íslands til að koma þegar í stað á vopnahléi. Í nýlegri samþykkt þingflokks VG er hvatt til þess, að með hliðsjón af ályktun Sameinuðu þjóðanna númer 377, verði óskað eftir því að Allsherjarþing SÞ verði kvatt saman til að setja fram kröfu um tafarlaust vopnahlé. Ályktun 377 á rúmlega hálfrar aldar sögu og er upphaflega runnin undan rifjum Bandaríkjamanna um miðja síðustu öld, til þess að komast fram hjá neitunarvaldi Sovétmanna í Öryggisráði SÞ. Ákvæðinu hefur verið beitt nokkrum sinnum, en frægast varð þegar Bandaríkjastjórn hafði forgöngu um að kalla Allsherjarþingið saman árið 1956 eftir að Bretar og Frakkar höfðu beitt neitunarvaldi í Suez-stríðinu. Þá samþykkti Allsherjarþingið kröfu á hendur innrásarherjum Breta, Frakka og Ísraela um tafarlausan brottflutning innrásarherja þeirra frá Egyptalandi. Þessi samþykkt myndaði svo mikinn þrýsting alþjóðlega og heima fyrir að innrásarherirnir höfðu sig á brott. Það er á valdi allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna að óska eftir því að Allsherjarþingið komi saman á grundvelli ályktunar 377. Ríkisstjórn Íslands á að gera þetta. Þá mun enginn velkjast í vafa um að alvara er á bak við kröfuna um tafarlaust vopnahlé og stöðvun stríðsglæpanna í Líbanon og Palestínu. Sjá fleiri greinar á ogmundur.is Mynd: Frá fjöldamorðunum í Kana 30. júlí 2006 http://72.232.207.82/~lebanon/

Færslur

Kænugarður eftir sprengjuregn Rússa

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Við undirritaðir friðarsinnar á Íslandi skorum á leiðtoga evrópskra ríkja að stöðva stríðið í Úkraínu …

kertafleyting_2014

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Leiðtogar Evrópuráðsins koma saman í Reykjavík á sama tíma og blóðugt stríð fer fram í …

1.-maí-kaffi-2

1. maí kaffi SHA 2023

1. maí kaffi SHA 2023

Hitið upp fyrir kröfugönguna með hinu hefðbundna og einkar veglega 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga föstudaginn 28. apríl verður glæsilegur að þessu sinni. Daníel E. Arnarson er frábær …

USA-Rússland

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd tekur til starfa

Ný miðnefnd tekur til starfa

Það var vel mætt á landsfund og málsverð …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Stríðið í Úkraínu hefur reynst vatn á myllu hernaðarsinna og þeirra afla sem telja að …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga krefst þess að samið verði um vopnahlé í stríðinu í Úkraínu án …

SHA_forsida_top

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Föstudaginn 31. mars verður fjáröflunarmálsverður SHA haldinn í Friðarhúsi og um leið verður landsfundur samtakanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, laugardaginn 1. apríl. Dagskrá hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Í tengslum við yfirstandandi stríð í Úkraínu hefur mörgum orðið tíðrætt um mikilvægi þess að …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður að venju síðasta föstudagskvöld í mánuðinum, 24. febrúar að …

SHA_forsida_top

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Mótmælum innrás Rússa í Úkraínu og krefjumst tafarlauss friðar. Mótmæli við rússneska sendiherrabústaðinn, Túngötu 24, …

SHA_forsida_top

Birtingar­mynd sturlunar

Birtingar­mynd sturlunar

Hlutverk Íslendinga er að bera klæði á vopnin Fyrir um þremur áratugum …

Herfer1

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur: Mótmælagöngur og aðgerðir 1960-69 í Friðarhúsi föstudaginn 3. febrúar kl. 18:00-23:00. …