BREYTA

Þroskumst sem þjóð

Eftirfarandi grein eftir Stefán Þorgrímsson birtist í Morgunblaðinu 23. október Við Íslendingar höfum nú fengið að reyna hvernig það er að lenda í spinni breskra stjórnmálamanna. Í spinninu er sannleikanum snúið á hvolf, svart verður hvítt og já þýðir nei. Þegar „misskilningurinn“ hefur nú verið leiðréttur hefur hundruðum milljarða verið kastað fyrir borð og óvíst hvort nokkuð af þeim endurheimtist En íslenska þjóðin má teljast heppin þrátt fyrir allt, við höfum aðeins tapað peningum. Aðrar þjóðir hafa tapað lífi og limum í vonlausri baráttu við spunameistara breskra stjórnmála. Barátta þeirra stendur ekki í nokkra daga eða vikur heldur mánuði og ár. Það er ekki lengra síðan en 5 ár að Ísland fór í stríð við írösku þjóðina út af gjöreyðingarvopnum. En það voru engin gjöreyðingarvopn í Írak eftir allt saman. Spunameistararnir reyndust hafa rangar upplýsingar undir höndunum, sorry. Íraska þjóðin tapaði ekki milljörðum í pundum, hún tapaði milljónum í mannslífum og útlimum, og hún er enn að tapa. Þeir íslensku stjórnmálamenn, sem nú fyllast heilagri reiði yfir því ranglæti sem íslenska þjóðin er nú beitt, voru í þá tíð fúsir til samstarfs við spunameistarana bresku. Þá skiptu smáatriðin og réttar upplýsingar ekki máli. Það verður nær ómögulegt fyrir spunameistarana bresku og íslensku útgáfuna af þeim að selja okkur annað stríð. Því þótt íslenska þjóðin sé fátækari að milljörðum þá er hún ríkari að reynslunni, eða það leyfi ég mér að vona.

Færslur

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 24. febrúar nk. Matseldinn verður í höndum Daníels Hauks Arnarssonar …

SHA_forsida_top

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Heimildarmyndin Íslenska sveitin eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson vakti mikla athygli fyrir fáeinum misserum. …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Þrjár friðargöngur verða á Þorláksmessu. Í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Tvær þær fyrstnefndu …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA

Fullveldisfögnuður SHA

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, ath. breyttan tíma.

SHA_forsida_top

Fréttir frá landsfundi SHA

Fréttir frá landsfundi SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi 25.-26. nóvember. Ný miðnefnd var kjörin á fundinum. Hana …

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur í Friðarhúsi

Rauður vettvangur í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Endurbætur á vefsíðu

Endurbætur á vefsíðu

Endurbætur standa yfir á vefnum. Á næstu dögum mun síðan taka breytingum og meira efni …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2011

Landsfundur SHA 2011

Landsfundur SHA 2011 verður haldinn 25.-26. nóvember í Friðarhúsi Dagskrá: Föstudagur 25. nóv. …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA

Fullveldisfögnuður SHA

Fullveldisfögnuður SHA - fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, fös. 2. desember Glæsilegt jólahlaðborð í Friðarhúsi. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …

SHA_forsida_top

Miðnefnd

Miðnefnd

Miðnefnd SHA var kjörin á landsfundi samtakanna, 12. mars 2016. Hana skipa: Aðalmenn: Auður Lilja …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, mánudagskvöld

Félagsfundur MFÍK, mánudagskvöld

Opinn félagsfundur MFÍK verður mánudaginn 14. nóvember kl. 19 í Friðarhúsi. Ingibjörg Broddadóttir, deildarstjóri í …

SHA_forsida_top

Friðarmál

Friðarmál

Innrásin, stríðið, þáttur Íslands, mótmæli og fleira Iraq War - Wikipedia. Hér …

SHA_forsida_top

Menning á málsverði

Menning á málsverði

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn á föstudagskvöldið kl. 19. Auk lasagne-veislu þeirra Þorvalds Þorvaldssonar og Elíasar …

SHA_forsida_top

Lasagne-veisla í Friðarhúsi

Lasagne-veisla í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 4. nóvember nk. verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Að þessu sinni munu miðnefndarfulltúarnir Elías …

SHA_forsida_top

Málsverður 4. nóv.

Málsverður 4. nóv.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður ekki í kvöld, 28. okt., heldur að viku liðinni fös. 4. nóv. …