BREYTA

Þroskumst sem þjóð

Eftirfarandi grein eftir Stefán Þorgrímsson birtist í Morgunblaðinu 23. október Við Íslendingar höfum nú fengið að reyna hvernig það er að lenda í spinni breskra stjórnmálamanna. Í spinninu er sannleikanum snúið á hvolf, svart verður hvítt og já þýðir nei. Þegar „misskilningurinn“ hefur nú verið leiðréttur hefur hundruðum milljarða verið kastað fyrir borð og óvíst hvort nokkuð af þeim endurheimtist En íslenska þjóðin má teljast heppin þrátt fyrir allt, við höfum aðeins tapað peningum. Aðrar þjóðir hafa tapað lífi og limum í vonlausri baráttu við spunameistara breskra stjórnmála. Barátta þeirra stendur ekki í nokkra daga eða vikur heldur mánuði og ár. Það er ekki lengra síðan en 5 ár að Ísland fór í stríð við írösku þjóðina út af gjöreyðingarvopnum. En það voru engin gjöreyðingarvopn í Írak eftir allt saman. Spunameistararnir reyndust hafa rangar upplýsingar undir höndunum, sorry. Íraska þjóðin tapaði ekki milljörðum í pundum, hún tapaði milljónum í mannslífum og útlimum, og hún er enn að tapa. Þeir íslensku stjórnmálamenn, sem nú fyllast heilagri reiði yfir því ranglæti sem íslenska þjóðin er nú beitt, voru í þá tíð fúsir til samstarfs við spunameistarana bresku. Þá skiptu smáatriðin og réttar upplýsingar ekki máli. Það verður nær ómögulegt fyrir spunameistarana bresku og íslensku útgáfuna af þeim að selja okkur annað stríð. Því þótt íslenska þjóðin sé fátækari að milljörðum þá er hún ríkari að reynslunni, eða það leyfi ég mér að vona.

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK laugardaginn 15. desember 2007 kl.14:00 MÍR-sal, Hverfisgötu 105 (á horni Snorrabrautar) …

SHA_forsida_top

SHA og 11. september

SHA og 11. september

Hér að neðan gefur að líta grein eftir Þórarinn Hjartarson, félaga í SHA til fjölda …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

eftir Þórarinn Hjartarson Ég er orðinn nokkurn veginn sannfærður um að voðaverkin í New York …

SHA_forsida_top

Rússar troða illsakir við granna sína

Rússar troða illsakir við granna sína

eftir Einar Ólafsson Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 6. des. var sagt frá auknum hernaðarumsvifum Rússa. „Rússar …

SHA_forsida_top

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

1. desember var haldin í London alþjóðleg ráðstefna hernaðaraandstæðinga. 1200 manns sóttu ráðstefnuna og fulltrúar …

SHA_forsida_top

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Föstudaginn 30. nóvember birtust tvær litlar en athyglisverðar fréttir í Fréttablaðinu. Hin fyrri bar fyrirsögnina: …

SHA_forsida_top

Dagfari á netinu

Dagfari á netinu

Tímarit SHA, Dagfari, kom út í nóvember og hefur verið borið út til félagsmanna. Blaðið …

SHA_forsida_top

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Elías Davíðsson 26. nóvember 2007 Við erum öll samherjar gegn hernaðarhyggju og hernaði. Þess vegna …

SHA_forsida_top

Upplestur á málsverði

Upplestur á málsverði

Staðfest hefur verið að rithöfundurinn Óskar Árni Óskarsson mun lesa úr verkum sínum á fjáröflunarmálsverði …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi

Málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðurinn í Friðarhúsi, föstudagskvöldið 30. nóvember er glæsilegt jólahlaðborð, en matseðillinn er á þessa leið: …

SHA_forsida_top

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …