BREYTA

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

rússnesk herskip Ekki verður annað séð af neðangreindri frétt Fréttablaðsins í dag en ályktanir og aðgerðir SHA hafi eitthvað að segja, en samtökin sendu frá sér ályktun 27. júní vegna fyrirhugaðra flotaæfinga Rússa sem nú hafa verið slegnar af.
    Rússneski herinn mun ekki halda neinar flotaæfingar nærri Íslandi nú eða síðar á þessu ári, að sögn Victors I. Tatarintsev, sendiherra Rússlands á Íslandi. Við komumst að því í gegnum fjölmiðla nýverið að íslensk félagasamtök, þar með talin Samtök herstöðvaandstæðinga, hefðu áhyggjur af því að herflotaæfingar yrðu haldnar við Ísland, svo við sendum inn fyrirspurn og fengum opinbert neikvætt svar í morgun frá yfirmanni rússneska sjóhersins, sagði Tatarintsev í samtali við Fréttablaðið. Hann sagði að þó engin bein fyrirspurn hefði borist rússneska sendiráðinu varðandi málið hefði hann tekið spurninguna til sín. Þetta voru óbeinar spurningar, en spurningar samt sem áður og því ákváðum við að leita upplýsinga um málið, enda er það réttur hvers einstaklings að spyrja spurninga sem þessara og starf okkar að svara þeim, sérstaklega þegar kemur að málefnum hersins, sagði Tatarintsev. Samtök herstöðvaandstæðinga gagnrýndu í júní meintar fyrirhugaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland og óttuðust félagar samtakanna að með í för yrðu kjarnorkuknúin farartæki og skip sem gætu verið búin kjarnavopnum. Fréttablaðið 29. júlí 2006

Færslur

SHA_forsida_top

Pöbb kviss Nató-andstæðingsins, 30. mars

Pöbb kviss Nató-andstæðingsins, 30. mars

Miðvikudagskvöldið 30. mars n.k. minnast hernaðarandstæðingar þess að Ísland gekk í Nató á þeim degi …

SHA_forsida_top

Enginn er eyland - ráðstefna á Akureyri

Enginn er eyland - ráðstefna á Akureyri

Samtök hernaðarandstæðinga áttu fulltrúa á ráðstefnu Háskólans á Akureyri og utanríkisráðuneytisins um alþjóðamál um liðna …

SHA_forsida_top

Málsverður & Bjartmar á föstudaginn langa

Málsverður & Bjartmar á föstudaginn langa

Samtök hernaðarandstæðinga láta ekki deigan síga þótt föstudaginn langa beri upp á síðasta föstudag mánaðarins. …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fór fram í dag. Fundurinn var afar líflegur og samþykkti fundurinn m.a. …

SHA_forsida_top

Aðalfundir á döfinni

Aðalfundir á döfinni

Aðalfundaglaðir friðarsinnar geta glaðst því tveir slíkir fundir eru framundan. Sunnudaginn 6. mars kl. 14 …

SHA_forsida_top

Herferðin gegn Líbíu – nýju aðferðirnar prófaðar

Herferðin gegn Líbíu – nýju aðferðirnar prófaðar

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um stríðið í Líbíu. …

SHA_forsida_top

Veitum friðarsinnum hæli - ályktun miðnefndar

Veitum friðarsinnum hæli - ályktun miðnefndar

Vegna fregna af mögulegri brottvísun hælisleitenda sem flúið hafa land sitt eftir að hafa neitað …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður föstudaginn 26. febrúar. Kokkar eru Lára Jóna, Þorvaldur og Alvin - sem …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður janúarmánaðar

Fjáröflunarmálsverður janúarmánaðar

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins 2016 verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 29. janúar n.k. Kokkarnir kvöldsins verða sómaparið …

SHA_forsida_top

Fyrsta stríðið?

Fyrsta stríðið?

Fornleifafræðingar í Kenýa hafa fundið á 10 þúsund ára gröf með líkum manna sem bera …

SHA_forsida_top

Rússum refsað. Hæfur dómari? Réttmæt refsing?

Rússum refsað. Hæfur dómari? Réttmæt refsing?

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um „stríðið gegn hryðjuverkum“. …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA tekur Illuga opnum örmum

Miðnefnd SHA tekur Illuga opnum örmum

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi miðnefndar Samtaka hernaðarandstæðinga í kvöld. Samtök hernaðarandstæðinga fagna …

SHA_forsida_top

Vestrið og gerfistríðið við ISIS

Vestrið og gerfistríðið við ISIS

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um „stríðið gegn hryðjuverkum“. …

SHA_forsida_top

Friðargönguræða - Ísafirði

Friðargönguræða - Ísafirði

Ég tel mig vita að það sé hefð fyrir því í friðargöngu að rifja upp …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Gengið …