BREYTA

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

rússnesk herskip Ekki verður annað séð af neðangreindri frétt Fréttablaðsins í dag en ályktanir og aðgerðir SHA hafi eitthvað að segja, en samtökin sendu frá sér ályktun 27. júní vegna fyrirhugaðra flotaæfinga Rússa sem nú hafa verið slegnar af.
    Rússneski herinn mun ekki halda neinar flotaæfingar nærri Íslandi nú eða síðar á þessu ári, að sögn Victors I. Tatarintsev, sendiherra Rússlands á Íslandi. Við komumst að því í gegnum fjölmiðla nýverið að íslensk félagasamtök, þar með talin Samtök herstöðvaandstæðinga, hefðu áhyggjur af því að herflotaæfingar yrðu haldnar við Ísland, svo við sendum inn fyrirspurn og fengum opinbert neikvætt svar í morgun frá yfirmanni rússneska sjóhersins, sagði Tatarintsev í samtali við Fréttablaðið. Hann sagði að þó engin bein fyrirspurn hefði borist rússneska sendiráðinu varðandi málið hefði hann tekið spurninguna til sín. Þetta voru óbeinar spurningar, en spurningar samt sem áður og því ákváðum við að leita upplýsinga um málið, enda er það réttur hvers einstaklings að spyrja spurninga sem þessara og starf okkar að svara þeim, sérstaklega þegar kemur að málefnum hersins, sagði Tatarintsev. Samtök herstöðvaandstæðinga gagnrýndu í júní meintar fyrirhugaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland og óttuðust félagar samtakanna að með í för yrðu kjarnorkuknúin farartæki og skip sem gætu verið búin kjarnavopnum. Fréttablaðið 29. júlí 2006

Færslur

SHA_forsida_top

Að finna Mefistófeles

Að finna Mefistófeles

Ármann Jakobsson fjallar um kvikmyndina Lord of War Í raun segja fyrstu mínúturnar alla sögu. …

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

17. nóvember sl. gerðu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Rúmeníu með sér samkomulag um að settar yrðu …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin milli kl. 11 og 15. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Það er gleðiefni fyrir friðarsinna að nú skuli loksins vera fáanleg á ný skáldsagan Blómin …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sinnar árlegu bókmenntakynningar í nýju húsnæði MÍR, á …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Þorláksmessuganga undirbúin

Þorláksmessuganga undirbúin

Samstarfshópur friðarhreyfinga mun að venju standa fyrir friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Aðgerð þessi er …

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Spurningakeppni SHA, Friðarpípan, verður haldin í annað sinn í Friðarhúsi laugardaginn 17. desember og hefst …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga heldur undirbúningsfund vegna friðargöngu á Þorláksmessu 2005 í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 20 …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Það er markmið margra í lífinu að skrá hitt og þetta á spjöld sögunnar. Á …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Herstöðvaandstæðingar taka til í skiltageymslunni, mála ný kröfuspjöld en endurnýja önnur. Hefst kl. 20 og …

SHA_forsida_top

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Það er fátítt að íslensk félagasamtök geti talið starfstíma sinn í áratugum, einkum þegar um …

SHA_forsida_top

Spurningakeppni friðarsinnans

Spurningakeppni friðarsinnans

SHA kynnir til sögunnar nýjung í félagsstarfi sínu. Spurningakeppni á laugardagseftirmiðdegi, þar sem gestir og …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Í hverjum mánuði er efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi til að standa undir rekstri og …