BREYTA

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð?

natoexpansion Rússar og NATO í nýtt kalt stríð? Þetta er fyrirsögn á fréttasíðum Textavarps Ríkisútvarpsins í dag. Tilefnið er að Rússlandsstjórn sagðist í dag ekki ætla að tilkynna aðildarríkjum NATO né öðrum ríkjum um herflutninga innan eigin landamæra, eins og kveðið er á um í afvopnunarsamningi um hefðbundinn herafla í Evrópu frá 1990, og Pútin, forseti Rússlands, hefur tilkynnt að afvopnunarsamningurinn sé úr gildi fallinn. Þetta er svar við ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að koma fyrir gagnflaugakerfi í Tékklandi og Póllandi. Pútín segir flaugarnar vera beina ógn við þjóðaröryggi Rússlands en Bandaríkjastjórn segir tilganginn að verjast hryðjuverkamönnum og ríkjum eins og Íran. Þetta gerist á sama tíma og Rússar gagnrýna eistnesk stjórnvöld harðlega og hafa stöðvað útflutning á olíu og kolum til Eistlands umdeilds vegna flutnings á minnismerki í Tallín um sovéska hermenn í seinni heimstyrjöldinni. Rússum ögrað Það er auðvitað stóralvarlegt mál ef Rússar tilkynna það að afvopnunarsamningurinn frá 1990 sé fallin úr gildi. En eins og fram kemur í frétt RÚV hefur þetta sinn aðdraganda. Í rauninni hafa Rússar mátt sætt sig við ótrúlega ögrun af hendi Bandaríkjanna og NATO undanfarinn áratug. NATO hefur stækkað til austurs, frá því 1999 hafa tíu fyrrverandi austantjaldslönd gengið í NATO, þar á meðal þrjú fyrrverandi Sovétlýðveldi, og þrjú eru í inngönguferli. Tvö fyrrum Sovétlýðveldi, Úkraína og Georgía, eru í ferli sem miðar að inngöngu í NATO, þótt ekki sé enn um beinar aðildarviðræður að ræða, og önnur fjögur, Aserbaídsjan, Armenía, Kasakstan og Móldóva, hafa samstarf við NATO sem er þróað áfram með formlegum hætti. Þá hafa Bandaríkin margvíslegt hernaðarlegt samstarf við þessi ríki, þar á meðal herstöðvar eða aðra hernaðarlega aðstöðu. Hér er auðvitað gífurleg breyting frá tímum kalda stríðsins þegar öll Austur-Evrópa var milli NATO og Sovétríkjanna. Nú er NATO komið upp að landamærum Rússlands norðan við Hvíta-Rússland og með náið samstarf við nágrannaríki Rússlands þar fyrir sunnan og austan, í sumum tilvikum með stefnu þeirra á aðild. Rússland hefur dregið allt herlið sitt út úr gömlu austantjaldsríkjunum og mörgum fyrrum Sovétlýðveldum og er að draga það út úr öðrum, en um leið og jafnvel áður koma NATO og Bandaríkin með sitt herlið eða hernðarráðgjafa í staðinn. Árið 2002 sögðu Bandaríkin einhliða upp ABM-samningnum frá 1972 um takmörkun gagnflaugakerfa, samning sem þótti mjög mikilvægur í afvopnunarviðleitninni, og síðan hafa Bandaríkin verið að byggja upp gagnflaugakerfi í samráði við NATO og eru m.a. að koma upp aðstöðu fyrir gagnflaugar í Póllandi og Tékklandi. En það er ekki nóg með að NATO hafi stækkað upp að landamærum Rússlands, NATO er líka farið að starfa utan síns svæðis, sem það gerði ekki á tímum kalda stríðsins, fyrst á Balkanskaganum á tíunda áratugnum, gerði síðan innrás í Júgóslavíu gegn vilja Rússa 1999 og stendur svo í hernaði í Afganistan og Írak auk ýmiskonar annarrar starfsemi. Rússum er boðið upp á ýmiskonar samstarf og samráð, svo sem gegnum Samstarf í þágu friðar (Partnership for Peace - PfP) og fleira, og hafa þegið það. En allt er þetta á forsendum NATO og Bandaríkjanna. Samstarf í þágu friðar þröngvar sér inn á vettvang Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) en í stað þess að allir koma jafnir og á samskonar forsendum að ÖSE er PfP algerlega á forsendum Bandaríkjanna og NATO. Auðvitað er öllum sjálfstæðum ríkjum frjálst að ganga í NATO ef NATO vill taka við þeim. En það breytir því ekki að Rússum er ekki aðeins ögrað heldur eru þeir niðurlægðir og sáttfýsi þeirra og vilja til samvinnu er mætt með útþenslu NATO og auknum vígbúnaði í vestri. Þannig má segja að Bandaríkin og NATO hafi allt frá lokum kalda stríðins verið að búa í haginn fyrir nýtt kalt stríð. Einar Ólafsson Mynd: http://germanhistorydocs.ghi-dc.org/map.cfm?map_id=603

Færslur

SHA_forsida_top

Alþjóðlega friðarhreyfingin 2007 - helstu aðgerðir og kjörorð

Alþjóðlega friðarhreyfingin 2007 - helstu aðgerðir og kjörorð

Á Alþjóðlegu samfélagsþingunum (WSF) eru jafnan ýmsir fundir og fyrirlestrar um friðarmál sem friðarsamtök skipuleggja. …

SHA_forsida_top

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Nairobi 20.-25. janúr

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Nairobi 20.-25. janúr

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið – eða samfélagsvettvangurinn, World Social Forum (WSF) á enskri tungu – var …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Kynningarfundur SHA

Kynningarfundur SHA

Starfsemi Samtaka hernaðarandstæðinga er kynnt fyrir nýjum og ungum félagsmönnum.

SHA_forsida_top

Toggi spilar í Friðarhúsi

Toggi spilar í Friðarhúsi

Tónlistarmaðurinn Toggi treður upp á skemmti- og fræðslufundi SHA fimmtudagskvöldið 1. feb. og flytur nokkur …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

MFÍK hefur forgöngu um samkomu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Undirbúningsfundur í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Danmörk

HM, Ísland:Danmörk

Sýnt er frá leikjum Íslands á HM í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga bjóða til fræðslu- og skemmtifundar í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Grettisgötu, fimmtudagskvöldið …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Til hamingju Skagabyggð

Til hamingju Skagabyggð

Skagabyggð er sveitarfélag við utanverðan Húnaflóa, með tæplega hundrað íbúa. Á dögunum bættist það í …

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Opið hús í Friðarhúsi frá 13 til 15. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Fjöröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjöröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Borðhald hefst kl. 19, en húsið er opnað hálftíma fyrr. Verð kr. 1.500.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Aðgerðir á afmæli Íraksstríðsins undirbúnar.

SHA_forsida_top

Tökum þátt í mótmælagöngu í Washington gegn stríðinu í Írak – gegnum netið!

Tökum þátt í mótmælagöngu í Washington gegn stríðinu í Írak – gegnum netið!

Næstkomandi laugardag, 27. janúar, hafa friðarsinnar í Bandaríkjunum skipulagt mótmælagöngu í Washington gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna …

SHA_forsida_top

Munið kvöldverðinn í Friðarhúsi kl. 19 á föstudagskvöld!

Munið kvöldverðinn í Friðarhúsi kl. 19 á föstudagskvöld!

Sjá nánar hér.