BREYTA

Rússar troða illsakir við granna sína

eftir Einar Ólafsson Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 6. des. var sagt frá auknum hernaðarumsvifum Rússa. „Rússar láta æ meir til sín taka á hernaðarsviðinu. Í ágúst hófu Rússar reglulegt eftirlitsflug með langdrægum flugvélum út fyrir lofthelgi landsins líkt og á dögum kalda stríðsins. Í haust hófu kafbátar þeirra eftirlitsferðir á Norður-Atlantshafi og nú er komið að Norðurflotanum.“ Síðan sagði fréttamaðurinn orðrétt: „Stjórn Pútíns hefur látið æ meir til sín taka á alþjóðavettvangi og ekki látið segja sér fyrir verkum. Stórauknar tekjur af olíusölu hafa eflt sjálfstraust Rússa og þeir troða illsakir við granna sína. Pútín vill að rússneski björninn geti enn sýnt hrammana en sofi ekki vært í hýði sínu. Útgjöld til heraflans hafa verið stóraukin. Erlendir hernaðarsérfræðingar segja þó fjarri lagi að Rússar séu jafn öflugt herveldi og fyrir fall Sovétríkjanna 1991.“ Það hefur löngum verið siður að nota einhverskonar myndhvörf um Rússland: „rússneski björninn“, og þau bjóða upp á að spinna áfram: „hann sýnir hrammana“ og “sefur ekki vært í hýði sínu“. Rússar eru óargadýr, þeir er ekki siðmenntaðir. Þess vegna er líka allt í lagi að segja að þeir „troði illsakir við granna sína“. Ætli ríkissjónvarpið íslenska hafi gert mikið úr því að sjálftraust Bandaríkjamanna hafi aukist eftir lok kalda stríðins og þeir farið að troða illsakir við önnur lönd? Mér varð að orði að þarna vantaði fréttaskýringu. Hér kemur hún í stuttu máli: Rússland hefur um langan aldur verið eitt af stórveldunum og Sovétríkin, þar sem Rússland hafði forystu, var annað tveggja risavelda. Eftir hrun Sovétríkjanna var Rússland áfram stórveldi, en ákaflega lemstrað. Önnur sovétlýðveldi urðu sjálftstæð og gömlu fylgiríkin austantjalds hölluðu sér til vesturs. Varsjárbandalagið var lagt niður. En ekki NATO. Það fór að þenjast út til austurs. Austantjaldsríkin fyrrverandi eru gengin í NATO auk sovétlýðveldanna fyrrverandi við Eystrasaltið. Áður var Austur-Evrópa milli NATO og Sovétríkjana. Nú er NATO komið sumsstaðar upp að landamærum Rússlands. Það er helst að Úkraína sé á milli en NATO og Úkraína sem og NATO og Georgía hafa verið að þróa tengsl sín að undanförnu auk þess sem Bandaríkin hafa aðstoðað Georgíu við uppbyggingu herafla síns. Þá eru Bandaríkin með herstöðvar í einhverjum af hinu nýju NATO-ríkjum sem og í fyrrum Júgóslavíu og austur í Kirgistan og Úsbekistan. Það var ekki nóg með að bandalagssvæði NATO færi að þenjast út til austurs eftir lok kalda stríðins. NATO fór líka að færa starfsemi sína út fyrir bandalagssvæði sitt, en það hafði ekki gerst fyrr og var ekki gert ráð fyrir því í Norður-Atlantshafssamningum. Það hófst með afskiptum NATO af stríðinu í Bosníu 1994 en næsta skref var þó öllu umdeildara, loftárásirnar á Júgóslavíu 1999 í óþökk Rússlands og án samþykkis Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin hófu líka að ráðast inn í önnur lönd, fyrst Írak 1991, svo Afganistan 2001 og aftur Írak 2003 án samþykkis Sameinuðu þjóðanna. Og NATO hefur komið í kjölfar innrásarliðsins bæði í Afganistan og NATO. Árið 2002 sögðu Bandaríkin upp ABM-samningnum um almennt bann við uppsetningu gagneldflauga gegn langdrægum eldflaugum, sem var mikilvægt skref í kjarnorkuafvopnun, og hefur síðan unnið að uppsetningu gagnflaugakerfis og hefur NATO komið að þeirri áætlun. Uppsagnir Rússa á afvopnunarsamningum hafa komið í kjölfarið. Ef við horfum á kort sjáum að Rússland er girt af með herstöðvum Bandaríkjanna og NATO allt frá Eystrasalti suður um Evrópu og austur yfir allt til Pakistan auk þess sem NATO og Bandaríkin hafa gert innrásir í þrjú lönd í áttina að Rússlandi. Jafnframt hafa hernaðarútgjöld Bandaríkjanna farið vaxandi og með aðild sinni að NATO hafa sum nýju aðildarríkjanna skuldbundið sig til að auka hernaðarútgjöld sín. Bandaríkin og NATO hafa samráð við Rússa, bjóða þeim stundum að NATO-borðinu, en taka í raun sáralítið mark á þeim. Þannig er sífellt verið að ógna gamla heimsveldinu og jafnframt niðurlægja það. Hverjir eru að troða illsakir við aðra? Hverjir sýna hrammana? Hverjir æða eins og óargadýra um allar þorpagrundir? Er von nema björninn rumski? Hverslags fréttaflutningur er þetta eiginlega? Og svo má auðvitað spyrja: Er framferði Bandaríkjana og NATO vel til þess fallið að stuðla að heimsfriði? Hvað erum við yfirleitt að gera í þeim klúbbi?

Færslur

SHA_forsida_top

Nató reist níðstöng við Akureyrarflugvöll

Nató reist níðstöng við Akureyrarflugvöll

Síðastliðinn laugardag, 22. ágúst, reistu Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi Nató níðstöng við Akureyrarflugvöll. Þórarinn Hjartarson …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða á Akureyri

Mótmælastaða á Akureyri

Mótmælastaða Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi vegna aðflugsæfinga Nató við Akureyrarflugvöll. Í dag, fimmtudaginn 20. ágúst, …

SHA_forsida_top

Illur gestur: ályktun frá SHA

Illur gestur: ályktun frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minna á þau gömlu sannindi að sjaldan er ein báran stök. Íslenskt efnahagslíf …

SHA_forsida_top

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, flutti eftirfarandi ávarp á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga að …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Á kertafleytingu á Akureyri, 6. ágúst 2009, flutti Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur eftirfarandi ávarp: Kæru vinir, …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við Akureyrarflugvöll laugardaginn 8. ágúst klukkan 14.30

Mótmælastaða við Akureyrarflugvöll laugardaginn 8. ágúst klukkan 14.30

Á úlfurinn að vernda lambið? Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi efna til mótmælastöðu við Akureyrarflugvöll …

SHA_forsida_top

Risaveldi á flótta - mótmælum frestað!

Risaveldi á flótta - mótmælum frestað!

Bandaríska herveldið virðist hafa hörfað undan friðarvilja Norðlendinga. Aðflugsæfingum hefur a.m.k. verið frestað um óákveðinn …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 6. ágúst í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum

Kertafleyting 6. ágúst í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum

Kertafleyting verður á fjórum stöðum á landinu fimmtudagskvöldið 6. ágúst kl. 22:30: í Reykjavík, …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst 2009

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst 2009

Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 6. ágúst 2009. Safnast verður …

SHA_forsida_top

Ályktun gegn aðflugsæfingum Nató á Akureyrarflugvelli.

Ályktun gegn aðflugsæfingum Nató á Akureyrarflugvelli.

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi lýsa furðu sinni á því að utanríkisráðherra þjóðarinnar skuli heimila aðflugsæfingar …

SHA_forsida_top

Frá Samstarfshópi friðarhreyfinga

Frá Samstarfshópi friðarhreyfinga

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6.ágúst 2009 Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 6. …

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur: Rauðar sumarbúðir

Rauður vettvangur: Rauðar sumarbúðir

frá fimmtudagur, júlí 23 2009 - 10:00 til laugardagur, júlí 25 2009 - 22:00 Hvern …

SHA_forsida_top

Vilja Íslendingar verða þegnar í herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna?

Vilja Íslendingar verða þegnar í herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna?

eftir Harald Ólafsson Því verður ekki trúað að óreyndu að verkalýðshreyfingin og þeir stjórnmálamenn sem …