BREYTA

Sagan

Samtök herstöðvaandstæðinga voru formlega stofnuð 1975, en munu hafa starfað síðan 1972. Samtökin eru arftaki eldri samtaka, Samtaka hernámsandstæðinga, sem voru stofnuð 10. september 1960 í tengslum við Þingvallafund það ár. Samtökin gengust fyrir fjölmennum Keflavíkurgöngum á sjöunda áratugnum, en fyrsta Keflavíkurgangan var farin 19. júní 1960. Stjórnkerfi þeirra var byggt á hinum bresku samtökum CND (Campaign for Nuclear Disarmament) og störfuðu stjórnir í hverju kjördæmi, fjölmennt landsráð og aðeins fámennari miðnefnd. Stjórn Samtaka herstöðvaandstæðinga heitir enn miðnefnd og aðalfundur samtakanna landsráðstefna. Eldri samtök gegn hernáminu Þjóðvarnarfélagið var stofnað í Reykjavík 1. október 1946 og voru markmið þess að vinna gegn Keflavíkursamningnum og frekari ásælni annarra ríkja á Ísland. Formaður félagsins var Sigurbjörn Einarsson, dósent í guðfræði. Félagið var gert að landsmálafélagi 3. maí 1949 og nefndist þá Þjóðvarnarfélag Íslendinga. Það hætti starfsemi 1951. Það gaf út blaðið Þjóðvörn. Andspyrnuhreyfing gegn her í landi var stofnuð árið 1953 og var forvígismaður hennar Gunnar M. Magnúss rithöfundur. Áttu þessi samtök samstarf við Sósíalistaflokkinn, en störfuðu ekki lengi. Þjóðvarnarflokkur Íslands var stofnaður í Reykjavík 15. mars 1953. Þetta var stjórnmálaflokkur sem bauð fram í alþingiskosningum. Fékk hann tvo menn kjörna á þing 1953, Gils Guðmundsson og Berg Sigurbjörnsson, og fulltrúa í sveitarstjórnum 1954. Síðan tók að halla undan fæti, ekki síst vegna þess að Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur höfðu brottför hersins á stefnuskrá í alþingiskosningum 1956. Árið 1963 bauð Þjóðvarnarflokkurinn fram í samvinnu við Alþýðubandalagið, en hætti starfsemi sama ár. Flokkurinn gaf út vikublaðið Frjálsa þjóð sem kom út 1952-1968, seinustu árin á vegum útgáfufélagsins Hugins, en að því stóðu aðilar innan Alþýðubandalagsins. Ýmislegt úr sögu SHA og friðarbaráttunnar: Sverrir Jakobsson: Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963 - sem doc-skjal Birtist í Dagfara 1. tbl. 26. árg. (2000), bls. 28-39 Unnur María Bergsveinsdóttir: Alltaf kátt í höllinni! Um tónleikana Rokk gegn her 1980 og Við krefjumst framtíðar 1983.

Færslur

Kænugarður eftir sprengjuregn Rússa

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Við undirritaðir friðarsinnar á Íslandi skorum á leiðtoga evrópskra ríkja að stöðva stríðið í Úkraínu …

kertafleyting_2014

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Leiðtogar Evrópuráðsins koma saman í Reykjavík á sama tíma og blóðugt stríð fer fram í …

1.-maí-kaffi-2

1. maí kaffi SHA 2023

1. maí kaffi SHA 2023

Hitið upp fyrir kröfugönguna með hinu hefðbundna og einkar veglega 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga föstudaginn 28. apríl verður glæsilegur að þessu sinni. Daníel E. Arnarson er frábær …

USA-Rússland

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd tekur til starfa

Ný miðnefnd tekur til starfa

Það var vel mætt á landsfund og málsverð …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Stríðið í Úkraínu hefur reynst vatn á myllu hernaðarsinna og þeirra afla sem telja að …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga krefst þess að samið verði um vopnahlé í stríðinu í Úkraínu án …

SHA_forsida_top

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Föstudaginn 31. mars verður fjáröflunarmálsverður SHA haldinn í Friðarhúsi og um leið verður landsfundur samtakanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, laugardaginn 1. apríl. Dagskrá hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Í tengslum við yfirstandandi stríð í Úkraínu hefur mörgum orðið tíðrætt um mikilvægi þess að …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður að venju síðasta föstudagskvöld í mánuðinum, 24. febrúar að …

SHA_forsida_top

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Mótmælum innrás Rússa í Úkraínu og krefjumst tafarlauss friðar. Mótmæli við rússneska sendiherrabústaðinn, Túngötu 24, …

SHA_forsida_top

Birtingar­mynd sturlunar

Birtingar­mynd sturlunar

Hlutverk Íslendinga er að bera klæði á vopnin Fyrir um þremur áratugum …

Herfer1

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur: Mótmælagöngur og aðgerðir 1960-69 í Friðarhúsi föstudaginn 3. febrúar kl. 18:00-23:00. …