BREYTA

Sagan

Samtök herstöðvaandstæðinga voru formlega stofnuð 1975, en munu hafa starfað síðan 1972. Samtökin eru arftaki eldri samtaka, Samtaka hernámsandstæðinga, sem voru stofnuð 10. september 1960 í tengslum við Þingvallafund það ár. Samtökin gengust fyrir fjölmennum Keflavíkurgöngum á sjöunda áratugnum, en fyrsta Keflavíkurgangan var farin 19. júní 1960. Stjórnkerfi þeirra var byggt á hinum bresku samtökum CND (Campaign for Nuclear Disarmament) og störfuðu stjórnir í hverju kjördæmi, fjölmennt landsráð og aðeins fámennari miðnefnd. Stjórn Samtaka herstöðvaandstæðinga heitir enn miðnefnd og aðalfundur samtakanna landsráðstefna. Eldri samtök gegn hernáminu Þjóðvarnarfélagið var stofnað í Reykjavík 1. október 1946 og voru markmið þess að vinna gegn Keflavíkursamningnum og frekari ásælni annarra ríkja á Ísland. Formaður félagsins var Sigurbjörn Einarsson, dósent í guðfræði. Félagið var gert að landsmálafélagi 3. maí 1949 og nefndist þá Þjóðvarnarfélag Íslendinga. Það hætti starfsemi 1951. Það gaf út blaðið Þjóðvörn. Andspyrnuhreyfing gegn her í landi var stofnuð árið 1953 og var forvígismaður hennar Gunnar M. Magnúss rithöfundur. Áttu þessi samtök samstarf við Sósíalistaflokkinn, en störfuðu ekki lengi. Þjóðvarnarflokkur Íslands var stofnaður í Reykjavík 15. mars 1953. Þetta var stjórnmálaflokkur sem bauð fram í alþingiskosningum. Fékk hann tvo menn kjörna á þing 1953, Gils Guðmundsson og Berg Sigurbjörnsson, og fulltrúa í sveitarstjórnum 1954. Síðan tók að halla undan fæti, ekki síst vegna þess að Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur höfðu brottför hersins á stefnuskrá í alþingiskosningum 1956. Árið 1963 bauð Þjóðvarnarflokkurinn fram í samvinnu við Alþýðubandalagið, en hætti starfsemi sama ár. Flokkurinn gaf út vikublaðið Frjálsa þjóð sem kom út 1952-1968, seinustu árin á vegum útgáfufélagsins Hugins, en að því stóðu aðilar innan Alþýðubandalagsins. Ýmislegt úr sögu SHA og friðarbaráttunnar: Sverrir Jakobsson: Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963 - sem doc-skjal Birtist í Dagfara 1. tbl. 26. árg. (2000), bls. 28-39 Unnur María Bergsveinsdóttir: Alltaf kátt í höllinni! Um tónleikana Rokk gegn her 1980 og Við krefjumst framtíðar 1983.

Færslur

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA verður haldinn sunnudaginn 2. desember nk. í Friðarhúsi. Skipuð hefur verið uppstillingarnefnd sem …

SHA_forsida_top

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Eftirfarandi er ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga og áskorun til utanríkisráðherra Íslands: Í rúm ellefu …

SHA_forsida_top

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Langt er um liðið frá því að Samtök hernaðarandstæðinga urðu við ákalli erlendra friðarhreyfinga og …

SHA_forsida_top

Carl Sagan

Carl Sagan

SHA_forsida_top

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

eftir Þórarin Hjartarson Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla Voðaleg slagsíða er í fréttaflutningi íslenskra …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. október. Gestakokkur verður að þessu sinni hagfræðingurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Um liðna helgi drápu sveitir NATO þrjú börn í loftárás í Helmand-héraði í Afganistan. Dráp …

SHA_forsida_top

Friðarmerki á Klambratúni

Friðarmerki á Klambratúni

2. október er alþjóðlegur baráttudagur fyrir tilveru án obeldis. Að því tilefni hafa ýmis grasrótar- …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Hinir sívinsælu málsverðir Friðarhúss hefjast að nýju föstudaginn 28. september. Haustgrænmetið verður í fyrirrúmi á …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna þotudrauma

Ályktun vegna þotudrauma

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga vekur athygli á nýlegum fréttum af hollenska fyrirtækinu ECA Programs, sem virðast …

SHA_forsida_top

Merkiskona fellur frá

Merkiskona fellur frá

Systir Anne Montgomery, einhver kunnasta baráttukona bandarískrar friðarhreyfingar, lést á dögunum. Hún tók virkan þátt …

SHA_forsida_top

Heræfingar nyrðra

Heræfingar nyrðra

Upp á síðkastið hefur portúgölsk flugsveit verið við heræfingar hér á landi. Meðal annars hafa …

SHA_forsida_top

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Þórarinn Hjartarson flutti ræðu á kertafleytingu á Akureyri þann 9. ágúst sl. Á fimmta tug …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga við kertafleytingu á Tjörninni í Reykjavík 9.ágúst 2012. Kertafleyting friðarsinna á …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn ÁG/HS Hin árlega kertafleyting til minningar fórnarlamba kjarnorkusprengjanna í Hiroshima og Nagasaki …