BREYTA

Sagan

Samtök herstöðvaandstæðinga voru formlega stofnuð 1975, en munu hafa starfað síðan 1972. Samtökin eru arftaki eldri samtaka, Samtaka hernámsandstæðinga, sem voru stofnuð 10. september 1960 í tengslum við Þingvallafund það ár. Samtökin gengust fyrir fjölmennum Keflavíkurgöngum á sjöunda áratugnum, en fyrsta Keflavíkurgangan var farin 19. júní 1960. Stjórnkerfi þeirra var byggt á hinum bresku samtökum CND (Campaign for Nuclear Disarmament) og störfuðu stjórnir í hverju kjördæmi, fjölmennt landsráð og aðeins fámennari miðnefnd. Stjórn Samtaka herstöðvaandstæðinga heitir enn miðnefnd og aðalfundur samtakanna landsráðstefna. Eldri samtök gegn hernáminu Þjóðvarnarfélagið var stofnað í Reykjavík 1. október 1946 og voru markmið þess að vinna gegn Keflavíkursamningnum og frekari ásælni annarra ríkja á Ísland. Formaður félagsins var Sigurbjörn Einarsson, dósent í guðfræði. Félagið var gert að landsmálafélagi 3. maí 1949 og nefndist þá Þjóðvarnarfélag Íslendinga. Það hætti starfsemi 1951. Það gaf út blaðið Þjóðvörn. Andspyrnuhreyfing gegn her í landi var stofnuð árið 1953 og var forvígismaður hennar Gunnar M. Magnúss rithöfundur. Áttu þessi samtök samstarf við Sósíalistaflokkinn, en störfuðu ekki lengi. Þjóðvarnarflokkur Íslands var stofnaður í Reykjavík 15. mars 1953. Þetta var stjórnmálaflokkur sem bauð fram í alþingiskosningum. Fékk hann tvo menn kjörna á þing 1953, Gils Guðmundsson og Berg Sigurbjörnsson, og fulltrúa í sveitarstjórnum 1954. Síðan tók að halla undan fæti, ekki síst vegna þess að Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur höfðu brottför hersins á stefnuskrá í alþingiskosningum 1956. Árið 1963 bauð Þjóðvarnarflokkurinn fram í samvinnu við Alþýðubandalagið, en hætti starfsemi sama ár. Flokkurinn gaf út vikublaðið Frjálsa þjóð sem kom út 1952-1968, seinustu árin á vegum útgáfufélagsins Hugins, en að því stóðu aðilar innan Alþýðubandalagsins. Ýmislegt úr sögu SHA og friðarbaráttunnar: Sverrir Jakobsson: Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963 - sem doc-skjal Birtist í Dagfara 1. tbl. 26. árg. (2000), bls. 28-39 Unnur María Bergsveinsdóttir: Alltaf kátt í höllinni! Um tónleikana Rokk gegn her 1980 og Við krefjumst framtíðar 1983.

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Bresku friðarsamtökin Campaign for Nuclear Disarmament (CND) sendu frá sér yfirlýsingu 10. apríl síðastliðinn …

SHA_forsida_top

Friðargæsla

Friðargæsla

Hugtakið „pacification“ (sjá skilgreiningu að neðan) var einu sinni notað af Bandaríkjamönnum til að snyrta …

SHA_forsida_top

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpinu, útvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, var lokað 1. júní síðastliðinn eftir 55 ára starfsemi. …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Í grein í New York Times 22. maí var sagt frá því að Bandaríkjastjórn áætli …

SHA_forsida_top

Haditha: My Lai Íraks?

Haditha: My Lai Íraks?

Fréttir af fjöldamorðum bandarískra hermanna í bænum Haditha í Írak 19. nóvember í fyrra hafa …

SHA_forsida_top

Fundað í friðarhúsi

Fundað í friðarhúsi

Miðnefnd SHA og stjórn Friðarhúss funda sameiginlega til að ræða starfsemina næsta haust og rekstur …

SHA_forsida_top

G8 2007, kynningarfundur

G8 2007, kynningarfundur

Kynningarfundur og samkoma í tengslum við fyrirhugaðar aðgerðir gegn G8 fundi í Þýskalandi á næsta …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK heldur félagsfund í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

G-8 og hreyfing hreyfinganna

G-8 og hreyfing hreyfinganna

Kynningarfundur, 30. maí kl. 20:00 Friðarhús er vettvangur funda ýmissa frjálsra félagasamtaka sem …

SHA_forsida_top

Málsverður á föstudag

Málsverður á föstudag

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss eru sívinsælir. Föstudagskvöldið 26. maí (kvöldið fyrir kjördag) verður blásið til veislu. Guðrún …

SHA_forsida_top

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Upplýsingar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símahleranir á tímum kalda stríðsins hafa vakið verðskuldaða athygli. …

SHA_forsida_top

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Í febrúar 2005 kom út á vegum Natural Resources Defense Council (NRDC) ritið U.S. Nuclear …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Matur fyrir …

SHA_forsida_top

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Fjórða Evrópska samfélagsþinginu (European Social Forum) lauk í Aþenu 7. maí. Í …

SHA_forsida_top

Heitt friðarhaust 2006

Heitt friðarhaust 2006

Mikill hugur er nú í evrópskum friðarsinnum og öðrum baráttumönnum fyrir öðruvísi og betri veröld …