BREYTA

Sagan

Samtök herstöðvaandstæðinga voru formlega stofnuð 1975, en munu hafa starfað síðan 1972. Samtökin eru arftaki eldri samtaka, Samtaka hernámsandstæðinga, sem voru stofnuð 10. september 1960 í tengslum við Þingvallafund það ár. Samtökin gengust fyrir fjölmennum Keflavíkurgöngum á sjöunda áratugnum, en fyrsta Keflavíkurgangan var farin 19. júní 1960. Stjórnkerfi þeirra var byggt á hinum bresku samtökum CND (Campaign for Nuclear Disarmament) og störfuðu stjórnir í hverju kjördæmi, fjölmennt landsráð og aðeins fámennari miðnefnd. Stjórn Samtaka herstöðvaandstæðinga heitir enn miðnefnd og aðalfundur samtakanna landsráðstefna. Eldri samtök gegn hernáminu Þjóðvarnarfélagið var stofnað í Reykjavík 1. október 1946 og voru markmið þess að vinna gegn Keflavíkursamningnum og frekari ásælni annarra ríkja á Ísland. Formaður félagsins var Sigurbjörn Einarsson, dósent í guðfræði. Félagið var gert að landsmálafélagi 3. maí 1949 og nefndist þá Þjóðvarnarfélag Íslendinga. Það hætti starfsemi 1951. Það gaf út blaðið Þjóðvörn. Andspyrnuhreyfing gegn her í landi var stofnuð árið 1953 og var forvígismaður hennar Gunnar M. Magnúss rithöfundur. Áttu þessi samtök samstarf við Sósíalistaflokkinn, en störfuðu ekki lengi. Þjóðvarnarflokkur Íslands var stofnaður í Reykjavík 15. mars 1953. Þetta var stjórnmálaflokkur sem bauð fram í alþingiskosningum. Fékk hann tvo menn kjörna á þing 1953, Gils Guðmundsson og Berg Sigurbjörnsson, og fulltrúa í sveitarstjórnum 1954. Síðan tók að halla undan fæti, ekki síst vegna þess að Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur höfðu brottför hersins á stefnuskrá í alþingiskosningum 1956. Árið 1963 bauð Þjóðvarnarflokkurinn fram í samvinnu við Alþýðubandalagið, en hætti starfsemi sama ár. Flokkurinn gaf út vikublaðið Frjálsa þjóð sem kom út 1952-1968, seinustu árin á vegum útgáfufélagsins Hugins, en að því stóðu aðilar innan Alþýðubandalagsins. Ýmislegt úr sögu SHA og friðarbaráttunnar: Sverrir Jakobsson: Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963 - sem doc-skjal Birtist í Dagfara 1. tbl. 26. árg. (2000), bls. 28-39 Unnur María Bergsveinsdóttir: Alltaf kátt í höllinni! Um tónleikana Rokk gegn her 1980 og Við krefjumst framtíðar 1983.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Aðalsalur Friðarhúss er í útleigu vegna einkafundar.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi föstudaginn 24. mars. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Sigríður Kristinsdóttir, …

SHA_forsida_top

Velheppnaðir fundir gegn Íraksstríðinu í Reykjavík

Velheppnaðir fundir gegn Íraksstríðinu í Reykjavík

Tveir fundir voru haldnir í Reykjavík 18. mars til að mótmæla Íraksstríðinu. Húsfyllir var á …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn Íraksstríði

Mótmæli gegn Íraksstríði

Mótmæli gegn stríðinu í Írak á alþjóðlegum baráttudegi.

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Uppákomur í Friðarhúsi á hverju kvöldi.

SHA_forsida_top

Aðgerðir í Reykjavík 18. mars gegn Íraksstríðinu

Aðgerðir í Reykjavík 18. mars gegn Íraksstríðinu

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 15 Samtök herstöðvaandstæðinga Morgunkaffi verður í Friðarhúsi frá kl. …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Heimildarmyndin Uncovered - The War on Iraq verður sýnd í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Uppákomur í Friðarhúsi á hverju kvöldi.

SHA_forsida_top

Æsum til friðar

Æsum til friðar

Tónleikar á Gauknum 17. mars Það eru ekki bara Samtök herstöðvaandstæðinga og Þjóðarhreyfingin - …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuárás á Íran í smíðum?

Kjarnorkuárás á Íran í smíðum?

Margir óttast að árás á Íran sé yfirvofandi og óneitanlega minnir síharðandi orðalag bandarískra ráðmanna …

SHA_forsida_top

Fjölmiðlar og Íraksstríð

Fjölmiðlar og Íraksstríð

Þáttur fjölmiðla í stríðsrekstrinum í Írak hefur reynst kveikja mikilla umræðna síðustu misseri. Fimmtudagskvöldið 16. …

SHA_forsida_top

Norðurlandsdeild SHA fundar

Norðurlandsdeild SHA fundar

Norðurlandsdeild Samtaka herstöðvaandstæðinga (SHA) ætlar að hittast á Kaffi Amor við Ráðhústorg á Akureyri laugardaginn …

SHA_forsida_top

Divided States of America - Grandrokk 16. mars

Divided States of America - Grandrokk 16. mars

Í tilefni af hljómleikum hinna ódauðlegu LAIBACH á Nasa 22. mars, verður sýnd glæný heimildamynd …

SHA_forsida_top

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur nú ákveðið að orrustuþoturnar fjórar, sem íslenska ríkisstjórnirn …