BREYTA

Samfylkingin: Ekki verði hægt að lýsa yfir stuðningi við stríð án samþykkis Alþingis

Alþingi Á haustþingi, þann 11. október, lagði þingflokkur Samfylkingarinnar fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Tillagan er þessi: „Við 21. gr. stjórnarskrárinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Samþykki Alþingis þarf að liggja fyrir áður en heitið er þátttöku eða stuðningi Íslands í stríði gegn öðru ríki.“ Í síðustu viku, 21. febrúar, var tillagan tekin til fyrstu umræðu og mælti Helgi Hjörvar fyrir henni. Tillöguna og umræðurnar má nálgast á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/132/s/0055.html http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=132&mnr=55 Þeir þingmenn hinna stjórnarandstöðuflokkanna, sem tóku til máls, lýstu yfir samþykki við tillöguna en athygli vekur að enginn þingmaður stjórnarflokkanna tók þátt í þessari fyrstu umræðu. Hinsvegar setti forseti þingsins, Sólveig Pétursdóttir, ofan í við Össur Skarphéðinsson og voru þau orðaskipti svohljóðandi (birt með fyrirvara um að þessi umræða eru enn óyfirlesin á vef Alþingis): „Að lokum, frú forseti. Við Íslendingar berum vegna þessarar löglausu, siðlausu ákvörðunar tveggja forustumanna íslensku þjóðarinnar okkar siðferðilegu ábyrgð á þeim hörmungum sem innrásin hefur kallað yfir Írak. Því má ekki gleyma. (Forseti (SP): Forseti biður hv. þingmann um að gæta orða sinna. Ef forseti heyrði rétt þá talaði hann um löglausa og siðlausa ákvörðun forustumanna ríkisstjórnar.)“ Í greinargerð með frumvarpinu, sem birt er með því á vef Alþingis, er bent á að efni þessa frumvarps hefði ekki áhrif á skuldbindingar Íslands gagnvart t.d. NATO og 5. greinar Atlantshafssamningsins: „Sérstaða Íslands í samfélagi þjóðanna markast að nokkru leyti af því að það er herlaust ríki. Ísland hefur þó tekið afstöðu til öryggis- og varnarmála með aðild að Sameinuðu þjóðunum, Atlantshafsbandalaginu og herstöðvarsamningi við Bandaríkin. Alþingi hefur fjallað um og veitt samþykki sitt fyrir þátttöku landsins í þessu samstarfi og hefði efni þessa frumvarps ekki áhrif á það. Þannig yrði ekki skylt að bera undir Alþingi ákvarðanir um stríð sem teknar væru með réttum hætti innan stofnana sem Ísland er fullgildur aðili að, svo sem skv. 5. gr. Atlantshafssamningsins eða á vegum Sameinuðu þjóðanna með samþykki öryggisráðsins. Þannig hefur Alþingi þegar skuldbundið Ísland til aðildar að átökum ef á eitt eða fleiri aðildarríki Atlantshafsbandalagsins er ráðist. Ákvörðun um stuðning eða nokkurs konar aðild Íslands að stríði sem háð væri á öðrum grundvelli yrði aftur á móti að hljóta samþykki Alþingis. Hefði ákvæði þetta verið í gildi sl. áratug hefði samþykki Alþingis þurft fyrir árásum NATO-ríkja í Júgóslavíu í tengslum við Kosovo árið 1999. Slíkt samþykki hefði hins vegar ekki þurft þegar Atlantshafsbandalagið lýsti því yfir á grundvelli 5. gr. Atlantshafssamningsins að árásirnar á Bandaríkin í september 2001 væru árásir á öll aðildarríki bandalagsins.“ Samtök herstöðvaandstæðinga hafa lagt áherslu á úrsögn Íslands úr NATO. Þekktasta kjörorð samtakanna er: „Ísland úr NATO, herinn burt“. NATO mun alltaf þvælast fyrir vilja til friðsamlegrar stefnu Íslands meðan við erum aðilar að þessu hernaðarbandalagi. Má í því sambandi nefna að tillögum um kjarnorkuvopnalaust Ísland hefur verið svarað með því að slík yfirlýsing stangist á við skuldbindingar okkar gagnvart NATO. Varðandi 5. greinina er þó rétt að minna á að við undirritun Atlantshafssamingsins gerði Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, fyrirvara. Vigfús Geirdal hefur fjallað um þann fyrirvara í greinum sem hafa birst í Dagfara og hér á Friðarvefnum. Þar segir m.a. svo: „Bjarni sat engu að síður fastur við sinn keip, flutti sína ræðu og áréttaði fyrirvara Íslendinga sem fela það í sér að Ísland er ekki að fullu aðili að Grein 5 sem stundum er kölluð hornsteinn Nató. Aðild Ísland að Nató er að því leyti einstök, að Ísland lýsir ekki yfir stríði við neinn þann árásaraðila sem ræðst á eitthvert Natóríkjanna, en Natóríkin eru aftur á móti skuldbundin að lýsa yfir stríði og koma Íslandi til hjálpar ef einhver aðili ræðst á það! Nánast eina skuldbinding Íslendinga við Nató er að leggja til land (sér að kostnaðarlausu) undir hernaðaraðstöðu með svipuðum hætti og gert var í seinni heimstyrjöld.“ Samtök herstöðvaandstæðinga sendu stjórnarskrárnefnd erindi sl. vor með tillögu þar sem segir meðal svo: „Það verði bundið í stjórnarskrá að Ísland fari aldrei með ófriði á hendur öðrum þjóðum né styðji á nokkurn hátt slíkar aðgerðir annarra ríkja.“ Ennfremur að aldrei verði stofnaður her á Íslandi og Ísland verði friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum. Rétt er að geta þess að Þjóðarhreyfingin – fyrir lýðræði, hefur lagt fyrir stjórnarskrárnefnd svipaða tillögu, en þó með ákveðnum fyrirvara. Þjóðarhreyfingin kveðst munu berjast fyrir: „ ... lögfestingu nýs ákvæðis í stjórnarskrá þess efnis, að íslenskur her verði aldrei settur á stofn og að Ísland fari ekki með stríð á hendur neinu öðru ríki eða þjóð. Enn fremur að ríkisstjórn Íslands verði með slíku ákvæði bannað að styðja í orði eða verki hernaðaríhlutun erlends ríkis eða ríkjasamtaka gegn öðrum ríkjum, nema Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi veitt ótvíræða heimild til hennar og Alþingi Íslendinga styðji þá ákvörðun.“ eó

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning Feministafélagsins

Bókmenntakynning Feministafélagsins

SHA_forsida_top

Njósnað um gest SHA!

Njósnað um gest SHA!

Martyn Lowe, bókavörður, friðarsinni og aktívisti, verður gestur á félagsfundi SHA miðvikudaginn 26. október …

SHA_forsida_top

Málsverður frestast

Málsverður frestast

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa yfirleitt verið haldnir síðasta föstudagskvöld í mánuði. Næstu tvö skiptin verður breyting …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar í Friðarhúsi. Tilefnið er …

SHA_forsida_top

Ríkisfang: Ekkert

Ríkisfang: Ekkert

Opinn félagsfundur MFÍK verður í Friðarhúsi miðvikudaginn 19. október kl. 19.00. Sigríður Víðis Jónsdóttir mun …

SHA_forsida_top

Málþing í þágu friðar

Málþing í þágu friðar

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar: Á morgun laugardaginn 15. október verður …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

Samtök hernaðarandstæðinga og MFÍK efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, mánudagskvöldið 10. október …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Þann 26. sept var haldinn á Akureyri aðalfundur hjá Norðurlandsdeild SHA sem jafnframt var opinn …

SHA_forsida_top

Mannlegt friðarmerki, 2. október

Mannlegt friðarmerki, 2. október

2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi og hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað daginn baráttunni fyrir tilveru …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. september. Kokkar kvöldsins …

SHA_forsida_top

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir félagsfundi á Akureyri sk. mánudagskvöld. Umræðuefnið var „Nýja Nató og þátttaka …

SHA_forsida_top

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Vakin er athygli á mótmælastöðu Íslands-Palestínu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna fimmtudaginn 22.september klukkan 17:00. Elva …

SHA_forsida_top

Farsinn í héraðsdómi

Farsinn í héraðsdómi

Mánudaginn 19. september kl. 15 hefst næsti þáttur í farsanum Ákæruvaldið gegn Lalla sjúkraliða. …

SHA_forsida_top

Hiroshima

Hiroshima

(Ljóð þetta var flutt á kertafleytingu friðarsinna á Egilsstöðum í ágúst sl.) Og enn þann …

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …