BREYTA

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Niðurstöðurnar af samningaviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda má nálgast á vefsíðu stjórnarráðsins. Um er að ræða: 1. Samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál. 2. Samningur milli ríkisstjórnar Bandaríkja Ameríku og lýðveldisins Íslands um brottflutning Bandaríkjahers frá tilteknum varnarsvæðum og mannvirkjum á Íslandi og um skil þeirra svæða og mannvirkja til Íslands. 3. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför. Við munum fjalla um þessar niðurstöður innan skamms en í fljótu bragði virðist vera ljóst að Samtök herstöðvaandstæðinga munu hafa nógu að sinna eftir sem áður auk þeirrar almennu friðarbáráttu sem þau munu áfram sinna. Við minnum á dagskrá SHA á næstunni: Föstudagskvöldið 29. september verður fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Máltíðin kostar aðeins 1.000 krónur en matseðillinn er á þessa leið: Grænmetissúpa, indverskur kjúklingapottréttur, hrísgrjón, jógúrt raitha og naanbrauð. Sunnudaginn 1. október kl. 12 halda herstöðvaandstæðingar til Suðurnesja í kveðjuför. Farið verður á slóðir herstöðvarinnar og komið aftur í bæinn á sjötta tímanum. Ýmsar óvæntar uppákomur. Nánari dagskrá kynnt síðar. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst, t.d. með því að senda póst á netfangið sha@fridur.is Miðvikudagskvöldið 4. október, kl. 20 mun sagfræðingurinn Vigfús Geirdal flytja óformlegt erindi um ýmsa þætti er varða sögu herstöðvarinnar á Miðnesheiði og herstöðvamálið. Í framhaldinu verða almennar umræður. Fundarstjóri er Stefán Pálsson formaður miðnefndar SHA. (ATH. var áður auglýst mið. 27. sept.)

Færslur

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …

SHA_forsida_top

Opið hús á Menningarnótt

Opið hús á Menningarnótt

SHA bjóða í heimsókn á Menningarnótt í Reykjavík. Friðarhús, Njálsgötu 87, verður opið gestum …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Nagasaki

Kveðja frá Nagasaki

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Hiroshima

Kveðja frá Hiroshima

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Hin árlega kertafleyting í Reykjavík verður haldin þriðjudaginn 9.ágúst. Verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og …

SHA_forsida_top

Vinstri stjórnin og NATO

Vinstri stjórnin og NATO

Hnattvætt vestrænt auðvald rekur grimma og sívaxandi hernaðarstefnu gegn öðrum heimshlutum, gegn öllum sem þvælast …

SHA_forsida_top

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Þriðjudagskvöldið 5. júlí kl. 20 verður haldinn fundur í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, á vegum …

SHA_forsida_top

Mótmæli sem hitta í mark

Mótmæli sem hitta í mark

Föstudaginn 1. júlí kl. 12 mun Claudio Bisogniero, varaframkvæmdastjóra Nató halda erindi í Öskju, náttúrufræðihúsi …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir spjallkvöldi í Friðarhúsinu (Njálsgötu 87, 101 Reykjavík) næstkomandi miðvikudagskvöld, klukkan 20.00. …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Félagsundur Félagsins Ísland-Palestína.

SHA_forsida_top

Herinn, skólarnir og siðleysið

Herinn, skólarnir og siðleysið

Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu Mennta- og menningarmálaráðherra þess efnis að bannað sé að halda kynningarfundi …

SHA_forsida_top

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um tilraunir norskra hernaðaryfirvalda til að skrá íslensk ungmenni í herinn, er …

SHA_forsida_top

Norski herinn og karlablöðin

Norski herinn og karlablöðin

Í framhaldi af síðustu færslu þar sem rifjuð var upp grein úr gömlum Dagfara, er …

SHA_forsida_top

Stríðsfréttir

Stríðsfréttir

Fréttaflutningur af stríðinu í Líbýu hefur mjög verið á einn veg síðustu daga og vikur. …