BREYTA

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Niðurstöðurnar af samningaviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda má nálgast á vefsíðu stjórnarráðsins. Um er að ræða: 1. Samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál. 2. Samningur milli ríkisstjórnar Bandaríkja Ameríku og lýðveldisins Íslands um brottflutning Bandaríkjahers frá tilteknum varnarsvæðum og mannvirkjum á Íslandi og um skil þeirra svæða og mannvirkja til Íslands. 3. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför. Við munum fjalla um þessar niðurstöður innan skamms en í fljótu bragði virðist vera ljóst að Samtök herstöðvaandstæðinga munu hafa nógu að sinna eftir sem áður auk þeirrar almennu friðarbáráttu sem þau munu áfram sinna. Við minnum á dagskrá SHA á næstunni: Föstudagskvöldið 29. september verður fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Máltíðin kostar aðeins 1.000 krónur en matseðillinn er á þessa leið: Grænmetissúpa, indverskur kjúklingapottréttur, hrísgrjón, jógúrt raitha og naanbrauð. Sunnudaginn 1. október kl. 12 halda herstöðvaandstæðingar til Suðurnesja í kveðjuför. Farið verður á slóðir herstöðvarinnar og komið aftur í bæinn á sjötta tímanum. Ýmsar óvæntar uppákomur. Nánari dagskrá kynnt síðar. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst, t.d. með því að senda póst á netfangið sha@fridur.is Miðvikudagskvöldið 4. október, kl. 20 mun sagfræðingurinn Vigfús Geirdal flytja óformlegt erindi um ýmsa þætti er varða sögu herstöðvarinnar á Miðnesheiði og herstöðvamálið. Í framhaldinu verða almennar umræður. Fundarstjóri er Stefán Pálsson formaður miðnefndar SHA. (ATH. var áður auglýst mið. 27. sept.)

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - III

Ályktanir landsráðstefnu SHA - III

Ályktun um kjarnorkuvopnafriðlýsingu landsins: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa fullum stuðningi við frumvarp sem þingmenn úr öllum …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA, 15.nóv.

Landsráðstefna SHA, 15.nóv.

Landsráðstefna SHA 2008 verður haldin í Friðarhúsi laugardaginn 15. nóv. 11:30 - venjuleg aðalfundarstörf …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýnin: Ísland-Palestína

Kvikmyndasýnin: Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína efnir til kvikmyndasýningar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Dagfari kominn á netið

Dagfari kominn á netið

Dagfari, tímarit Samtaka hernaðarandstæðinga kom út á dögunum. Ritstjóri þess er Þórður Sveinsson, ritari SHA. …

SHA_forsida_top

Velheppnaður Ísafjarðarfundur

Velheppnaður Ísafjarðarfundur

Samtök hernaðarandstæðinga efndu til opins félagsfundar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði sl. laugardag. Um tuttugu manns …

SHA_forsida_top

Útgáfuhátíð MÚR

Útgáfuhátíð MÚR

Málfundafélag úngra róttæklinga fagnar útgáfu bókar sinnar í Friaðrhúsi.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður - jólahlaðborð

Fjáröflunarmálsverður - jólahlaðborð

Fjáröflunarmálsverður í Friaðrhúsi.

SHA_forsida_top

SHA fundar á Ísafirði

SHA fundar á Ísafirði

Fyrirhugaður fundur SHA á Ísafirði um síðustu helgi féll niður vegna veðurs. Um þessa helgi …

SHA_forsida_top

Farandverkakonur

Farandverkakonur

Í kvöld, þriðjudaginn 4. nóvember kl. 19.00, efnir MFÍK til opins félagsfundar í Friðarhúsi. Sigurlaug …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA verður haldin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Gæluverkefni sett á ís?

Gæluverkefni sett á ís?

Þær gleðilegu fregnir hafa nú borist úr utanríkisráðuneyti Íslands að til standi að slá af …

SHA_forsida_top

Matseðillinn

Matseðillinn

Nú liggur fyrir matseðill fjáröflunarmálsverðar Friðarhúss n.k. föstudags. Rúbý frá Singapúr eldar, en í …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Hinn sívinsæli mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 31. okt. kl. 19. Að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.