BREYTA

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

petice top en
    Undirskriftasöfnun gegn gagnflaugastöð í Tékklandi Lauslega þýðing yfirlýsingarinnar sem skrifað er undir: „Ég mótmæli uppsetningu bandarískrar herstöðvar í Tékklandi, sem er hluti af gagnflaugakerfi þeirra (National Missile Defense - NMD). Þessar fyrirætlanir ýta undir spennu á alþjóðvettvangi, stuðla að nýju vígbúnaðarkapphlaupi og eru fyrsta skrefið í hervæðingu geimsins og yfirráðum þar. Þar eð tveir þriðju hlutar íbúa Tékklands eru andvígir þessum fyrirætlunum tel ég sanngjarnt að tékkneska þjóðin fái að taka ákvörðun um svo mikilvægt mál með þjóðaratkvæðagreiðslu.“
Von var á Condoleezu Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag, 8. júlí, til Prag til að undirrita samkomulag um radarstöð í Tékklandi, sem á að þjóna gagnflaugakerfi Bandaríkjanna. Mikil andstaða hefur verið í Tékklandi gegn þessum fyrirætlunum. Samkvæmt skoðanakonnunum eru um 70% þjóðarinnar andvíg þeim, sveitastjórnir í nágrenni við fyrirhugaða radarstöð hafa mótmælt, öflug samtök hafa orðið til og víða um heim hefur verið efnt til ýmiskonar aðgerða til stuðnings andófinu í Tékklandi. Í dag verður efnt til mótmælafundar í Prag. Og andófinu verður væntanlega haldið áfram þótt samkomulagið verði undirritað í dag. (sjá Reuters 8. júlí) En á sama tíma og tékkneskir ráðamenn halda sínu striki þvert gegn vilja meirihluta þjóðarinnar hafa málin snúist í Póllandi, þar sem hin nýja ríkisstjórn Donalds Tusk er ekki jafn leiðitöm Bandaríkjunum og fyrri stjórn var. Að vísu hefur hún snúist ekki alfarið gegn þeim áformum sem þar voru um að setja upp herstöð sem á að verða önnur aðalstoð gagnflaugakerfisins í austanverðri Evrópu, en setti þó þau skilyrði að fá umtalsverðan styrk frá Bandaríkjunum til að byggja upp loftvarnir sínar. Samningaviðræður milli ríkjanna fóru út um þúfur síðastliðinn föstudag þar sem Bandaríkjamönnum þóttu kröfur Pólverja óhóflega miklar. Þó má búast við að viðræður verði teknar upp aftur, en Bandaríkin hafa litið til Litháens sem varaskeifu ef allt um þrýtur. Í Póllandi hefur líka verið allmikil andstaða gegn þessum fyrirætlunum, þótt hún jafnist ekki á við andstöðuna í Tékklandi. (Sjá Reuters 4. júlí 2008) Forsætis - og utanríkisráðherrar Íslands hafa í raun lagt blessun sína yfir þessa gagnflaugaáætlun Bandaríkjanna með þátttöku sinni á leiðtogafundi Bandaríkjanna í Búkarest í vor og þegjandi samþykki við yfirlýsingu fundarins. SHA sendu ríkisstjórninni nokkrar spurningar vegna þessarar yfirlýsingar, m.a. vegna þessa máls, en hafa engin svör fengið:
    4. Eldflaugavarnir. Í 37. lið yfirlýsingarinnar segir að sá gagnflaugabúnaður, sem Bandaríkin hyggjast koma sér upp, sé mikilvægt framlag til verndar bandalagsríkjunum. Í skoðun sé hvernig tengja megi þessar eldflaugavarnir Bandaríkjanna núverandi viðleitni NATO til eldflaugavarna og tryggja að þær verði hluti af framtíðarskipulagi NATO á þessu sviði. Fastaráði NATO (Council in Permanent Session) er falið að þróa slíkt skipulag þannig að það nái til alls þess svæðis bandalagsins, sem ekki verður dekkað af eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna, og skal leiðtogafundurinnn 2009 taka nánari ákvörðun um þá þróun. Bandaríkin sögðu árið 2002 einhliða upp ABM-sáttmálanum, sem á sínum tíma var talinn mikilvægt skref í átt til kjarnorkuafvopnunar. SHA spyrja því hvort það sé vilji íslensku ríkisstjórnarinnar að NATO taki þátt í þessari viðleitni Bandaríkjanna til að grafa undan frekari árangri á sviði kjarnorkuafvopnunar. SHA vísa jafnframt til mikillar andstöðu bæði í Póllandi og Tékklandi, þar sem áætlað er að koma upp aðstöðu vegna þessa gagnflaugabúnaðar Bandaríkjanna.“
Sjá nánar: Samtök herstöðvaandstæðinga í Tékklandi - Iniciativa NE základnám Gegn ofbeldi - Nenásilí Evrópa til friðar – Europe for Peace Umfjöllun á Friðavefnum um þetta mál: Rússar og NATO í nýtt kalt stríð? Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu Evrópa án kjarnavopna Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Færslur

SHA_forsida_top

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

Atlantshafsbandalagið, NATO, verður sextíu ára í vor. Það var stofnað 4. apríl 1949. Dagana 2. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Málsverður & játningar Moggablaðamanns

Málsverður & játningar Moggablaðamanns

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 27. febrúar eins og áður hefur verið kynnt. Sérstakur …

SHA_forsida_top

Fróðlegur fundur um utanríkismálin

Fróðlegur fundur um utanríkismálin

Félagsfundur SHA með Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar, mánudagskvöldið 23. febrúar , var afar fróðlegur. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. febrúar n.k. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Afvopnun eða vígvæðing – hvað er á seyði í öryggismálum Íslendinga?

Félagsfundur SHA: Afvopnun eða vígvæðing – hvað er á seyði í öryggismálum Íslendinga?

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins félagsfundar mánudagskvöldið 23. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 89. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna kjarnorkukafbáta

Ályktun SHA vegna kjarnorkukafbáta

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á fregnum sem borist hafa af árekstri tveggja kjarnorkukafbáta á Atlantshafi. …

SHA_forsida_top

Fundur útgáfuhóps SHA

Fundur útgáfuhóps SHA

Fundur útgáfuhóps SHA

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

Í dag, 1. febrúar, lauk í bænum Belém do Pará í norðanverðri Brasilíu níunda alþjóðlega …

SHA_forsida_top

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Eins og fram hefur komið hér á Friðarvefnum, með tilvísunum í fjölmiðla, voru sex …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður & fimmtudagsmótmæli

Föstudagsmálsverður & fimmtudagsmótmæli

Útlit er fyrir að Ísland sé að fá nýja ríkisstjórn. Því munu væntanlega ýmsir félagsmenn …