BREYTA

Samstaða í baráttunni gegn bandarískum herstöðvum í Asíu og um allan heim

Friðardúfa Frá friðarráðstefnu í Yokohama í Japan 24.-25. nóvember 2005 Okkur hefur borist skýrsla um friðarráðstefnu sem var haldin í Yokohama í Japan 24.-25. nóvember 2005. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Samstaða í baráttunni gegn bandarískum herstöðvum í Asíu og um allan heim“. Á ráðstefnunni var fjallað um baráttuna gegn fyrirhugaðri uppbyggingu nýrrar herstöðvar í Henoko á japönsku eynni Okinawa, baráttu íbúa Kanagawa-héraðsins skammt frá Tókýó gegn flutningi bandarísks herliðs frá Fort Lewis, Washington, til Zama-herstöðvarinnar í þessu héraði og baráttuna gegn aðsetri bandarísks kjarnorkuknúins flugvélamóðurskips í Yokosuka í sama héraði, en þar er mikilvægasta flotahöfn Bandaríkjanna við vestanvert Kyrrahaf. Fimm fyrirlesarar héldu erindi á ráðstefnunni: Í máli dr. Zia Mian, sem er frá Pakistan og kennir við Princeton University í Bandaríkjunum, kom fram að Bandaríkin hafa nú 10 þúsund kjarnorkuvopn og herstöðvar í meira en 130 löndum. Bandaríkin halda hlífiskildi yfir kjarnorkuvopnaeign Ísraels og Indlands. Hann fjallaði um hættuna sem stafaði af nýrri þróun hernaðarsamskipta Bandaríkjanna og Japans og plútóníumvinnslu í bænum Rokkasho á norðanverðri Honshu-eyju í Japan. Hann hvatti til baráttu fyrir lokun bandarískra herstöðva í Japan og að vinnslu plútóníum í Rokkasho verði hætt. Luis Angel Saavedra frá Ekvador lýsti Manta-herstöðinni í Ekvador sem er ein helsta herstöð Bandaríkjanna í Rómönsku Ameríku. Bandarísk hernaðaryfirvöld leggja nú æ meiri áherslu á að koma í veg fyrir óæskilega þróun í álfunni. Hann lýsti skaðlegum áhrifum herstöðvarinnar á samfélagið í nágrenni herstöðvarinnar, eyðileggingu fiskiskipa undir yfirskini baráttunnar gegn eiturlyfjum, yfirtöku á jarðnæði smábænda og eyðileggingu vatnslinda vegna lagningar nýs flugvallar o.s.frv. Hann sagði frá baráttunni gegn herstöðinni og framlengingu samnings um hana sem á að renna út árið 2009. Robin Taubenfeld frá samtökunum Everyone for a Nuclear-Free Future í Ástralíu sagði frá skaðlegum áhrifum nýlendustefnu og tilrauna með kjarnokuvopn á menningu og lífsafkomu frumbyggja á Kyrrahafinu og í Ástralíu. Hún skýrði frá þýðingu bandarísku herstöðvarinnar í Pinegap í Ástralíu við árásirnar á Írak. Yoo Hong frá samtökunum Samstaða um frið og endursameiningu Kóreu (Solidarity for Peace and Reunification of Korea - SPARK) í Suður-Kóreu fjallaði um hvernig hernaðarleg samskipti Suður-Kóreu og Bandaríkjanna hafa verið endurskilgreind þannig að þau þjóna ekki lengur „vörnum“ Suður-Kóreu heldur hlutverki bandaríska hernaðarkerfisins í þessum heimshluta og á alþjóðavísu. Hann varaði við því að þessi endurskilgreining og endurskipulagning bandaríska herliðsins í Suður-Kóreu gæti dregið Suður-Kóreu inn í styrjaldir Bandaríkjanna víðsvegar um heim. En um leið og þetta er að gerast er almenningsálitið í Suður-Kóreu að snúast þannig að meira en helmingur þjóðarinnar vill nú að bandarísku herstöðvarnar í landinu verði lagðar niður. Shoji Niihara frá Japönsku friðarnefndinni (Japan Peace Committee) lýsti því hvernig bandarískum herstöðvum hefði verið komið fyrir í Japan þvert á vilja japönsku þjóðarinnar til að byggja upp friðsamlegt Japan eftir seinni heimsstyrjöldina. Í yfirlýsingu frá ráðstefnunni segir að stjórnlist hins fyrirbyggjandi (pre-emptive) stríðs, sem núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum fylgja og beittu gagnvart Írak, sé mesta ógnunin við friðinn. Út frá þessari stjórnlist eru Bandaríkin nú að þróa ný vopn, þar á meðal kjarnorkuvopn, geimvopn og eldflaugavarnir. Endurskipulagning og tilflutningur hernaðarkerfis og herafla Bandaríkjanna miðast við að greiða fyrir skjótari og árangursríkari íhlutun Bandaríkjanna. En herstöðvar og hernaðarlegar framkvæmdir Bandaríkjanna eru líka ógnun við lífsskilyrði, réttindi og umhverfi fólks sem býr í þeim löndum sem hýsa herstöðvarnar. Vera bandarískra hersveita á erlendri grund samrýmist ekki sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem leggur bann við valdbeitingu eða hótanir um valdbeitingu („Allir meðlimir skulu í milliríkjaskiptum varast hótanir um valdbeitingu eða beitingu valds gegn landamærahelgi eða stjórnmálasjálfstæði nokkurs ríkis eða á neinn annan hátt, sem kemur í bága við markmið hinn Sameinuðu þjóða.“ (2. gr., 4. liður)) og nýlendustefnu. Vaxandi alþjóðleg friðarhreyfing sem birtist í aðdraganda Íraksstríðsins opnar möguleika á sameiginlegum aðgerðum til heimsfriðar sem byggist á sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Takmarkið ætti að vera að loka herstöðvum bæði Bandaríkjanna og annarra ríkja og leggja niður hernaðarbandalög.

Færslur

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um aðildina að NATO: …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsráðstefna SHA var haldin 27.-28. nóvember í Friðarhúsi. Á fundinum var kjörin ný miðnefnd samtakanna. …

SHA_forsida_top

Veisla ársins

Veisla ársins

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. nóvember. Um er að ræða hið …

SHA_forsida_top

Dagskrá landsfundar SHA

Dagskrá landsfundar SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi 27.-28. nóvember. Setning fundarins verður kl. 18 á föstudeginum, …

SHA_forsida_top

Fundað á Akureyri

Fundað á Akureyri

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi efna til opins fundar um heimsvaldastefnu og hernaðarhyggju í samtímanum. Fundurinn …

SHA_forsida_top

Málsverður & setning landsráðstefnu

Málsverður & setning landsráðstefnu

Landsráðstefna SHA verður sett kl. 18 & fjáröflunarmálsverður Friðarhúss hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA, 27.-28. nóv.

Landsráðstefna SHA, 27.-28. nóv.

Samtök hernaðarandstæðinga efna til landsráðstefnu dagana 27.-28. nóvember n.k. í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Föstudagur 27. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 16. nóvember

Félagsfundur MFÍK, 16. nóvember

Opinn félagsfundur Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK mánudaginn 16.nóvember kl. 19 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Efni …

SHA_forsida_top

Engin sátt um Nató

Engin sátt um Nató

Í íslenskri þjóðfélagsumræðu er oft látið að því liggja að almenn sátt sé um aðild …

SHA_forsida_top

Á indverskum nótum: fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Á indverskum nótum: fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. október. Matseldin verður að þessu sinni í …

SHA_forsida_top

Ný stjórn Norðurlandsdeildar & ályktun

Ný stjórn Norðurlandsdeildar & ályktun

Aðalfundur Norðurlandsdeildar Samtaka hernaðarandstæðinga var haldinn sl. fimmtudagskvöld. Góð stemning var á fundinum, þar sem …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK um Friðaruppeldi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi verður haldinn í sal Zontaklúbbsins á Akureyri Aðalstræti 54 A, …

SHA_forsida_top

Þotugeymslu og hermangi hafnað

Þotugeymslu og hermangi hafnað

Ályktun frá SHA: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa miklum vonbrigðum sínum vegna frétta af hugmyndum um stofnun …