BREYTA

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

natonuclearthreatSamtök hernaðarandstæðinga hafa sent ríkisstjórninni athugasemdir og spurningar vegna yfirlýsingar leiðtogafundar NATO í Búkarest í byrjun apríl. Með setu sinni á fundinum hafa ráðherrarnir samþykkt þá stefnu sem fram kemur í yfirlýsingunni. Samkvæmt yfirlýsingunni hyggst NATO taka enn meiri þátt í stríðsrekstrinum í Írak, sem ríkisstjórnin harmaði í stefnuyfirlýsingu sinni og Samfylkingin var andvíg frá upphafi. NATO mun einnig herða stríðsaðgerðir sínar í Afganistan, sem Ísland tekur þátt í undir yfirskini friðargæslu. NATO leggur áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkum, sem er réttlæting fyrir enn frekari hernaðarstefnu, vígbúnaði og atlögu að borgaralegum réttindum. Eitt alvarlegasta atriði þessarar yfirlýsingar er áætlun um aukinn vígbúnað NATO og aðildarríkja þess og stuðningur við fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna, sem setur öll fyrirheit um kjarnorkuafvopnun í uppnám. Að auki er gert ráð fyrir að NATO þrói eigið eldflaugavarnarkerfi. Eitt aðalefni fundarins var áframhaldandi útþensla NATO, sem felur í sér aukinn vígbúnað og hernaðarstefnu á heimsvísu og samþættingu hernaðarlegrar starfsemi við borgaralega öryggisgæslu á sviði lögreglu, strandgæslu, almannavarna, björgunarsveita, friðargæslu og þróunaraðstoðar. Sérstaka athygli vekja áætlanir um stóraukið samstarf við Ísrael. Samtök hernaðarandstæðinga spyrja ráðherrana hvort það sé stefna ríkisstjórnarinnar að styðja og taka þátt í þessari vígbúnaðar- og útþenslustefnu NATO.

Nokkrar spurningar vegna yfirlýsingar leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Búkarest 2.-4. apríl 2008

antinato rumenia2008Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Búkarest 2.-4. apríl sl., sem Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sóttu fyrir hönd Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu sem túlkar þá meginstefnu sem samkomulag náðist um á fundinum. Ýmislegt í þessari skýrslu vekur upp spurningar sem Samtök hernaðarandstæðinga (SHA) vilja beina til ráðherranna sem sátu þennan fund og bera ábyrgð á þessari yfirlýsingu ásamt starfssystkinum sínum frá öðrum aðildarríkjum NATO.
      1. Írak. Í 17. lið yfirlýsingarinnar er gert ráð fyrir að þjálfunarverkefni NATO í Írak (NATO Training Mission Iraq - NTM I) verði aukið á árinu 2009 og fært út til fleiri sviða. Þá hefur NATO einnig staðfest tillögur um að þróa samskipti NATO og Íraks og skipuleggja til lengri tíma. Innrás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í mars 2003 var gerð án samþykkis Sameinuðu þjóðanna og ólögmæt. Innrásarliðið er þar enn og landið í raun hernumið. Ómögulegt er að líta á liðsveitir NATO í Írak öðruvísi en sem hluta af því innrásar- og hernámsliði, sem þar er enn undir forystu Bandaríkjanna, þó svo að liðsveitir NATO séu ekki bardagasveitir. Gagnrýni á þennan stríðsrekstur fer almennt vaxandi. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin harmi stríðsreksturinn í Írak og síðastliðið haust var ákveðið að kalla íslenska fulltrúann í NATO-liðinu heim. SHA spyrja því hvort það sé stefna ríkisstjórnarinnar að styðja áframhaldandi þátttöku NATO í stríðsrekstrinum Írak. Jafnframt vilja SHA minna á þær tillögur, sem samtökin sendu ríkisstjórninni 13. mars sl. um aðgerðir til að binda endi á hernám Íraks og koma á friði í landinu.
      2. Afganistan. Aðgerðir NATO í Afganistan voru eitt af meginmálum þessa fundar. Í 6. lið ályktunarinnar kemur fram að þessar aðgerðir séu mikilvægasta verkefni („top priority“) NATO núna. Lögð er áhersla á nauðsyn þess að herða baráttuna þar enn frekar og bæta við liðsafla. Þótt ISAF-verkefnið, sem NATO tók við í Afganistan árið 2003, byggist á ályktun Öryggisráðsins frá desember 2001, þá er NATO í reynd að halda áfram því stríði sem Bandaríkin og Bretland hófu í október 2001 og stendur enn og sér ekki fyrir endann á. Forusta NATO í Afganistan er stærsta og alvarlegasta dæmið um nýtt hlutverk NATO sem virkt stríðsbandalag, sem færir starfsemi sína æ lengra út fyrir upphaflegt athafnasvæði sitt. SHA spyrja hvort það sé vilji og stefna íslensku ríkisstjórnarinnar að NATO herði enn frekar stríðsrekstur sinn í Afganistan.
      3. Stríðið gegn hryðjuverkum. Í 15. lið yfirlýsingarinnar er lögð áhersla á baráttuna gegn hryðjuverkum. Eftir 11. september 2001 hefur baráttan gegn hryðjuverkum verið notuð til réttlætingar á innrásum og stríðsaðgerðum, persónunjósnum, fangelsunum, pyndingum og öðrum mannréttindabrotum, þó að hryðjuverk séu í reynd sáralítil ógn eða vandamál miðað við ýmislegt annað sem minna vægi fær. Eins og fram kemur í þessum lið yfirlýsingarinnar og víðar notar einnig NATO þessa ýktu ógn til að auka starfsemi sína, uppbyggingu, vígbúnað og útþenslu. Meðal annars er í ályktuninni gert ráð fyrir að hleypt verði nýju lífi í Samstarfsáætlunina gegn hryðjuverkum (Partnership Action Plan against Terrorism), sem sett var á laggirnar eftir leiðtogafundinn í Prag í september 2002, og jafnframt ítrekað mikilvægi eftirlitsaðgerða NATO á Miðjarðarhafi (Operation Active Endeavour - OAE), sem hafnar voru í október 2001 til að hafa eftirlit með vopnasmygli og ferðum hryðjuverkahópa. SHA spyrja hvort íslenska ríkisstjórnin ætli sér gegnum NATO að taka þátt í þeirri herför, sem Bandaríkin skilgreina sem „stríð gegn hryðjuverkum“ og hefur auk annars kostað tugþúsundir mannslífa?
      4. Eldflaugavarnir. Í 37. lið yfirlýsingarinnar segir að sá gagnflaugabúnaður, sem Bandaríkin hyggjast koma sér upp, sé mikilvægt framlag til verndar bandalagsríkjunum. Í skoðun sé hvernig tengja megi þessar eldflaugavarnir Bandaríkjanna núverandi viðleitni NATO til eldflaugavarna og tryggja að þær verði hluti af framtíðarskipulagi NATO á þessu sviði. Fastaráði NATO (Council in Permanent Session) er falið að þróa slíkt skipulag þannig að það nái til alls þess svæðis bandalagsins, sem ekki verður dekkað af eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna, og skal leiðtogafundurinnn 2009 taka nánari ákvörðun um þá þróun. Bandaríkin sögðu árið 2002 einhliða upp ABM-sáttmálanum, sem á sínum tíma var talinn mikilvægt skref í átt til kjarnorkuafvopnunar. SHA spyrja því hvort það sé vilji íslensku ríkisstjórnarinnar að NATO taki þátt í þessari viðleitni Bandaríkjanna til að grafa undan frekari árangri á sviði kjarnorkuafvopnunar. SHA vísa jafnframt til mikillar andstöðu bæði í Póllandi og Tékklandi, þar sem áætlað er að koma upp aðstöðu vegna þessa gagnflaugabúnaðar Bandaríkjanna.
      5. Aukinn vígbúnaður. Í ályktuninni kemur fram tvískinnungur varðandi vígbúnað. Annars vegar (liðir 40 og 42) er talað um að NATO-ríkin hafi dregið úr vígbúnaði sínum og lögð áhersla á mikilvægi Samningsins um hefðbundinn herafla í Evrópu (CFE-samningsins). Hins vegar (liðir 44-46) er lögð áhersla á að styrkja NATO hernaðarlega. Gert er ráð fyrir að styrkja viðbragðssveitir NATO (NATO Response Force) og þróa og auka herafla bandalagsins (liðir 44 og 45) og þau ríki, sem hafa dregið úr útgjöldum til varnarmála, eru hvött til að snúa við blaðinu og auka þessi útgjöld (liður 46). SHA spyrja hvort það sé stefna íslensku ríkisstjórnarinnar að hvetja til aukinnar vígvæðingar og hernaðarútgjalda NATO og NATO-ríkjanna og hvort ætlunin sé að þessi aukni vígbúnaður og útgjaldaaukning nái einnig til Íslands.
      6. Útþensla NATO. Í ýmsum liðum ályktunarinnar er lögð áhersla á frekari beina og óbeina útþenslu bandalagsins. Tengslin við samstarfsríkin á hinu „strategískt“ mikilvæga svæði í Kákasus og Mið-Asíu verði styrkt og þessi ríki gerð virkari (liður 32). Miðjarðarhafssamstarfið verði þróað enn frekar (liður 33) sem og samstarf við ríki við Persaflóa gegnum Istanbúl-samstarfsáætlunina (Istanbul Cooperation Initiative – ICI) (liður 34). Þá er einnig lögð áhersla á aukið samstarf við ríki í fjarlægari heimshlutum, Ástralíu, Japan, Nýja Sjáland og Singapúr, og verður sett í gang sérstök áætlun til að þróa tengslin við þessi ríki (Tailored Cooperation Packages). Einnig er Suður-Kórea nefnd í þessu sambandi. Þessi mikla útþensla til annarra heimshluta hefur verið umdeild innan bandalagsins og hlaut ekki brautargengi á leiðtogafundinum í Ríga 2006. Bandaríkin hafa einkum beitt sér fyrir henni og nú virðist sífellt meir látið undan þrýstingi þeirra. SHA spyrja hvort það sé stefna íslensku ríkisstjórnarinnar að styðja þessa umdeildu útþenslu NATO.
      7. Aukin samskipti við Ísrael. Sérstaka athygli vekur að gert er ráð að fyrir þróa tengsl NATO við Ísrael enn frekar. Gert er ráð fyrir að settar verði í gang tvíhliða samvinnuáætlanir (Individual Cooperation Programmes) gagnvart Egyptalandi og Ísrael. SHA spyrja hvort það sé vilji og stefna íslensku ríkistjórnarinnar að NATO stórauki samstarf sitt við Ísrael á sama tíma og mannréttindabrot og stríðsglæpir ísraelsku ríkisstjórnarinnar gagnvart Palestínumönnum verða æ alvarlegri. Er það í samræmi við það sem NATO kallar lýðræðisleg gildi?
-------------- Yfirlýsing Búkarest-fundarins Tillögur SHA um aðgerðir til að binda endi á hernám Íraks og koma á friði í landinu

Færslur

SHA_forsida_top

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kjarnorkusprengju var varpað á japönsku borgina Nagasakí þann 9. ágúst árið 1945. Þremur dögum fyrr …

SHA_forsida_top

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Kæru félagar Ég er að safna sendiráðum. Hef enga tölu á þeim fjölda skipta sem …

SHA_forsida_top

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Færeyskir hernaðarandstæðingar efna til mótmæla í Þórshöfn vegna áforma um að reisa á ný …

SHA_forsida_top

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktun um vígbúnað á norðurslóðum Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn 29. maí 2021, varar við …

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Miðvikudaginn 9. júní kl. 20:00 verður Valur Gunnarsson sagnfræðingur með fræðslufund í …

SHA_forsida_top

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Á landsfundi SHA mætti góður gestur, í gegnum fjarfundarbúnað þó. Það var Högni Höydal leiðtogi …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Stöðvum vígvæðingu norðurslóða Í kvöld, 19. maí, munu utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands setjast …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 29. maí

Landsfundur SHA 29. maí

Vegna samkomutakmarkanna neyddumst við til þess að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað

Landsfundi frestað

Vegna samkomutakmarkana neyðumst við til að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram á …

SHA_forsida_top

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur SHA verður í Friðarhúsi laugardaginn 27. mars n.k. Dagskrá er eftirfarandi: …

SHA_forsida_top

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Í tilefni af því að Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum hefur tekið gildi, …

SHA_forsida_top

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Eftirtalin félög skora á íslensk stjórnvöld að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur ákveðið að ekki sé kostur á því að halda Friðargönguna að þessu …

SHA_forsida_top

Dagfari 2020

Dagfari 2020

Dagfari er kominn út og má lesa hér fyrir neðan. Hann er að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Í ágústmánuði síðastliðnum tilkynnti Bandaríkjastjórn að hún hefði varið níu milljörðum Bandaríkjadala til þróunar á …