BREYTA

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum NATO-ríkjanna Noregs, Danmerkur, Bandaríkjanna, Lettlands og Íslands sem ætlunin er að halda dagana 13. til 16. ágúst næstkomandi. Ekkert réttlætir misnotkun á íslensku landi og íslenskri land- og lofthelgi til æfinga í meðferð drápstóla. Ekkert réttlætir heldur misnotkun á íslensku almannafé – 45 milljónum króna - til að borga undir slíkt. Ísland, sem menn vilja á tyllidögum kalla herlaust land, ætti að sjá sóma sinn í því að hafna hvers kyns hernaðarbrölti. Því er það grátlegt að Ísland skuli þess í stað ýta undir það með því að bjóða hingað til æfinga herjum erlendra ríkja, þar á meðal Bandaríkjaher sem er blóðugur upp fyrir axlir vegna þátttöku sinnar í hverju siðlausu stríðinu á fætur öðru. Æfingar af þessum toga eru ekki aðeins aðferð herveldanna til að þjálfa herlið sitt heldur einnig til að staðfesta áhrifasvæði sitt, berast á gagnvart hugsanlegum andstæðingum og jafnvel ögra þeim. Þeim fylgir mengun, ónæði og hætta. Þær staðfesta hlutverk Íslands sem lítils NATO-peðs sem Bandaríkjamenn geta treyst á að styðji allt hernaðarbrölt sem þeir taka sér fyrir hendur.

Færslur

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Hádegisverðarfundur um NATO

Hádegisverðarfundur um NATO

Hádegisverðarfundur SHA um NATO. Staðsetning auglýst síðar.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Almennur félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA.

SHA_forsida_top

NATO eftir kalda stríðið: árásargjarnt hernaðarbandalag heimsvaldasinna

NATO eftir kalda stríðið: árásargjarnt hernaðarbandalag heimsvaldasinna

Dagana 5. til 9. október verður haldinn í Reykjavík ársfundur NATO-þingsins. Ástæða er til að …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur í Friðarhúsi

Stjórnarfundur í Friðarhúsi

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar.

SHA_forsida_top

SHA bjóða Reykjavíkurborg til viðræðna

SHA bjóða Reykjavíkurborg til viðræðna

Á dögunum sendu Hernaðarandstæðinga eftirfarandi fréttatilkynningu til fjölmiðla, varðandi tillögur samtakanna varðandi mögulegan framtíðarrekstur Friðarstofnunar …

SHA_forsida_top

Svavar Knútur spilar á málsverðinum

Svavar Knútur spilar á málsverðinum

Fjáröflunarmðálsverður Friðarhússverður föstudagskvöldið 21. sept. kl. 19 eins og lesa má um hér á síðunni. …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Fjaröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjaröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn föstudagskvöldið 21. september. Að venju hefst …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í friðarhúsi

Einkasamkvæmi í friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag (Krissa).

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni í dag. (Friðrik)

SHA_forsida_top

Fylgist með starfi SHA

Fylgist með starfi SHA

Hægt er að fylgjast með öllum helstu fréttum úr starfi Samtaka hernaðarandstæðinga hér á Friðarvefnum. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsi.