BREYTA

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

beirut3 Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 föstudaginn 28. júlí. Jafnframt hafa samtökin sent frá sér eftirfarandi ályktun: Ályktun Samtaka herstöðvaandstæðinga: Ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir að árásirnar á Líbanon verði stöðvaðar Samtök herstöðvaandstæðinga skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma mannréttindabrot Ísraels í Líbanon og beita sér fyrir því að þau verði stöðvuð tafarlaust. Á hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem loftárásir hafa leitt yfir íbúa þessa stríðshrjáða lands. Svæsnustu myndirnar rata raunar ekki inn í fréttatíma stærstu fjölmiðla: sundurtætt og brunnin barnslík, hálfhrundar íbúðarblokkir, angistarfullt grátandi fólk. Hundruð manna hafa verið drepin, þúsundir limlestar. Og meðan athyglin beinist að Líbanon hefur Ísraelsstjórn aftur hafið árásir á Palestínumenn á Gaza. Þessi hryllingur einn og sér ætti að duga til að ríkisstjórnir um allan heim, aðrir áhrifamenn og allur almenningur, þetta sem kallað er alþjóðasamfélag, beitti sér fyrir tafarlausu vopnahléi og krefðist þess skilyrðislaust að Ísraelar hætti hernaðaraðgerðum sínum. En þar að auki eru aðgerðir Ísraelsstjórnar skýlaust brot á alþjóðasamningum, svo sem 33. grein fjórða Genfarsamningsins sem hljóðar svo: „Óheimilt er að refsa vernduðum manni vegna verknaðar sem hann hefur ekki framið sjálfur. Bannaðar eru hóprefsingar og hverskonar hótanir og hermdarverk. Rán og gripdeildir eru með öllu bannað. Bannaðar eru hefndaraðgerðir gegn vernduðu fólki og eignum þess.“ Bandaríkjastjórn hefur komið í veg fyrir að fjölþjóðleg ráðstefna í Róm krefðist þess að vopnahlé yrði komið á. Bretland og Þýskaland hafa staðið í vegi fyrir því að Evrópusambandið beitti sér í málinu. Þegar stórveldin bregðast verða smáríkin að sýna ábyrgð. Íslenska ríkisstjórnin verður að hætta að tala um rétt Ísraels til að verja sig, við erum að tala um fjöldamorð, eyðileggingu, mannréttindabrot og stríðsglæpi. Ríkisstjórn Íslands verður að láta til sín taka. Eða til hvers er hún að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu?

Færslur

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

SHA stendur fyrir aðgerðum á afmæli Íraksstríðsins.

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Næstkomandi laugardagur verður langur laugardagur á Laugaveginum og þar um kring. Að venju verður þá …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Hinn sívinsæli mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. feb. kl. 19. Að þessu …

SHA_forsida_top

Ungliðakvöld SHA

Ungliðakvöld SHA

SHA_forsida_top

Fundur sögunefndar

Fundur sögunefndar

Sögunefnd Friðarhreyfinganna fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

15. mars: Stríðinu verður að linna

15. mars: Stríðinu verður að linna

Alþjóðlegar aðgerðir gegn Íraksstríðinu dagana 15.-22. mars 2008 20. mars verða liðin fimm ár …

SHA_forsida_top

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Við höfum sagt frá tillögu sem lögð var fram á Alþingi 17. janúar um að …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar um varnarmál, þar sem fjallað er um ýmis þau málefni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Félagar í MFÍK sjá um málsverðinn að þessu sinni.

SHA_forsida_top

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Steinunn Þóra Árnadóttir, virkur félagi í SHA, situr nú á þingi sem varaþingmaður og hefur …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA um frumvarp til nýrra laga um varnarmál.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK verður haldinn í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, miðvikudagskvöldið 30. janúar kl. …

SHA_forsida_top

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 25. janúar. Nýjustu fréttir …

SHA_forsida_top

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

eftir Álfheiði Ingadóttur alþingismann Við vöktum athygli á því fyrir skemmstu að þverpólitísk …