BREYTA

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

beirut3 Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 föstudaginn 28. júlí. Jafnframt hafa samtökin sent frá sér eftirfarandi ályktun: Ályktun Samtaka herstöðvaandstæðinga: Ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir að árásirnar á Líbanon verði stöðvaðar Samtök herstöðvaandstæðinga skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma mannréttindabrot Ísraels í Líbanon og beita sér fyrir því að þau verði stöðvuð tafarlaust. Á hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem loftárásir hafa leitt yfir íbúa þessa stríðshrjáða lands. Svæsnustu myndirnar rata raunar ekki inn í fréttatíma stærstu fjölmiðla: sundurtætt og brunnin barnslík, hálfhrundar íbúðarblokkir, angistarfullt grátandi fólk. Hundruð manna hafa verið drepin, þúsundir limlestar. Og meðan athyglin beinist að Líbanon hefur Ísraelsstjórn aftur hafið árásir á Palestínumenn á Gaza. Þessi hryllingur einn og sér ætti að duga til að ríkisstjórnir um allan heim, aðrir áhrifamenn og allur almenningur, þetta sem kallað er alþjóðasamfélag, beitti sér fyrir tafarlausu vopnahléi og krefðist þess skilyrðislaust að Ísraelar hætti hernaðaraðgerðum sínum. En þar að auki eru aðgerðir Ísraelsstjórnar skýlaust brot á alþjóðasamningum, svo sem 33. grein fjórða Genfarsamningsins sem hljóðar svo: „Óheimilt er að refsa vernduðum manni vegna verknaðar sem hann hefur ekki framið sjálfur. Bannaðar eru hóprefsingar og hverskonar hótanir og hermdarverk. Rán og gripdeildir eru með öllu bannað. Bannaðar eru hefndaraðgerðir gegn vernduðu fólki og eignum þess.“ Bandaríkjastjórn hefur komið í veg fyrir að fjölþjóðleg ráðstefna í Róm krefðist þess að vopnahlé yrði komið á. Bretland og Þýskaland hafa staðið í vegi fyrir því að Evrópusambandið beitti sér í málinu. Þegar stórveldin bregðast verða smáríkin að sýna ábyrgð. Íslenska ríkisstjórnin verður að hætta að tala um rétt Ísraels til að verja sig, við erum að tala um fjöldamorð, eyðileggingu, mannréttindabrot og stríðsglæpi. Ríkisstjórn Íslands verður að láta til sín taka. Eða til hvers er hún að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu?

Færslur

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Barnagull

Barnagull

Það er talsvert um að börn friðarsinna mæti á fundi og samkomur í Friðarhús ásamt …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Samantekt á íslensku: Fyrirætlun NATO að staðsetja herstöðvar í Saragossa (á Spáni) og á …

SHA_forsida_top

Palindrome að kvöldi 30. mars

Palindrome að kvöldi 30. mars

Staðfest hefur verið að hljómsveitin Palindrome mun spila fyrir gesti að kvöldi 30. mars að …

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

30. mars er mikilvæg dagsetning í baráttusögu íslenskra friðarsinna, en á þeim degi samþykkti Alþingi …

SHA_forsida_top

Afnám hernáms

Afnám hernáms

eftir Ólaf Hannibalsson Eftirfarandi grein Ólafs Hannibalssonar birtist í Fréttablaðinu 21. mars, sjá einnig …

SHA_forsida_top

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Baráttufundur gegn Íraksstríðinu í Austurbæ að kvöldi 19. mars tókst með ágætum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Í Morgunblaðinu 21. mars er frétt þess efnis að Herdís Sigurgrímsdóttir, 26 ára fjölmiðlamaður, sé …

SHA_forsida_top

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Sífellt er unnið að endurbótum á Friðarvefnum, í því skyni að gera hann aðgengilegri fyrir …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir fundi á Akureyri laugardaginn 17. mars í tilefni af 4 ára …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

eftir Magnús Má Guðmundsson formann Ungra jafnaðarmanna Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. mars …

SHA_forsida_top

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Á fjögurra ára afmæli Íraksstríðsins efna ýmsir hópar og samtök til baráttusamkomu í Austurbæ, þar …

SHA_forsida_top

Kjarni málsins

Kjarni málsins

Stundin: Mánudagskvöldið 19. mars, kl. 20 Staðurinn: Austurbær (gamla Austurbæjarbíó) Dagskráin: Ávörp: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Friðsöm utanríkisstefna

Friðsöm utanríkisstefna

Höfundur: Lárus Páll Birgisson Hér er hvatningarbréf sem Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði og friðarsinni, …