BREYTA

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

beirut3 Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 föstudaginn 28. júlí. Jafnframt hafa samtökin sent frá sér eftirfarandi ályktun: Ályktun Samtaka herstöðvaandstæðinga: Ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir að árásirnar á Líbanon verði stöðvaðar Samtök herstöðvaandstæðinga skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma mannréttindabrot Ísraels í Líbanon og beita sér fyrir því að þau verði stöðvuð tafarlaust. Á hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem loftárásir hafa leitt yfir íbúa þessa stríðshrjáða lands. Svæsnustu myndirnar rata raunar ekki inn í fréttatíma stærstu fjölmiðla: sundurtætt og brunnin barnslík, hálfhrundar íbúðarblokkir, angistarfullt grátandi fólk. Hundruð manna hafa verið drepin, þúsundir limlestar. Og meðan athyglin beinist að Líbanon hefur Ísraelsstjórn aftur hafið árásir á Palestínumenn á Gaza. Þessi hryllingur einn og sér ætti að duga til að ríkisstjórnir um allan heim, aðrir áhrifamenn og allur almenningur, þetta sem kallað er alþjóðasamfélag, beitti sér fyrir tafarlausu vopnahléi og krefðist þess skilyrðislaust að Ísraelar hætti hernaðaraðgerðum sínum. En þar að auki eru aðgerðir Ísraelsstjórnar skýlaust brot á alþjóðasamningum, svo sem 33. grein fjórða Genfarsamningsins sem hljóðar svo: „Óheimilt er að refsa vernduðum manni vegna verknaðar sem hann hefur ekki framið sjálfur. Bannaðar eru hóprefsingar og hverskonar hótanir og hermdarverk. Rán og gripdeildir eru með öllu bannað. Bannaðar eru hefndaraðgerðir gegn vernduðu fólki og eignum þess.“ Bandaríkjastjórn hefur komið í veg fyrir að fjölþjóðleg ráðstefna í Róm krefðist þess að vopnahlé yrði komið á. Bretland og Þýskaland hafa staðið í vegi fyrir því að Evrópusambandið beitti sér í málinu. Þegar stórveldin bregðast verða smáríkin að sýna ábyrgð. Íslenska ríkisstjórnin verður að hætta að tala um rétt Ísraels til að verja sig, við erum að tala um fjöldamorð, eyðileggingu, mannréttindabrot og stríðsglæpi. Ríkisstjórn Íslands verður að láta til sín taka. Eða til hvers er hún að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu?

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Bresku friðarsamtökin Campaign for Nuclear Disarmament (CND) sendu frá sér yfirlýsingu 10. apríl síðastliðinn …

SHA_forsida_top

Friðargæsla

Friðargæsla

Hugtakið „pacification“ (sjá skilgreiningu að neðan) var einu sinni notað af Bandaríkjamönnum til að snyrta …

SHA_forsida_top

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpinu, útvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, var lokað 1. júní síðastliðinn eftir 55 ára starfsemi. …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Í grein í New York Times 22. maí var sagt frá því að Bandaríkjastjórn áætli …

SHA_forsida_top

Haditha: My Lai Íraks?

Haditha: My Lai Íraks?

Fréttir af fjöldamorðum bandarískra hermanna í bænum Haditha í Írak 19. nóvember í fyrra hafa …

SHA_forsida_top

Fundað í friðarhúsi

Fundað í friðarhúsi

Miðnefnd SHA og stjórn Friðarhúss funda sameiginlega til að ræða starfsemina næsta haust og rekstur …

SHA_forsida_top

G8 2007, kynningarfundur

G8 2007, kynningarfundur

Kynningarfundur og samkoma í tengslum við fyrirhugaðar aðgerðir gegn G8 fundi í Þýskalandi á næsta …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK heldur félagsfund í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

G-8 og hreyfing hreyfinganna

G-8 og hreyfing hreyfinganna

Kynningarfundur, 30. maí kl. 20:00 Friðarhús er vettvangur funda ýmissa frjálsra félagasamtaka sem …

SHA_forsida_top

Málsverður á föstudag

Málsverður á föstudag

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss eru sívinsælir. Föstudagskvöldið 26. maí (kvöldið fyrir kjördag) verður blásið til veislu. Guðrún …

SHA_forsida_top

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Upplýsingar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símahleranir á tímum kalda stríðsins hafa vakið verðskuldaða athygli. …

SHA_forsida_top

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Í febrúar 2005 kom út á vegum Natural Resources Defense Council (NRDC) ritið U.S. Nuclear …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Matur fyrir …

SHA_forsida_top

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Fjórða Evrópska samfélagsþinginu (European Social Forum) lauk í Aþenu 7. maí. Í …

SHA_forsida_top

Heitt friðarhaust 2006

Heitt friðarhaust 2006

Mikill hugur er nú í evrópskum friðarsinnum og öðrum baráttumönnum fyrir öðruvísi og betri veröld …