BREYTA

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Nokkur hópur fólks, sennilega á annað hundrað manns, söfnuðust saman við utanríkisráðuneytið laust fyrir kl. 11 í morgun til að lýsa fordæmingu sinni á glæpaverkum ríkisstjórnarinnar og hersins í Ísrael. Tilefnið var að von var á sendiherra Ísraels, sem hefur aðsetur í Osló. Félagið Ísland-Palestína hafði haft spurnir af að von væri á sendiherranum, en hafði þær upplýsingar að heimsóknin í utanríkisráðuneytið yrði á morgun, miðvikudag. Það var ekki fyrr en um kl. 7 í gærkvöldi, mánudag, að í ljós kom að sendiherrann kæmi í ráðuneytið um kl. 11 á þriðjudagsmorgni. Þá var farið að senda út boð um mótmælastöðu með símhringingum, SMS-sendingum og tölvupósti. Má segja að mæting hafi verið allgóð með svona stuttum fyrirvara á tíma þegar flestir eru bundnir í vinnu eða skóla. Hópurinn beið komu sendiherrans utan við ráðuneytið, en upp úr kl. 11 bárust þær upplýsingar að sendiherrann hefði komið í ráðuneytið fyrr um morguninn og sæti nú á fundi með Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland-Pelstína, flutti þá ávarp og las upp bréf sem ætlunin var að afhenda sendiherranum. Enn var beðið um stund, en þá bárust þær upplýsingar að sendiherrann væri farinn úr ráðuneytinu og hefðu verið laumað út um bakdyr. Það er að þekkt að sumir sem eru í vafasömum félagsskap eða stunda einhver myrkraverk hafi leynilega útgönguleið úr híbýlum sínum. Ýmsir vafasamir karakterar eiga erindi í utanríkisráðuneytið og því ekki ónýtt að hafa glæpamannaútgang í ráðuneytinu. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, afhenti sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels, Tzipi Livni. Morgunblaðið segir svo frá að í bréfinu sé árás Ísraelshers á Beit Hanoun á Gaza-svæðinu fordæmd. „Íslensk stjórnvöld fordæma þá árás en segjast viðurkenna rétt Ísraels til að verja sig líkt og annarra þjóða samkvæmt alþjóðalögum.“ Sjá einnig: Vísir, NFS, RÚV

Færslur

SHA_forsida_top

STÖÐVIÐ STRÍÐSGLÆPINA Á GAZA!!

STÖÐVIÐ STRÍÐSGLÆPINA Á GAZA!!

-Mótmælafundur á Austurvelli, fimmtudaginn 13. júlí kl. 17:30 Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmælafundar á …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpum Ísraela á Gaza mótmælt

Stríðsglæpum Ísraela á Gaza mótmælt

-Mótmælafundur fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli Verið er að skipuleggja mótmæli vegna stríðsglæpa Ísraela á …

SHA_forsida_top

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

Bandarísk friðarsamtök hvetja til mótmæla við skrifstofur Bechtel 6.-9 . ágúst Sameinaða friðar- og …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Michel Chossudovsky í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júlí

Fyrirlestur Michel Chossudovsky í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júlí

Þann 11. júlí nk. verður hér í Reykjavík kanadíski hagfræðingurinn Michel Chossudovsky. Hann kemur til …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Leikið um 3ja sæti

SHA_forsida_top

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Í dag, 7. júlí, er haldið áfram viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um brottför hersins. …

SHA_forsida_top

Var þörf á varnarliði?

Var þörf á varnarliði?

eftir Árna Björnsson Birtist í Morgunblaðinu 6. júlí 2006 ÞEGAR bandaríski herinn birtist …

SHA_forsida_top

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

1. Segjum upp herstöðvasamningnum! Allt frá því að herstöðvasamningurinn var gerður árið 1951 hefur þjóðin …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Undanúrslit

SHA_forsida_top

Stríðsglæpamaður snæðir að Bessastöðum

Stríðsglæpamaður snæðir að Bessastöðum

Í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands 26. júní segir svo: „George H. W. Bush, fyrrverandi …

SHA_forsida_top

Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963

Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963

eftir Sverri Jakobsson (Dagfari 1. tbl. 26. árg. (2000), bls. 28-39) Herstöð við …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Undanúrslit

SHA_forsida_top

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Fréttatilkynning Reykjavík, 3. júlí 2006 Í dag lagði hópur fólks fram kæru við embætti Ríkislögreglustjóra …

SHA_forsida_top

Fræðsluerindi SHA

Fræðsluerindi SHA

Elías Davíðsson heldur erindi á almennum félagsfundi SHA um blóði drifinn forsetaferil George Bush eldri.

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit