BREYTA

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Nokkur hópur fólks, sennilega á annað hundrað manns, söfnuðust saman við utanríkisráðuneytið laust fyrir kl. 11 í morgun til að lýsa fordæmingu sinni á glæpaverkum ríkisstjórnarinnar og hersins í Ísrael. Tilefnið var að von var á sendiherra Ísraels, sem hefur aðsetur í Osló. Félagið Ísland-Palestína hafði haft spurnir af að von væri á sendiherranum, en hafði þær upplýsingar að heimsóknin í utanríkisráðuneytið yrði á morgun, miðvikudag. Það var ekki fyrr en um kl. 7 í gærkvöldi, mánudag, að í ljós kom að sendiherrann kæmi í ráðuneytið um kl. 11 á þriðjudagsmorgni. Þá var farið að senda út boð um mótmælastöðu með símhringingum, SMS-sendingum og tölvupósti. Má segja að mæting hafi verið allgóð með svona stuttum fyrirvara á tíma þegar flestir eru bundnir í vinnu eða skóla. Hópurinn beið komu sendiherrans utan við ráðuneytið, en upp úr kl. 11 bárust þær upplýsingar að sendiherrann hefði komið í ráðuneytið fyrr um morguninn og sæti nú á fundi með Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland-Pelstína, flutti þá ávarp og las upp bréf sem ætlunin var að afhenda sendiherranum. Enn var beðið um stund, en þá bárust þær upplýsingar að sendiherrann væri farinn úr ráðuneytinu og hefðu verið laumað út um bakdyr. Það er að þekkt að sumir sem eru í vafasömum félagsskap eða stunda einhver myrkraverk hafi leynilega útgönguleið úr híbýlum sínum. Ýmsir vafasamir karakterar eiga erindi í utanríkisráðuneytið og því ekki ónýtt að hafa glæpamannaútgang í ráðuneytinu. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, afhenti sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels, Tzipi Livni. Morgunblaðið segir svo frá að í bréfinu sé árás Ísraelshers á Beit Hanoun á Gaza-svæðinu fordæmd. „Íslensk stjórnvöld fordæma þá árás en segjast viðurkenna rétt Ísraels til að verja sig líkt og annarra þjóða samkvæmt alþjóðalögum.“ Sjá einnig: Vísir, NFS, RÚV

Færslur

SHA_forsida_top

Um orðið varnarlið

Um orðið varnarlið

Erindi Árna Björnssonar á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Það kom fólki …

SHA_forsida_top

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Erindi Jóhanns Geirdal á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Komið þið sæl og …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag

SHA_forsida_top

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Á velheppnaðri herkveðjuhátíð Vinstri grænna á Suðurnesjum sem haldin var á Ránni í Keflavík í …

SHA_forsida_top

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

eftir Jóhann Geirdal Eftirfarandi greinaflokkur eftir Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, birtist á vefritinu …

SHA_forsida_top

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Húsfyllir var á veitingahúsinu Ránni í Keflavík laugardaginn 22. apríl þegar herstöðvaandstæðingar á Suðurnesjum héldu …

SHA_forsida_top

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Vinstri græn á Suðurnesjum standa fyrir herkveðjuhátíð á Ránni í Keflavík nk. laugardag kl. 13-17. …

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Evrópskir herstöðvaandstæðingar á samfélagsþinginu í Aþenu Fjórða Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum - …

SHA_forsida_top

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípan, spurningakeppni SHA í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Friðarpípan í Friðarhúsi 15. apríl Páskarnir eru tími ferðalaga. Friðarsinnar sem hyggjast halda sig í …

SHA_forsida_top

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Í dag, 6. apríl, flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um utanríkismál á Alþingi. Ræðu ráðherrans og …

SHA_forsida_top

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna Ekki virðist það nú hafa vakið mikinn ugg hjá þjóðinni …

SHA_forsida_top

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Kristinn Schram og Kolbeinn Óttarsson Proppé fjalla um fréttaflutning af fundum andstæðinga Íraksstríðsins …

SHA_forsida_top

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Fimmtudaginn 30. mars var tekin fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um yfirtöku …