BREYTA

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

dont attack iran Stop War on Iran Í síðustu viku var gefin út í Bandaríkjunum áskorun til George W. Bush forseta um láta af hernaðarógnunum gagnvart Írak. Undir þessa áskorun skrifuðu um 200 fræðimenn og fyrrum embættismenn Bandaríkjastjórnar með sérþekkingu á málefnum Mið-Austurlanda og síðan hafa rúmlega 400 bæst við. Áskorunin er svohljóðandi í lauslegri þýðingu: Herra forseti. Við, sem skrifum undir þessa áskorun, höfum helgað líf okkar rannsóknum á málefnum Mið-Austurlanda og í krafti þeirrar þekkingar og sem ábyrgir borgarar lýsum við okkur algerlega andvíg og vörum við hernaðarlegri lausn gagnvart Íran. Þar sem Alþjóða kjarnorkumálastofnunin hefur ekki fundið neinar sannanir um rannsóknir eða áætlanir um framleiðslu kjarnorkuvopna í Íran væri eðlilegt að taka áhyggjur um slíka notkun kjarnorkutækni í framtíðinni fyrir í beinum samningaviðræðum. Hins vegar munu þvingunaraðferðir og hernaðaraðgerðir leiða til frekari vígbúnaðar og áþjánar á samfélagið á kostnað hinnar lýðræðislegu hreyfingar. Þeir einu sem hagnast á slíkri stefnu eru öfgafyllstu hægri öflin í landinu. Þær skelfilegu afleiðingar fyrir þennan heimshluta og heiminn allan, sem geta hlotist af því að þessi deila verði mögnuð enn frekar, mun hvorki þjóna hagsmunum Bandaríkjanna, lýðræðislegri þróun í Íran né heimsfriðnum. Þetta opna bréf til forseta Bandaríkjanna er birt á vefsíðunni antiwarpetition.com en fréttatilkynningu er að finna á vefsíðu FCNL (The Friends Committee on National Legislation).

Færslur

SHA_forsida_top

Ávarp flutt af Bjarna E. Guðleifssyni á Ráðhústorginu á Akureyri í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Ávarp flutt af Bjarna E. Guðleifssyni á Ráðhústorginu á Akureyri í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Góðir tilheyrendur. Stundum er hugtökum best lýst með andstæðum eða andheitum sínum. Andstæða ljóss er …

SHA_forsida_top

Vísindaferð HÍ

Vísindaferð HÍ

Vísindaferð háskólanema í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir hernaðarandstæðingar standa fyrir friðargöngum á Þorláksmessu líkt og undanfarin ár. Í Reykjavík verður gengið …

SHA_forsida_top

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Samkvæmt fjárlögum 2009 er gert ráð fyrir að tæplega einn og hálfur milljarður fari í …

SHA_forsida_top

Bulletin á netinu

Bulletin á netinu

Bulletin of the Atomic Scientists er líklega kunnasta og virtasta tímarit heims á sviði afvopnunarmála. …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum og fagnar gagnflaugakerfi Bandaríkjanna

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum og fagnar gagnflaugakerfi Bandaríkjanna

Utanríkisráðherra Íslands var á annasömu ferðalagi í byrjun desember. Dagana 4. til 5. desember sat …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK, 13.desember

Bókmenntakynning MFÍK, 13.desember

Hin árvissa bókmenntakynning MFÍK verður haldin laugardaginn 13. des. n.k. kl. 14 í MÍR-salnum Hverfisgötu …

SHA_forsida_top

Glæsileg menningardagskrá

Glæsileg menningardagskrá

Það verður boðið upp á vandaða menningardagskrá á fjáröflunarmálsverði og fullveldishátíð SHA n.k. föstudag (sjá …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 28. nóvember n.k. Matseðillinn verður venju fremur glæsilegur, enda um …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Vísindaferð SHA

Vísindaferð SHA

Háskólastúdentar í vísindaferð í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Í dag, 17. nóvember, var í níunda sinn lagt fram á Alþingi frumvarp um friðlýsingu …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Nú miðnefnd SHA var kjörinn á landsráðstefnu þann 15. nóvember. Hana skipa: Aðalmenn: Auður Lilja …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - I

Ályktanir landsráðstefnu SHA - I

Ályktun landsráðstefnu SHA, 15. nóvember 2008, um málefni Atlantshafsbandalagsins: Næstkomandi vor verða liðin 60 ár …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - II

Ályktanir landsráðstefnu SHA - II

Ályktun um breskar herþotur og "loftrýmisgæslu": Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 15. nóvember, fagnar því …