BREYTA

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

dont attack iran Stop War on Iran Í síðustu viku var gefin út í Bandaríkjunum áskorun til George W. Bush forseta um láta af hernaðarógnunum gagnvart Írak. Undir þessa áskorun skrifuðu um 200 fræðimenn og fyrrum embættismenn Bandaríkjastjórnar með sérþekkingu á málefnum Mið-Austurlanda og síðan hafa rúmlega 400 bæst við. Áskorunin er svohljóðandi í lauslegri þýðingu: Herra forseti. Við, sem skrifum undir þessa áskorun, höfum helgað líf okkar rannsóknum á málefnum Mið-Austurlanda og í krafti þeirrar þekkingar og sem ábyrgir borgarar lýsum við okkur algerlega andvíg og vörum við hernaðarlegri lausn gagnvart Íran. Þar sem Alþjóða kjarnorkumálastofnunin hefur ekki fundið neinar sannanir um rannsóknir eða áætlanir um framleiðslu kjarnorkuvopna í Íran væri eðlilegt að taka áhyggjur um slíka notkun kjarnorkutækni í framtíðinni fyrir í beinum samningaviðræðum. Hins vegar munu þvingunaraðferðir og hernaðaraðgerðir leiða til frekari vígbúnaðar og áþjánar á samfélagið á kostnað hinnar lýðræðislegu hreyfingar. Þeir einu sem hagnast á slíkri stefnu eru öfgafyllstu hægri öflin í landinu. Þær skelfilegu afleiðingar fyrir þennan heimshluta og heiminn allan, sem geta hlotist af því að þessi deila verði mögnuð enn frekar, mun hvorki þjóna hagsmunum Bandaríkjanna, lýðræðislegri þróun í Íran né heimsfriðnum. Þetta opna bréf til forseta Bandaríkjanna er birt á vefsíðunni antiwarpetition.com en fréttatilkynningu er að finna á vefsíðu FCNL (The Friends Committee on National Legislation).

Færslur

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur verða að venju haldnar á Þorláksmessu á þremur stöðum á landinu. Athugið að tímasetningar …

SHA_forsida_top

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

Nærri 75 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjurnar voru notaðar í hernaði. Upp …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður

Fullveldisfögnuður

Nú er komið að árvissum fullveldisfögnuði og jólahlaðborði SHA. Hann varður haldinn föstudaginn 29. nóvember …

SHA_forsida_top

Gunnar Karlsson – kveðja frá SHA

Gunnar Karlsson – kveðja frá SHA

Gunnar Karlsson sagnfræðingur lést í Reykjavík á dögunum, rétt rúmlega áttræður að aldri. Hann var …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi fös. 25. okt. Kokkurinn er að þessu sinni fyrrum …

SHA_forsida_top

Septembermálsverður

Septembermálsverður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður SHA haustið 2019 verður haldinn föstudaginn 27. september í Friðarhúsi. Daníel E. Arnarsson …

SHA_forsida_top

Bandaríkin færa heiminn nær kjarnorkuvetri, og Ísland hjálpar til?

Bandaríkin færa heiminn nær kjarnorkuvetri, og Ísland hjálpar til?

Þann 20. október 2018 tilkynnti forseti Bandaríkjanna að Bandaríkin myndu hverfa frá samningi um banni …

SHA_forsida_top

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna er á leið til Íslands eins og rækilega hefur komið fram …

SHA_forsida_top

Um samtökin

Um samtökin

I am text block. Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Frá árinu 1985 hafa friðarsinnar fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á …

SHA_forsida_top

Um hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli

Um hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga gagnrýnirharðlega aukna ásælni Bandaríkjastjórnar í umsvif …

SHA_forsida_top

Maímálsverður í Friðarhúsi

Maímálsverður í Friðarhúsi

Síðasti málsverður Samtaka hernaðarandstæðinga á þessu vormisseri verður haldinn í Friðarhúsi á föstudag, 31. maí. …

SHA_forsida_top

Ísland og stofnun Ísraelsríkis - fræðslufundur í Friðarhúsi

Ísland og stofnun Ísraelsríkis - fræðslufundur í Friðarhúsi

Hjálmtýr Heiðdal er höfundur nýútkominnar bókar, Íslandsstræti í Jerúsalem. Hann heldur fyrirlestur fyrir SHA um …

SHA_forsida_top

Hundraðasti málsverðurinn!

Hundraðasti málsverðurinn!

Það verða að vanda kræsingar á borðum í fjáröflunarmálsverði SHA í Friðarhúsi föstudagkvöldið 26. apríl …

SHA_forsida_top

Ísland úr NATO

Ísland úr NATO

Ályktun frá landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga, 23. mars sl. Sjötíu ár eru liðin frá því að …